Kemur málinu við hvort Bjarni er úr Garðabæ?

Málflutningur borgarstjórans segir auðvitað allt sem segja þarf um hvernig og hvers vegna borgin hefur brugðist því hlutverki að láta lóðaframboð vera í takt við íbúafjölgun.

Hvers vegna segist hann vera að skipuleggja einn Garðabæ? Af hverju segist hann ekki frekar vera að skipuleggja 25 Raufarhafnir? Hljómar það ekki ennþá sniðugra? Og kemur það ekki lóðaframboði í Reykjavík sem hlutfalli af íbúafjölgun í Reykjavík nákvæmlega jafn mikið við?

Hversu lengi enn ætla Reykvíkingar að láta þennan froðusnakk þykjast stjórna borginni?


mbl.is Dagur: Mér finnst þetta ódýrt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Íbúar höfuðborgarsvæðisins almennt þekkja Garabæ betur en Raufarhöfn og því gera þeir sér betur grein fyrir stærðinni þegar hann er tekin sem dæmi heldur en ef hann hefði verið að nefna Raufarhöfn. Garðabær er líka einmitt af þeirri stærð sem viðbótin sem er í uppbyggingu er í og hann því gott dæmi. Og svona í framhjáhaldi var þá líka ágætt að benda á að maðurinn sem var með ómaklega og ómálefnanlega gagnrýni á Dag sé akkúrat þaðan.

Ef einhver er froðusnakkur í þessu máli þá er það Bjarni Ben. Það er fyrst og fremst ríkisstjórnin sem er með allt niðrum sig í þessu máli og þá helst Sjálfstæðisflokkurinn sem er í meirihluta í 6 af þeim 7 sveitafélögum á höfuðborgarsvæðinu þar sem hjá öllum er sama vandamálið er uppi varðandi húsnæðismál.

Sigurður M Grétarsson, 3.4.2017 kl. 08:46

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú virðist ekki átta þig á að íbúafjöldi Garðabæjar kemur málinu ekkert við, neitt frekar en íbúafjöldi Raufarhafnar. Það eina sem kemur málinu við er hvort uppbygging í Reykjavík sé í takt við íbúafjölgun í Reykjavík. Og það er hún ekki.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.4.2017 kl. 11:03

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þú áttari þig væntanlega á því að höfuðborgarsvæðið er eitt borgarsvæði og því er þetta vandamál höfuðborgarsvæðisins í heild en ekki bara Reykjavíkur. Og þú áttar þig á því að stór hluti vandans er vegna þess að það fluttu svo margir iðnaðarmenn úr landi eftir hrun að það er fyrst og fremst vegna skorts á iðnaðarmönnum en ekki lóðaskorts sem uppbyggingin er ekki hraðari en hún er enda nánast allir verktakar sem eru í íbúðabyggingum nú þegar með lóðir sem þeir eru að byggja á. Til viðbótar við þetta kemur að stór hluti iðnaðarmanna í bygginariðnaði eru uppteknir við að byggja hótal og ti viðbótar við það tekur skammtímaleiga til ferðamanna töluverðan skerf að húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ogan á þetta helti síðasta ríkisstjónr olíu á eld með því að dreifa út 80 milljóðum til einstaklinga sem jók verulega eftirspurn eftir húsnæði. Allt eru þetta atriði sem borgin á ekki sök á en er að gera sitt besta til að leysa og er að standi sig eins vel við og hægt er við þær aðstæður sem við búum í dag. 

Við þetta bætist að það fóru svo margir verktakar á hausinn í hruninu sem veldur því að það eru það fáir stórir byggingaverktakar á markaðnum í dag að í raun er um fákeppnismarkað en ekki samkeppnismarkað að ræða. Það er í hag byggingaverktakanna að húsnæðisverð verði hátt og vegna þess að um fákeppnismarkað er að ræða þar sem hver af stærri verktökunum er með stóran hluta markaðarins og þá hafa verktakarnir færi á að stýra að miklu leyti framboðinu og með því að halda því niðri ná þeir verðinu upp og þar með sínum hagnaði. Verktakarnir benda síðan á borgina og kenna lóðaskorti um til að fela sinn hlut í þessu. Bortin er ekki með eigin verktakafyrirtæki til að byggja íbúðir fyrir almennan markað frekar en önnur sveitafélög og yrði sennilega gerð athugasemd við það af samkeppnisyfirvöldum ef borgin tæki upp á slíku og því getur borgin ekki gert af því þó verktakar bjóði ekki upp á fleiri nýjar íbúðir.

Sigurður M Grétarsson, 3.4.2017 kl. 11:18

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Meginvandinn er að lóðum er ekki úthlutað í takt við íbúafjölgun, sér í lagi í úthverfunum og ástæðan er sú að borgarstjórn getur ekki sætt sig við slíka uppbyggingu því þá þarf fólk að eiga bíla. Það er auðvitað hægt að fara með endalausar langlokur sem ganga út á að reyna að kenna einhverju öðru um (það hefur hingað til ekki verið vandamál að fá byggingaverkamenn til starfa þegar þörf er á), en það breytir engu um það að þetta er rót vandans.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.4.2017 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband