Íslandshreyfingin - misheppnuð markaðssetning?

Á undanförnum vikum hefur hinn nýji flokkur, Íslandshreyfingin, leitast við að koma stefnu sinni til skila til kjósenda. Flokkurinn var, eftir því sem ég best veit, stofnaður í þeim tilgangi að hamla þeirri ríkisreknu stóriðjustefnu sem núverandi stjórnvöld hafa framfylgt af miklum ákafa. Rökin fyrir afstöðu flokksins eru bæði skýr og skynsamleg. Miðað við yfirlýsingar forystumanna flokksins var ætlunin sú að höfða til "hægri grænna", fólks á borð við undirritaðan, sem aðhyllist einstaklingsfrelsi, samdrátt í ríkisrekstri og þá skoðun að ríkið eigi ekkert með að standa í atvinnurekstri í samkeppnisgreinum.

Stefnuyfirlýsing flokksins eins og hún birtist á heimasíðu hans fer hins vegar í fjölmörgum atriðum gersamlega í bága við fyrrgreinda afstöðu heldur lítur helst út fyrir að hún markist af örvæntingarfullri leit að hinum og þessum stefnumálum sem forystumenn flokksins telja fallin til vinsælda. Félagsmálastefna Íslandshreyfingarinnar virðist heldur vinstrisinnaðri en stefna Vinstri grænna, sem þó hafa talist lengst til vinstri í litrófi stjórnmálanna hingað til. Efnahagsstefnan er á ýmsan hátt svipuð stefnu Sjálfstæðisflokksins að auðlindamálunum undanteknum, nema þegar kemur að skattastefnu, þar er sósíalisminn allsráðandi. Stefnan í fiskveiðimálum er eins og ýkt útfærsla á stefnu Frjálslynda flokksins. Svona mætti halda lengi áfram.

Líklega er framboð Íslandshreyfingarinnar fyrst og fremst dæmi um hvernig fer þegar lagt er upp með góða hugmynd en á leiðinni tapast fókusinn og á endanum er góða hugmyndin fallin í skuggann af alls kyns viðbótum sem koma henni ekkert við. Fjöldamörg fyrirtæki hafa í gegnum tíðina mætt örlögum sínum af þessum sökum. Það er dapurlegt að þannig hafi farið fyrir Íslandshreyfingunni því vel hefði verið rúm fyrir hægrisinnaðan flokk með skýra áherslu á að hafna ríkisafskiptum í atvinnulífinu. Slíkan flokk hefðu margir vafalaust kosið. En þennan kjósa fáir. 


mbl.is Framsóknarflokkur tapar fylgi í Suðvesturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sæll Þorsteinn og þakka þér fyrir að vekja athygli á Íslandshreyfingunni.  Mjög gaman að sjá að hreyfingin og framboðið er þér að skapi, eða a.m.k. eins og þú skyldir það í upphafi.

Ég hef nefnilega enn alveg sama skilning á framboðinu og fyrir nokkrum vikum síðan. Íslandshreyfingin er vissulega búin að vera að vekja athygli á fleiri málum en umhverfismálum, en ekki vegna þess að fókusinn sé að dofna heldur fyrst og fremst til að segja frá því sem við viljum standa fyrir ásamt umhverfis- og náttúruverndaráherslunum okkar.

Við erum hópur fólks sem teljum það einfaldlega "bad business" að reka fyrirtækið Ísland þannig að það sé verið að ganga á auðlindir sem svo hæglega gætu verið sjálfbærar og nýst til allrar framtíðar, eða a.m.k. meðan að móðir náttúra leyfir það og breytir ekki sköpunarverkinu verulega.

Ég þekki ekki þinn skilning á hægri og vinstri, kapítalisma og sósíalisma. En í mínum bókum er það að lækka verulega tekjuskatt á fyrirtæki langt í frá að geta talist sósíalískt. Það er einmitt byggt á m.a. hugmyndafræði græns kapítalisma sem að hefur verið afar vaxandi t.d. vestanhafs.  Það hins vegar að bæta verulega hag hinna lægst launuðu snýst fyrir okkur ekki um hægri eða vinstri, kapítalisma eða sósíalisma. Það er einfaldlega réttlætismál. Það verður að byrja á því að leiðrétta krónutöluna fyrir þá lægst launuðu, þ.e.a.s. að hækka frítekjumarkið/skattleysismörkin í krónum talið og þá í 140.000.- á mánuði.  Þetta er einfaldlega kjarabót sem að núverandi ríkisstjórn á að skammast sín fyrir að hafa ekki látið fylgja launaþróun og vísitölu undanfarin 16 ár.

Að auki erum við líka með það á stefnuskránni að lækka tekjuskatt í 28% þegar fram líða stundir, sem er að sjálfsögðu vel í anda auðhyggju. Hugmyndin er hins vegar að það sé ekki farsælt fyrir heildina fyrr en að hagkerfið hefur náð örlitlu jafnvægi.

Við vitum öll að það er nóg til. Nóg til af tækifærum, hugmyndum og að við erum vel rík af auðlindum náttúrunnar.  Nú er bara um að gera að taka höndum saman og nýta það okkur öllum til framdráttar og þá börnunum okkar og barnabörnum líka.

Grænt er arðbært.  Við þurfum bara að sleppa tökunum á óttanum sem að núverandi valdhafar hafa innrætt okkur og trúa því að það geti vel farið saman að nýta skynsamlega og á endurnýtanlega máta OG skapa arðbært samfélag.

Takk aftur fyrir áhugann og vonandi að þú sjáir þér hag í að setja X við I þann 12. maí

Baldvin Jónsson, 3.5.2007 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 287740

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband