9.3.2017 | 19:26
Tilgangurinn með samræmdum prófum
Tilgangur með samræmdum prófum er tvíþættur. Annars vegar eru prófin til þess að kennarar og nemendur geri sér grein fyrir stöðu mála og geti þá gert ráðstafanir ef hún er ekki nógu góð.
Hins vegar eiga prófin að geta nýst framhaldsskólum til að velja inn nemendur. Það er sjálfsagt og eðlilegt að þau séu notuð til þess, og í raun fráleitt að svo sé ekki, enda sýnir reynslan að því fer fjarri að hægt sé að treysta á innri einkunnagjöf skólanna sjálfra þegar að þessu kemur, svo ólík er hún.
Öll prófin jafnþung | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ekki vandamálið heldur að nemendum var sagt af kennurum fyrir prófið að niðurstöðurnar væru einungis fyrir þau sjálf, til að meta sína eigin námsstöðu. Í mörgum skólum var nemendum jafnvel ráðlagt að læra ekkert fyrir þetta próf, enda fái ekki einu sinni skólarnir sjálfir aðgang að niðurstöðunum.
Það er síðan ekki fyrr en prófin eru hafin að Menntamálastofnun hendir inn þeirri bombu að framhaldsskólar megi fá aðgang að prófunum.
Karl (IP-tala skráð) 9.3.2017 kl. 20:31
Kennarar eiga ekki að vera með slíkar yfirlýsingar að óathuguðu máli. Þar liggja áreiðanlega ekki að baki neinar traustar upplýsingar heldur er það því miður svo að þetta lið vinnur að því öllum árum að koma í veg fyrir að hlutlægt mat sé lagt á störf þess. Þetta er meginvandinn í íslensku menntakerfi: Það má helst ekki meta frammistöðu og í þeim fáu tilfellum sem það er gert er allt gert til að hindra að matið verði gert opinbert.
Þorsteinn Siglaugsson, 9.3.2017 kl. 20:44
Ég er alveg sammála þér með þessa prófhræðslu grunnskólanna, einstaklingsmiðað nám virðist vera komið á það Sænska stig að hætt er að gefa rétt eða rangt og tilfinningar gefnar í staðinn. T.d. eru gefnar einkunnir í stærðfræði eftir mati kennarans á prófniðurstöðunni en ekki einungis eftir svörunum sjálfum.
En það breytir því ekki að skólum var sagt á kynningarfundum fyrir prófin að einkunnir samræmdu prófanna, a.m.k hjá 9. bekk, væru einungis fyrir nemendur sjálfa.
Karl (IP-tala skráð) 9.3.2017 kl. 20:55
Kannski næsta skref sé bara að fara að gefa einkunnir eftir því hvað nemendunum finnst um eigin frammistöðu?
Ég er sammála þér um að það er ekki gott ef kynningin hefur verið gölluð.
Þorsteinn Siglaugsson, 9.3.2017 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.