7.6.2017 | 11:46
Horfum til framtíðar fremur en fortíðar
Með þessum áformum er horft til fortíðar. Framtíð samgangna felst í sjálfkeyrandi bílum sem ýmist verða mjög fyrirferðarlitlir og henta einum farþega eða stærri og nýta tölvustýrðar miðstöðvar til að flytja fleiri farþega í einu eftir því hvaðan og hvert þeir eru að fara. (Slíku kerfi mætti raunar strax koma upp með samvinnu við leigubílstjóra). Þessi tækni mun innan skamms leysa af hólmi hefðbundnar almenningssamgöngur og hefðbundnar einkabifreiðar.
Með þeim áformum sem hér eru á ferðinni á að eyða 70 milljörðum í lausn gærdagsins sem auk þess hentar engan veginn á jafn dreifðu svæði og hér er um að ræða. Áformað er að notkun strætisvagna fari með þessu úr 3% ferða í 12% ferða. Nú hef ég ekki forsendurnar um ferðalög fólks í kílómetrum, en ef miðað er við íbúafjölda verður fjárfestingin um það bil fjórar milljónir króna á hvern viðbótarfarþega sem nýtir sér þessar samgöngur. Og þá eru niðurgreiðslurnar eftir, en lítið hefur komið fram um áætlaðan rekstrarkostnað. Þetta eru gríðarleg fjárútlát fyrir lítinn afrakstur.
Að lokum verður auðvitað að reikna með að kostnaðurinn verði umtalsvert meiri en áætlanirnar segja til um. Varlegra væri að miða við amk. 100 milljarða.
Hér er því lausn gærdagsins á ferðinni. Dýr, óskynsamleg, og ólíkleg til árangurs.
Borgarlínan mun kosta 63-70 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.