Nú snýr Reagan sér við í gröfinni

Einhvern veginn átti maður ekki von á að Trump léti verða af hótunum sínum um bann við ferðum almennra borgara frá fjölda ríkja til Bandaríkjanna. Hvað þá að örfáum dögum eftir embættistöku hans yrði íslenskum íþróttamanni meinað að taka þátt í alþjóðlegu móti af því einu að hann er fæddur í Íran.

Helsta slagorð Trumps í kosningabaráttunni var fengið að láni frá Ronald Reagan: "Make America great again". En það eru stolnar fjaðrir, enda leit Reagan á Bandaríkin sem griðastað frelsisins og griðastað þeirra sem leita frelsisins líkt og glöggt má heyra í kveðjuræðu hans hér

"The past few days when I've been at that window upstairs, I've thought a bit of the 'shining city upon a hill.' The phrase comes from John Winthrop, who wrote it to describe the America he imagined. What he imagined was important because he was an early Pilgrim, an early freedom man. He journeyed here on what today we'd call a little wooden boat; and like the other Pilgrims, he was looking for a home that would be free. I've spoken of the shining city all my political life, but I don't know if I ever quite communicated what I saw when I said it. But in my mind it was a tall, proud city built on rocks stronger than oceans, windswept, God-blessed, and teeming with people of all kinds living in harmony and peace; a city with free ports that hummed with commerce and creativity. And if there had to be city walls, the walls had doors and the doors were open to anyone with the will and the heart to get here. That's how I saw it, and see it still."

Mikið er ég nú hræddur um að sá gamli snúi sér við í gröfinni núna!

 


mbl.is Fluttur frá borði á síðustu stundu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvernig í veröldinni getur tilskipun Bandaríkjaforseta átt við um íslenskan ríkisborgara sem er þar af leiðandi ekki ríkisborgari neins þeirra sjö ríkja hverra ríkisborgara tilskipunin nær til? Eitthvað hlýtur að vera á seyði meira en sagt er frá eða þá að það er ekki nægilega vel útskýrt í umfjöllun fjölmiðla um þetta skringilega mál!

Guðmundur Ásgeirsson, 30.1.2017 kl. 23:53

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ætlarðu, Þorsteinn, í alvöru að telja okkur trú um, að Reagan hafi verið meiri s.k. libtard en sjálfur Clinton? Skoðaðu þetta: 

Hræsnin er algjör

Jón Valur Jensson, 31.1.2017 kl. 04:01

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Eftir 9/11 þá settu Kínverjar bann á farþega um borð í kínverskar flugvélar frá yfir 20 löndum, en viti menn, það voru allt múslimaríki og enginn sagði neitt.

það er algjör misskilningur að Ronald Reagan hafi verið Open Border aðdáandi, enda sagði sá gamli að ein stærstu mistök sem hann gerði var að veita amnesti til ólöglegra innflytjanda.

Kveðja fra Houston

Jóhann Kristinsson, 31.1.2017 kl. 05:25

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hann er bæði með íslenskt og íranskt vegabréf Guðmundur.

Þorsteinn Siglaugsson, 31.1.2017 kl. 08:35

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er auðvitað rétt ábending hjá Þorsteini og sögulega rétt það sem hann fer með, andstætt við hægri-menn sem hér kommenta af litlu viti eða þekkingu.

Megin slagkraftur Reagans var frelsið.  Myndband á youtube þar sem hann er að tala um Mexico/BNA landmæri eru kristalgott dæmi um það.

Enginn veggur!  Sagði Reagan.  Leyfa þeim bara að koma hingað og vinna, sagði hann.

Akkúrat himinn, haf og heilu fjallagarðarnir á milli Reagan og Trump.  Ekkert sameiginlega þarna.  (Og ég man vel eftir Reagantímanum)  

Myndbandið er hér og fólk skal taka eftir látbragði Reagans.  Svona var hann yfirleitt.  Afslappaður, allt átti að leysa bara í gúddý fíling og með frjálslyndum hætti etc.  Ekkert líkt Trump.  Reagan var forsetalegur.

https://www.youtube.com/watch?v=wdGflNp10Lk

Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.1.2017 kl. 10:41

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þorsteinn. Það kom hvergi fram í fréttum um málið annað en að um íslenskan ríkisborgara væri að ræða. Fyrst hann er íranskur ríkisborgari þá snýr þetta mál allt öðru vísi heldur en gefið hefur verið í skyn. Slíkur fréttaflutningur er einfaldlega villandi og með því er verið að skrumskæla málið. Það hlýtur að vera eigið val hvers manns hvort hann heldur áfram erlendum ríkisborgararétti með þeim afleiðingum sem því fylgja, í stað þess að afsala sér honum eins og maður myndi gera ef maður vildi raunverulega vera Íslendingur í fullri alvöru. Það sem þetta leiðinlega mál er því öðru fremur til vitnis um eru þeir gallar sem fylgja því að leyfa yfir höfuð tvöfaldan ríkisborgararétt, en það er ekki sjálfgefið. Svo dæmi sé tekið er tvöfaldur ríkisborgararéttur ekki leyfður í Noregi og þar af leiðandi er útilokað að norskur ríkisborgari gæti lent í þessu sama þó svo að hann væri upphaflega fæddur í Íran. Það er sá lærdómur sem hægt er að draga af þessu máli, að menn ættu að ákveða sig hvað þeir vilja vera, í stað þess að reyna að vera Íslendingar en samt ekki og kannski líka útlenskir. Tvöfeldni veit aldrei á gott.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.1.2017 kl. 10:43

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Takk Ómar. En athugaðu að ég er hægri maður. Reagan var líka hægri maður. Hægri menn styðja frelsi og mannréttindi og verja hið opna kapítalíska samfélag Vesturlanda. Andstæðingar þess eru engir hægrimenn þótt þeir séu því miður oft kallaðir það. Þeir eru skyldari sósíalistum því þeir setja ríkið ofar einstaklingnum.

Þessi átök standa ekki milli hægri og vinstri heldur milli stjórnlyndis og frjálslyndis, og svo auðvitað milli heimóttarskapar og víðsýni.

Þorsteinn Siglaugsson, 31.1.2017 kl. 11:23

8 identicon

Þekki fólk með tvöfaldan ríkisborgararétt. Fólk frá USA afsalar sér ekki svo glatt ríkisborgararétti sínum, þó það hafa fegið annan t.d. íslenskan. Það getur lent í helvítis vandræðum ef það gerir það - föðurlandssvikarar! 

Bjarki (IP-tala skráð) 31.1.2017 kl. 12:31

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þorsteinn. Ástæða þess að fjölmiðlar þögðu árið 2011 var sú að Óbama var ekki að banna öllum ríkisborgurum þessara landa að koma til Bandaríkjanna heldur aðeins að auka eftirlit með þeim. Það er stór munur á þessu tvennu.

Sigurður M Grétarsson, 31.1.2017 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband