19.5.2007 | 10:19
Með arðsemi að leiðarljósi
Á einhverjum tímapunkti í kosningabaráttunni lýsti formaður Samfylkingarinnar yfir því, að hún teldi að forsenda frekari virkjana fyrir stóriðju ætti að vera sú, að þær stæðust eðlilegar arðsemiskröfur markaðarins.
Mikið hefur verið rætt um neikvæð áhrif stóriðjuframkvæmda á efnahagslífið. Mikilvægt er þó að hafa í huga, að þau ruðningsáhrif sem stórar framkvæmdir valda oft kunna að vera réttlætanleg. Í tilfelli Kárahnjúkavirkjunar eru þau ekki réttlætanleg því arðsemin er aðeins 3-4% meðan markaðurinn krefst 7-8%. Ruðningsáhrifin eru því neikvæð. En standi framkvæmd undir eðlilegum arði eru ruðningsáhrifin ekki neikvæð, þá ryðja þau burt greinum sem skila minni arðsemi.
Markaðsarðsemi er því grunnpunktur í allri umræðu um stóriðjuframkvæmdir - að sjálfsögðu að teknu tilliti til náttúruverndarsjónarmiða. Ingibjörg Sólrún hefur nú tækifæri til að koma nýrri nálgun að í þessum málum og gera þá kröfu að frekari stórvirkjanir standist arðsemiskröfur - í það minnsta. Slík krafa hlyti að vera í samræmi við grunngildi Sjálfstæðismanna og því ætti vart að vera fyrirstaða þar.
Stóriðja og stjórnarmyndun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála. Arðsemin á að ráða mestu í för. Það á ekki að ná arðseminni upp , eins og tíðkast hefur, að okra á almennum raforkunotendum í gegn um mæli Orkuveitu Reykjavíkur til mín og þín. Orkuverin úr höndunum á atkvæðaveiðurum hvers tíma !!
Siggi (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 02:50
Ekki veit ég hversu marga viðhlæjendur þú átt Þorsteinn varðandi útreikninga á arðsemi virkjana en þeir eru nú ekki margir...og ekki er nýja hvalaskýrslan þín heldur merkileg, getgátur og ýkjur. Og afhverju er hún bara aðgengileg á ensku? Hér eru tvö atriði úr hvalaskýrslunni, það fyrra um efnahagsleg áhrif og það síðara um áhrif á ferðaiðnaðinn:
"Samkvæmt heimildum okkar eru engin konkret dæmi um að lánamöguleikar íslenskra fyrirtækja, eða fyrirtækja tengdum Íslandi hafi skaðast, né vaxtakjör þeirra. Þetta gæti þó engu að síður auðveldlega breyst með aukinni vitundarvakningu á miklum kostnaði en litlum hagnaði [á veiðunum?] Auk þess starfa bankar og önnur fjármálafyrirtæki eftir siðfræðilegum og umhverfisfræðilegum forsendum sem við þessar aðstæður gætu alfarið komið í veg fyrir að fyrirtæki fengju yfir höfuð lán, ef þau starfa ekki eftir þeirra viðmiðum".
--------------------
"Ferðamannaiðnaðurinn er eini iðnaðurinn sem hægt er að benda á konkret dæmi um neikvæð áhrif, sem hlotist hafi af hvalveiðum Íslendinga. Þar hafur hvalaskoðunariðnaðurinn orðið fyrir mestum áhrifum, sem er skiljanlegt þar sem viðskiptavinir þeirra eru líklegastir til að vera á móti hvalveiðum. Það er þó engu að síður afar erfitt að meta heildaráhrifin, þar sem ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi hefur vaxið hratt undanfarin ár"
Það er sjálfsagt hægt að bera svona á borð fyrir fólk sem þekkir hvorki haus né sporð á þessum málefnum, en mér finnst þú hugaður að birta þetta opinberlega.
Og varðandi Kárahnjúkaskýrsluna þína:
Guðmundur Ólafsson hagfræðingur og lektor í Háskóla Íslands sagði m.a. um skýrslu Þorsteins: "... nýjar forsendur Þorsteins séu einkennilegar og að svo virðist hann ,,breyti forsendum eftir þörfum, til þess eins að fá óhagkvæma niðurstöðu.” Einnig sagði Guðmundur; "....Kárahnjúkavirkjun sé einhver arðsamasti virkjunarkostur sem Íslendingum býðst. Virkjunin vegi margfaldlega upp hugsanlegar tapaðar tekjur á sviði ferðamennsku og útivistar". Guðmundur gagnrýnir niðustöður Þorsteins Siglaugssonar, rekstarhagfræðings harðlega og segir að vegna þess að hann sé að vinna fyrir Náttúruverndarsamtök gefi hann sér forsendur eftir þörfum. Hann hafi gefið sér í fyrstu útreikningum að verð á raforku myndi lækka um 1% á ári í 60 ár. Og síðan breytir hann forsendum þar sem að framleiðslumagnið er aukið og kostnaður er lækkaður, sennilega samkvæmt ábendingum Landsvirkjunar. Og til þess að missa nú ekki virkjunina upp í arðsemi þá einfaldlega lætur hann raforkuna lækka um 2% á ári í 60 ár til þess að halda henni kyrfilega neðan við strikið. Ég held að þetta flokkist nú bara undir það að gefa sér forsendur eftir þörfum.
Í annari grein eftir Guðmund Ólafsson sem sjá má HÉR segir, segir Guðmundur m.a.
Náttúruverndarsamtök Íslands keyptu skýrslu sem byggir á þessari aðferðafræði af Þorsteini Siglaugssyni. Hann velur greinilega forsendur við hæfi viðskiptavina sinna
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.5.2007 kl. 05:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.