Frekar kjúklingabringur

Það er leiðinlegt að Jóhannes í Bónus skuli vera svo reiður við Björn að honum finnist hann þurfa að auglýsa það á þennan hátt. Ég hugsa að þetta hitti hann sjálfan fyrst og fremst fyrir og spái því að Sjálfstæðismenn muni ekki strika Björn út út af þessu. Það væri þá frekar að kjósendur annarra flokka glæptust til að strika hann út og ógilda þar með atkvæðin sín.


mbl.is Geir: Auglýsing Jóhannesar ósmekkleg og óviðeigandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Halldórsson

Sæll Þorsteinn,

Þegar Stefán Jónsson, pabbi Kára í DeCode bað (ungur að árum) gamla bókasafnsvörðinn á Húsavík um bókina "Maðurinn með stálhnefana" í stað almennilegra bókmennta, þá sagði sá gamli:  "Það ætti að fá gamlan mann af Tjörnesi til til að drepa helvítið og henda honum fram af helvítis höbbðanum.  Það er það minnsta sem við gætum gert fyrir hana mömmu hans!¨"

Mönnum getur sem sagt sárnað eingöngu út af bókmenntasmekk ungu kynslóðarinnar.

 Sá sem getur sett sig í spor Jóhannesar Jónassonar og sagt: Ég átti þetta svo sannarlega skilið (nánar tiltekið:  dauðaleit fyrir hundruðir milljóna króna að öllum mögulegum saknæmum tilfellum, tæplega 100 ákærur og ein sakfelling - svona nánast eins og fyrir stöðumælasekt - á einungis einn meðlim fjölskyldu sem þurfti að líða í fleiri ár fyrir þessar ofsóknir).  Það er maður sem svo sannarlega getur fyrirgefið.....  Væru Davíð, Styrmir og -XBB tilbúnir til þess?  Spyr sá sem veit....

Halldór Halldórsson, 12.5.2007 kl. 02:12

2 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Vinna nú auðmenn og sósalistar saman

 

sjálfur Hringadróttinn tekur völdin.

 

Kolkrabbaveiðar körlum þykir gaman

 

og kannski fá þeir bónus bakvið tjöldin.

 

Vilhelmina af Ugglas, 12.5.2007 kl. 07:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 287328

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband