10.5.2007 | 08:54
Hvenær kemur kjarnorkan aftur inn?
Það er gott að samtök eins og WWF séu farin að skipta sér af mengunarmálum. Vonandi kemur þá að því að þeir og fleiri umhverfisverndarsamtök átti sig á því að kjarnorkan er að öllum líkindum hreinasti og minnst mengandi orkugjafinn sem völ er á. Í ljósi þeirrar andstöðu sem gjarna hefur ríkt við kjarnorku meðal umhverfisverndarsinna yrði slíkur viðsnúningur mjög til bóta. Ég held að spurningin sé fremur sú hvenær það gerist en hvort það gerist. Vonandi gerist það sem fyrst því þegar á heildina er litið er kjarnorkan framtíðarorkugjafinn miklu frekar en kol, olía, vatnsafl eða jarðhiti.
Bresk orkuver á meðal þeirra sem menga mest í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 287740
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nýting kjarnorku er að safna glóðum að höfði mannkyns. Kjarnorkuiðnaðurinn hefur ekki leyst þau vandamál sem tengjast úrgangi geilsavirkra efna og ekkert mér vitanlega komið fram sem bendi til að slíkar lausnir séu í sjónmáli. Á meðan svo er verður að telja orkuframleiðslu með kjarnorku ósjálfbæra. Þar fyrir utan eru öryggismál kjarnorkuvera með þeim hætti sem alþekkt er og hefur valdið því að Þjóðverjar og Svíar áforma að taka starfandi kjarnorkuver úr rekstri.
Hjörleifur Guttormsson, 10.5.2007 kl. 09:03
Mikil bjartsýni var með byggingu fyrstu kjarnorkuveranna sem segja má að hafi beðið nánast skipbrot í þessu hræðilega Tjsernóbíl óhappi. Rétt er einnig að benda á bjartsýnina sem fylgdi endurvinnsluhugmyndinni um skaðlegan og varhugaverða kjarnorkuúrganginn. Ritaði eg grein í Morgunblaðið um byggingu atómendurvinnslustöðvarinnar í þýska smábænum Kalkar í Neðra-Rín Vestfalen sem er skammt við hollensku landamærin. Greinin nefnist: Minnismerki brostinna vona og birtist í Morgunblaðinu þann 29.11.2006 s.l. Töluverð vinna var að afla upplýsinga um þessa starfsemi sem þar átti að fara fram. Naut eg m.a. aðstoðar Reynis Vilhjálmssonar eðlisfræðings sem þekkir þessa sögu mjög vel og benti mér á margt fróðlegt bæði um tæknina sem þar átti að búa að baki og eins sögulegar staðreyndir. Leyfi eg mér að vísa á þessa grein.
Þjóðverjar báru þá gæfu að hætta við þessa endurvinnslustöð enda þróaðist öll öryggismál út í það að takmarka ýmis mannréttindi sem ekki voru allir sáttir við. En Bretar byggðu sína Sellafeldstöð sem ætíð hefur verið mjög umdeild. Frakkar hafa einnig átt í ýmsum vandræðum með sínar endurvinnslustöðvar sem þeir nefna Fönix eftir egypska fuglinum sem eftir sögunni reis úr öskustónni.
Nei, meðan þekking okkar er ekki komin lengra áleiðis hvernig unnt sé að takmarka skaðlega geislavirkni þá er ýms ljón enn í veginum að unnt sé að lofsyngja kjarnorkuna. Því verð eg að vera fullkomlega sammála Hjörleifi Guttormssyni í svari hans hér að ofan.
Við skulum vona að erlend fyrirtæki fari nú ekki að koma því inn hjá vissum íslenskum stjórnmálamönnum að opna landið fyrir þessari blindgötu sem kallar á öðru vísi mengun og spillingu á landinu okkar en við höfum kynnst fram að þessu.
Mosi alias
Guðjón Sigþór Jensson, 10.5.2007 kl. 09:42
Þakka ykkur báðum kærlega fyrir athugasemdirnar. Þær eru gagnlegar.
Þorsteinn Siglaugsson, 10.5.2007 kl. 10:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.