Vísindi?

Það er svo sannarlega athygliverð rannsóknaraðferð að skoða þrjú lönd af tæplega 200 löndum í veröldinni og draga svo af þeirri athugun þá ályktun að með þessu sé sýnt fram á samhengi milli fyrirkomulags áfengissölu og þess hversu algengir tilteknir sjúkdómar eru.

Þetta er álíka vísindalegt og að spyrja þrjá íbúa í 200 manna þorpi um stjórnmálaskoðanir þeirra og draga af því ályktun um skoðanir allra þorpsbúanna.


mbl.is Aukið aðgengi eykur skaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Svo rétt hjá þér Þorsteinn.

Allsherjar ráðherra, sem betur fer, fyrrverandi, SJS, hélt því fram fyrir 1.mars 1989, að

Ísland færi sem gott sé, allt til andskotans ef bjórinn yrði leyfður.

Honum varð sem betur fer ekkki af þeirri ósk.

Vínmenningin, ef við leyfum okkur að kalla það svo, varð betri og

ofurölva fólk á almannafæri, svo gott sem hvarf.

Spádómarnir um "Harmageddon" voru bara púður eitt.

Ennþá höfum við þenna úrelta (draug fortíðar) og einn af þeim

vonlausustu stjórnmálamönnum allra tíma, enn á þingi.

Ísland þarf að komast í nútímann, og það að rausa með það hvort

létt vín eða bjór sé selt í búðum, er bara andskotans kjaftæði.

Það liggur fyrir, að það er auðveldara fyrir ungmenni þessa

lands, að verða sér út um dóp heldur en áfengi.

Held að þingheimur ætti frekar að hafa áhyggjur af því,

heldur en kjaftvæðast um eitthvað sem er sjálfsagt

í búðum erlendis.

Ísland hafði í fortíðinni, bændur sem fjölmenntu til að

andmæla símanum. Við vorum með fólk sem andmælti því

að loka mjólkurbúðunum, sem voru svo gott sem á hverju horni.

Við erum því miður með ennþá með drauga þessarar fortíðar

í fararteskinu. Fólk sem telur sig betur af því búin að hugsa

fyrir almenning.

Við eigum ábyggilega heimsmet á því að mótmæla hverju semr er.

En af hverju mótmæla Íslendingar ekki því að Alþingi okkar,

sé notað sem eitthvað leikhús fyrir eina ætt, sem í skjóli

atkvæða,(XD+Viðreins) er að hefja enn eina vegferðina að koma

öllu sem íslenskar fjölskyldur og láglaunafólk hefur þurft að

taka á sig frá 2008 til andskotans.????

Er þjóðin svo illa farin að hún lætur teyma sig út í það endanlega.??

Gosi frændi (fjármálaráðherra) getur ekki endalaust logið,

því hans fyrrum verk eru ekkert gleymd.

Hann treystir því á, að gullfiskamynni Íslendinga, sem endalaust hefur sýnt sig

að það virki, hjálpi honum að sjá fyrir því, að næsta þrælanýlenda ESB

verði Ísland.

Sigurður Kristján Hjaltested, 18.3.2017 kl. 22:42

2 identicon

Sæll Þorsteinn 

Mig grunar að þú hafir ekki mætt á fundinn þar sem farið var nánar í þessi mál. Ég hvet þig til að lesa ritgerðina. Henni var skipt upp í marga kafla, þar af var einn sem bar saman þessi lönd. Í öðrum köflum vitnaði ég í rannsóknir hvaðanæva úr heiminum þar sem aukinn aðgangur og slökun í reglugerðum tengdum áfengi leiðir til aukins skaða. Um það allt fjallaði ég í fyrirlestri mínum á laugardaginn var. 

Hér fyrir neðan er hlekkur að ritgerðinni í heild sinni, hvet þig til að lesa og svara svo málefnalega þegar þú ert búinn að því. 

http://www.althingi.is/altext/erindi/145/145-778.pdf

Kv. Hlynur 

Hlynur Davíð Löve (IP-tala skráð) 19.3.2017 kl. 13:08

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sæll Hlynur. Takk fyrir að senda mér slóðina. Ég sé í ritgerð þinni að þú notast við rannsóknir frá eitthvað fleiri löndum en fréttin gefur til kynna (það er minnst á Noreg og Finnland). En það er alveg ljóst að ekki er hægt að draga þá ályktun út frá samanburði á Danmörku, Íslandi og Svíþjóð, að það hvort áfengi er selt í ríkisreknum eða einkareknum verslunum hafi eitthvað með það að gera hversu mikil neyslan er. Þessi samanburður er einfaldlega ekki tölfræðilega marktækur. Til að fá fram marktækan samanburð þyrfti að skoða miklu fleiri lönd og taka inn í jafnframt aðra skýringarþætti, á borð við verð, áfengismenningu, fyrirkomulag ríkiseinkasölunnar og margt fleira.

Í ritgerðinni fullyrðir þú einnig að sala á bjór hafi tífaldast þegar gerð var tilraun með að hafa hann aðgengilegan í matvöruverslunum á takmörkuðum svæðum í Svíþjóð árið 1967 og vísar þar til heimildar (Leifmann). Í heimildinni hef ég nú ekki fundið neitt sem styður þetta. Aðeins er talað um að tilrauninni hafi verið hætt vegna þess að ofneysla ungs fólks hafi aukist eitthvað. En bentu mér endilega á staðinn ef þetta er að fara framhjá mér.

Auk þess var það nú svo lengst af í Svíþjóð að áfengisverslanir ríkisins voru ekki sjálfsafgreiðsluverslanir. Þegar ég bjó í Stokkhólmi um síðustu aldamót var fyrirkomulagið þannig að ef maður vildi kaupa rauðvín með matnum þurfti að byrja á að velja tegundina - þær voru til sýnis í læstum glerkassa - og skrifa niður númerið. Væri tegundin sem maður ætlaði að kaupa ekki til (sem var ósjaldan) þurfti að fara aftur í röðina með nýtt númer. Stundum gafst maður bara upp og hafði vatn með matnum. Skyldi nú ekki hin hugsanlega söluaukning 1967 kannski hafa eitthvað með þetta að gera fremur en það hver eigandi verslunarinnar er?

Þorsteinn Siglaugsson, 20.3.2017 kl. 10:00

4 identicon

Sæll

Það er alveg rétt hjá þér að ekkert í minni ritgerð bendi til eða styðji það að einkarekstur frekar en ríkisrekstur leiðir til aukinnar neyslu áfengis eða skaða henni tengdri enda hef ég ekki reynt að segja það en mögulega hafa aðrir ýjað að því og get ég skilið ef þér þótti yfirskrift fundarins gefa það til kynna. 

Mínar niðurstöður voru aðallega þær að aukið aðgengi og rýmri reglugerðir auka neyslu og sölu á áfengi og skaða henni tengdri. Ríkisrekstur per se get ég ekki sagt, og hef aldrei sagt, að sé áhrifavaldur. 

Kv. Hlynur 

Hlynur Davíð Löve (IP-tala skráð) 20.3.2017 kl. 11:11

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er nú ágætt að við erum sammála um þetta Hlynur. En það breytir ekki þeim fyrirvörum sem ég geri varðandi niðurstöður þínar um áhrif aðgengis og reglugerða eins og ég rek í athugasemdinni hér á undan.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.3.2017 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband