3.6.2015 | 21:10
Fjarstæðukennt að taka ekki málið allt upp
Í ljósi þess sem fram er komið um hvernig játningar voru knúðar fram með pyndingum og hótunum í þessu máli og fráleitir dómar felldir án minnsta rökstuðnings er einfaldlega fjarstæðukennt að málið verði ekki tekið upp allt.
Og dómarana, lögreglumennina og aðra sem bera ábyrgð á dómsmorðinu á auðvitað að draga fyrir dóm og hegna, þótt seint sé. Nú þegar eru þeir ábyrgir fyrir því að eyðileggja líf sakborninganna og annarra sem þeim tengjast. Vel má halda því fram að þeir séu, með óhæfuverkum sínum, líka ábyrgir fyrir dauða þeirra sakborninga sem fallnir eru frá fyrir aldur fram vegna dómsmorðsins.
Ég get aldrei hætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:17 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það hefur hvergi komið fram sönnun á að játningarnar hafi verið rangar þó aðferðirnar við að ná þeim tíðkist ekki lengur. Engin ný gögn hafa komið fram sem sanna sakleysi. Endurupptaka er ekki heimil nema fram komi ný sönnunargögn sem ætla má að hefðu breytt útkomu dómsins. Skoðanir teljast ekki vera sönnunargögn.
En hafi dómarar og lögregla brotið af sér ber að sækja þá til saka eftir þeim lögum sem í gildi voru þegar brotin voru framin, séu þau ekki fyrnd. Lög eru ekki afturvirk og margt af því sem nú er bannað var áður heimilt.
Ufsi (IP-tala skráð) 3.6.2015 kl. 22:48
Játningarnar voru allar dregnar til baka og samkvæmt rannsókn Gísla Gunnarssonar voru þær rangar. Það ætti að nægja til að taka málið upp að nýju. Jafnframt er auðvitað einboðið að mál sé tekið upp að nýju þegar ljóst er að dómar voru felldir án þess að neinar sannanir væru til staðar. Heimili lögin það ekki er nauðsynlegt að breyta þeim þegar í stað.
Pyntingar voru svo sannarlega ekki heimilar þegar þessi mál voru í gangi. Vandinn er hins vegar að brotin eru væntanlega fyrnd. Og þá er líklega eina mögulega refsingin nafn- og myndbirtingar af pakkinu.
Þorsteinn Siglaugsson, 3.6.2015 kl. 23:16
Rannsókn Gísla Gunnarssonar afhjúpaði engin ný sönnunargögn og hans álit er ekki sönnunargagn og nægir því ekki til að taka málið upp. Allir hafa skoðun og mat dómara að játningarnar væru réttar trompar skoðun Gísla.
Það er ýmislegt sem flokkast sem pyntingar í dag en gerði það ekki fyrir 40 árum síðan. Játningar voru dregnar til baka: Kristján Viðar júlí 1977, Sævar Marinó september 1977, Sigurður Óttar október 1977, Erla janúar 1980, Guðjón febrúar 1996. Ákært var fyrir brotin (langur listi) í desember 1976 og mars 1977, dómur féll í desember 1977. Áfrýjað var til Hæstaréttar í júlí 1978 sem felldi svo dóm í febrúar 1980.
Breyta lögunum svo hægt sé að taka upp öll mál frá lýðveldisstofnun sem standast ekki lög eða viðhorf okkar tíma? Ekki sniðugt.
Ufsi (IP-tala skráð) 4.6.2015 kl. 02:05
Þegar engin sönnunargögn eru til staðar og játningar eru rangar er nú mat dómara lítils virði. Formlega kann það að vera það en það er öllum bersýnilegt sem kynnt hafa sér þetta mál að þar voru rangir dómer felldir.
Þorsteinn Siglaugsson, 4.6.2015 kl. 09:26
Hefur þú lesið dóm Hæstaréttar og skoðað þessar "engar sannanir"?
Að játningarnar séu rangar hefur ekki verið sannað, það er bara skoðun margra.
Ufsi (IP-tala skráð) 4.6.2015 kl. 10:25
Flestir hafa séð styttuna af Leirfinni. Sá sem gerði styttuna man ekki hvort hann hafði ljósmyndir til hliðsjónar við gerð styttunnar eða ekki. Það er vissulega ekki hægt að sanna að það séu furðulegt en það er bara skoðun margra.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.6.2015 kl. 09:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.