1.4.2017 | 10:26
Hmm ... hvað með bullvakt Alþingis?
Kynjavakt Alþingis er auðvitað snilldarhugmynd. Svo mætti líka stofna aldursvakt, háralitarvakt, húmorvakt (til að gá hvort meira mark sé tekið á leiðinlegum þingmönnum). Þetta er auðvitað allt einfalt að gera enda vitanlega til skýrir og einfaldir mælikvarðar til að meta hvort kyn, aldur, háralitur, húmorsleysi og annað hafi einhver áhrif á ... ja hvað eiginlega?
En eitt er hægt að mæla og það er hversu mikið af tíma þingsins fer í að ræða um alls konar bullfrumvörp og þingsályktunartillögur sem hafa þann eina tilgang að reyna að sýna kjósendum viðkomandi flokks eða þingmanns fram á að viðkomandi sé nú að gera eitthvað ... ekki bara hangsa. Til þess þarf að stofna bullvakt Alþingis.
Vilja stofna kynjavakt Alþingis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta bara sýnir og sannar enn og aftur að við erum með alltof marga þingmenn sem greinilega hafa ekkert
málefnalegt að leggja fram sem myndi gagnast almenning og þjóð.
Sérstaklega á þetta við hjá vinstriflokkunum.
Ég myndi skammast mín að vera á þingi með svona fólki.
Sigurður Kristján Hjaltested, 1.4.2017 kl. 11:17
Viðreisn og Vg virðast vera komnir í pissukeppni með að leggja fram vitlaus jafnréttisfrumvörp. Það er áhugavert að sjá hve litla gagnrýni kostnaðarsöm frumvörp á borð við jafnlaunavottun fær.
Sigurjón Þórðarson, 1.4.2017 kl. 12:55
Fyrirtaks hugmynd. En ef sett yrði á bullvakt, fengju þingmenn Pírata, VG og Samfó aldrei að stíga í ræðustól.
Pétur D. (IP-tala skráð) 1.4.2017 kl. 16:05
Viðreisn og Vg virðast vera komnin í pissukeppni með að leggja fram vitlaus jafnréttisfrumvörp. Það er áhugavert að sjá hve litla gagnrýni kostnaðarsöm frumvörp á borð við jafnlaunavottun fær.
Sigurjón Þórðarson, 1.4.2017 kl. 18:25
Kæri Þorsteinn, mér sýnist bullvaktin nú þegar vera komin með tögl og haldir á hinu háa Alþingi. Þingmenn virðast lítið annað við tímann að gera en bulla út í loftið. Það er sárara en tárum tekur að fylgjast með bullinu sem frá þeim kemur.
Tómas Ibsen Halldórsson, 1.4.2017 kl. 18:55
Takk drengir. Við þurfum að koma á undirskriftasöfnun. Svo finnst mér líka að það þurfi sérstaka vakt til að rannsaka afhverju allir halda alltaf að Brynjar Níelsson sé að grínast, sama hvað hann segir. Ég held að það sé ósanngjarnt.
Þorsteinn Siglaugsson, 1.4.2017 kl. 21:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.