Eitthvað annað

Það var athyglivert að fylgjast með skoðanaskiptum þáttarstjórnanda og stjórnmálaleiðtoga í Kastljósinu í kvöld þegar kom að umræðu um ríkisrekstur. Stjórnandinn gekk hart fram í að spyrja Steingrím og Ómar hvað ætti að koma í staðinn fyrir ríkisrekna stóriðju. Þegar Steingrímur benti á bjórverksmiðjuna á Árskógsströnd og fiskréttaframleiðslu í Kelduhverfi sem dæmi um að hægt væri að aðhafast eitthvað án þess að fá til þess ríkisábyrgð hnussaði stjórnandinn að það væri munur á 7 og 700 störfum.

Hvað er eiginlega að fólki sem dettur í hug að spyrja með þessum hætti? Trúir það því í alvöru að engin atvinnusköpun geti átt sér stað í landinu nema hún sé niðurgreidd af skattgreiðendum? Og hvers vegna kemur talsmönnum frjáls atvinnulífs aldrei í hug að benda bara á þá einföldu staðreynd að einungis fáein prósent vinnandi fólks í landinu starfar í niðurgreiddum atvinnugreinum á borð við álframleiðslu, járnblendi og annað slíkt. Er ekki einfalda svarið við spurningunni um hvað eigi að gera í staðinn það, að benda á öll fyrirtækin sem ekki njóta opinberra styrkja, sjávarútveginn, fjármálageirann, matvælaframleiðsluna, tryggingafélögin, smásöluverslunina ... og spyrja á móti: Ef eina leiðin til að skapa atvinnu er með ríkisstuðningi hvers vegna starfar þá meginþorri manna í landinu ekki í ríkisstyrktum fyrirtækjum?


mbl.is Steingrímur: forsætisráðherra hreytir ónotum í kjósendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband