11.5.2007 | 23:42
Eitthvað annað
Það var athyglivert að fylgjast með skoðanaskiptum þáttarstjórnanda og stjórnmálaleiðtoga í Kastljósinu í kvöld þegar kom að umræðu um ríkisrekstur. Stjórnandinn gekk hart fram í að spyrja Steingrím og Ómar hvað ætti að koma í staðinn fyrir ríkisrekna stóriðju. Þegar Steingrímur benti á bjórverksmiðjuna á Árskógsströnd og fiskréttaframleiðslu í Kelduhverfi sem dæmi um að hægt væri að aðhafast eitthvað án þess að fá til þess ríkisábyrgð hnussaði stjórnandinn að það væri munur á 7 og 700 störfum.
Hvað er eiginlega að fólki sem dettur í hug að spyrja með þessum hætti? Trúir það því í alvöru að engin atvinnusköpun geti átt sér stað í landinu nema hún sé niðurgreidd af skattgreiðendum? Og hvers vegna kemur talsmönnum frjáls atvinnulífs aldrei í hug að benda bara á þá einföldu staðreynd að einungis fáein prósent vinnandi fólks í landinu starfar í niðurgreiddum atvinnugreinum á borð við álframleiðslu, járnblendi og annað slíkt. Er ekki einfalda svarið við spurningunni um hvað eigi að gera í staðinn það, að benda á öll fyrirtækin sem ekki njóta opinberra styrkja, sjávarútveginn, fjármálageirann, matvælaframleiðsluna, tryggingafélögin, smásöluverslunina ... og spyrja á móti: Ef eina leiðin til að skapa atvinnu er með ríkisstuðningi hvers vegna starfar þá meginþorri manna í landinu ekki í ríkisstyrktum fyrirtækjum?
![]() |
Steingrímur: forsætisráðherra hreytir ónotum í kjósendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 287959
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.