Skrítin skýring

Birgitta hafði sjálf lýst yfir því að þótt hún sæktist ekki eftir ráðherrastól kæmi alveg til greina að hún yrði ráðherra.

Það þarf eitthvað af efnum, frekar sterkum efnum held ég, til að fara að draga þá ályktun að heiðurssæti á framboðslista komi mögulegum ráðherradómi eitthvað við. Veit ekki til þess að nokkurn tíma hafi ráðherra valist af heiðurssæti framboðslista.

En skýringin gefur auðvitað góða innsýn í hugarheim þess sem telur Sjálfstæðisflokkinn bera ábyrgð á öllum vandamálum heimsins:

"Úps, það var brotist inn í bílinn minn. Hlýtur að vera sjálfstæðismaður"

"Fjandi er kalt úti! Bjarni Ben einhvers staðar nálægt?"


mbl.is Ýtt til hliðar vegna sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kommentakerfi DV er fullt af svona bjánalegum athugasemdum frá vinstrivitleysingum sem sjá urmul af flísum, en ekki bjálkana í eigin augum. Ég er að bíða eftir því að einhver fari að kenna Sjálfstæðisflokknum um hina ímynduðu "hnattrænu hlýnun".

laughing

Ég veit ekki hvaða Pírati hafi verið að ljúga að Birgittu um Sjálfstæðisflokkinn. Ég held að það sé nær sanni að segja að hún hafi ekki verið í heiðurs­sæti á fram­boðslista flokks­ins af ótta við að fólk kysi ekki Pírataflokkinn ef Birgitta yrði í sæt­inu og þar með hætta á því að hún yrði ráðherra. En það er svo hagkvæmt, enda auðvelt, að telja Birgittu trú um að Sjálfstæðisflokkurinn stjórni kjósendum annarra flokka. Síðan rýkur hún í fjölmiðla með þetta yfirvarp, enda dramadrottning mikil. Það er líka til annað hugtak yfir svona manneskjur, en ég ætla ekki að skrifa það hér af tilliti til viðkvæmra lesenda.

Svo er spurning hvort Birgitta viti sjálf að hún myndi skaða flokkinn "sinn" ef hún yrði í framboði. Mér skilst að margir vilji kjósa þennan flokk, en bara ekki hafa hana með.

Pétur D. (IP-tala skráð) 4.11.2017 kl. 14:17

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

The fix was in, so to speak.

Sjóræningjadrottningin Birgitta veður annaðhvort ráðherra eða þingmaður í Ríkistjórn Kötu littlu.

Þessu var Sjóræningjadrottninguni lofað ef hún héldi kjafti og færi ekki í framboð.

það vita það flestir sem fylgjast með stjórnmálum og líka sjóræningjarnir að Birgitta er mikill dragbítur á fylgi Sjóræningjana.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.11.2017 kl. 15:45

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ja, gott að þú minnist á það Pétur. Hnattræn hlýnun er vitanlega Sjálfstæðisflokknum að kenna því þeir eru kapítalistar og kapítalistar eiga sök á allri mengun. Þannig að: Bjarni Ben skömmin enn og aftur!

Þorsteinn Siglaugsson, 4.11.2017 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband