Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Ég held samt að þetta sé aðal málið; "...heili og höfuðkúpa þess þroskast ekki eðlilega og myndi fóstrið því ekki lifa af nema fáeina daga eftir fæðinguna."

Það væri frekar harðneskjulegt að láta móðurina ganga í gegnum fulla meðgöngu og þurfa í fimm mánuði til viðbótar að berjast við það að tengjast barninu ekki tilfinningaböndum, til þess eins að syrgja það þegar það deyr sem hvítvoðungur. Eftir að hafa sjálf gengið í gegnum það áfall að eignast barn með fæðingargalla, þykir mér helber óþarfi að leggja svona lagað á nokkurn mann ef hægt er að komast hjá því. Lífið er nógu harðneskjulegt fyrir.

Bara smá komment =o)

Hjördís Þráinsdóttir, 9.5.2007 kl. 23:17

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Svo sannarlega skiptir þetta máli. En samt ... ef fóstrið er mannvera, ber okkur þá ekki skylda til að leitast við að halda því á lífi?

Þorsteinn Siglaugsson, 9.5.2007 kl. 23:53

3 identicon

Já, eru ekki nokkur svona börn á sjúkrastofnunum sem þyrfti að eyða í leiiðinni ?

Siggi (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 00:54

4 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Ef þetta væri þitt barn, vildir þú að því væri haldið á "lífi" til þess eins að þjást hverja einustu sekúndu af þess stuttu ævi? Ég veit að móðir drengsins sem var með mér og syni mínum á stofu á Landspítalanum hefði frekar viljað að hann fengi að deyja í móðurkviði en lifa með þessum kvölum alla sína fáu ævidaga, hann var með samskonar galla og þetta fóstur. Það þarf líka að íhuga rétt mannveru til að deyja og í tilviki fósturs eru það foreldrarnir og í þessu máli dómskerfið sem úrskurða um það.

Þetta er að sjálfsögðu viðkvæmt mál og þarf að líta á frá öllum hliðum. Þegar lífslíkur fósturs eru einungis fáeinir dagar eða vikur er vissulega vert að íhuga að eyða því. Hins vegar er ég algjörlega á móti því að fólk eyði fóstrum með minniháttar galla sem hægt er að laga og gera einstaklinginn heilbrigðan og fullgildan í samfélaginu. Eflaust er endalaust hægt að ræða þetta mál fram og aftur og aldrei verða sammála en það verður að virða það að við getum ekki vitað öll málsatvik og getum þar af leiðandi ekki dæmt þessa stúlku "af því bara".

Þegar maður hefur ekki séð börnin á sjúkrastofnununum, séð þau kveljast og séð þau deyja og séð og upplifað kvöl og sorg foreldranna þá er voðalega lítið hægt að dæma.

Mín skoðun, hakkið mig í ykkur ef ykkur sýnist svo.

Hjördís Þráinsdóttir, 10.5.2007 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband