Tvískinnungur

Það er tvískinnungur að styðja uppljóstranir um spillingu þegar hún beinist að pólitískum andstæðingum manns en vera andvígur þeim þegar þær beinast að þeim sem maður styður pólitískt.

Auk þess er það dónaskapur að segja fólki að skammast sín fyrir að vera ekki sammála manni sjálfum.


mbl.is Sagði höfundi Downton Abbey að skammast sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Það kann líka að vera merki um tvískinnungshátt að tala um hvað aðrir styðja, gera öðrum upp skoðanir. Ef e-r fer með ranga hluti um það einn kann að segja þá er eðlilegt að honum sé sagt að skammast sín, annað eins hefur nú verið sagt. Hér sýnist mér eiga að smyrja téðri Birgittu upp í tjöru og fiðri fyrir að standa á sínu en ef "rétta fólkið" gerir það, þá skal hampað.

Það er tvískinnungsháttur, að mínu mati.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 11.11.2016 kl. 22:58

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Tek heilshugar undir með þér Þorsteinn, Birgitta opinberar þarna dómgreindarleysi sitt. Hún greinilega hliðholl Hillary Clinton og fer í vörn fyrir hana þrátt fyrir meiri spillingu en þekkist af hálfu stjórnmálamanna á síðari tímum. Hvar er vandlæting Birgittu þá???

Tómas Ibsen Halldórsson, 11.11.2016 kl. 23:47

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Tek undir með þér Tómas. Sigfús: Ef þú hefðir fylgst með fréttum vissir þú að Birgitta studdi Clinton. Það þarf ekki að gera henni upp. Og tjörunni veltir hún sér upp úr sjálf, alveg af eigin rammleik.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.11.2016 kl. 00:58

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Tek undir að þetta er tvískinnungur. En bendi einnig á að upplýsingar  Assange um að Trump yrði ekki leyft að sigra stóðust ekki , var það nokkuð? 

Jósef Smári Ásmundsson, 12.11.2016 kl. 09:10

5 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ágæti höfundur, held að umræðan hér sem fréttin er gerð, snúist nú ekki um stuðning Birgittu við Clinton eða Trump heldur hvort hún styddi við þær uppljóstranir sem höfundur Downton Abbey vitnaði í. Þar sakaði sá maður hana ranglega um hluti sem hún neitaði að sitja undir. Væntanleg myndir þú sjálfur þá sitja undir röngum hlutum ?

Hvað ég veit um stuðning Birgittu við hinn eða þennan stjórnmálamann kemur málinu eða fréttinni ekkert við.

En rétttrúnaðurinn heldur áfram......

Sigfús Ómar Höskuldsson, 12.11.2016 kl. 10:49

6 identicon

Ég er hjartanlega sammála þér Þorsteinn.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.11.2016 kl. 10:55

7 identicon

Að hún segir einhverjum að skammast sín, er ekkert sérstakt ... nema það að halda að aðrir eigi að skammast sín fyrir skoðanir sínar.  En við búum við tjáningafrelsi, sem betur fer ... svo hún má "tjá" sig svona ef hún vill. Alveg eins og Trump mátti tjá sig um sín mál, eins og hann vildi ... og fólk, sem finns hann sóði og dóni, og ógeðslegur og vera að "brjóta" rétt sinn til tjáningafrelsis, er fólk sem almennt styður Islam í að banna skopmyndir af heilagleikanum Múhameð.

Er ekki kominn tími til, að standa vörð um lýðfrelsið, skoðanafrelsið og tjáningafrelsið ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 12.11.2016 kl. 12:03

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Í fréttinni er ekkert sagt um það, Sigfús, að þessi ágæti maður hafi ásakað Birgittu um eitt eða neitt þótt hann væri andvígur athöfnum uppljóstrara.

Vitanlega búum við við tjáningarfrelsi, Bjarne, en það breytir engu um að sumt er dónalegt sem sagt er, annað ekki. Það er engin atlaga að tjáningarfrelsinu þótt á það sé bent.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.11.2016 kl. 13:50

9 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Þið virðist ekki hafa lesið greinina. Ef ég skildi þetta rétt þá sagði hún, honum að skammast sín vegna þess að hann var alltaf að grípa frammí fyrir henni. Sem er hreinn og klár dónaskapur. En ekki vegna skoðanna hans.

Steindór Sigurðsson, 12.11.2016 kl. 16:34

10 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Ég held að þið séuð að misskilja þetta. Hún sagði honum að skammast sín vegna þess að hann var alltaf að grípa frammí fyrir henni. En ekki vegna skoðanna hans. Nema ég sé að misskilja?

Steindór Sigurðsson, 13.11.2016 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband