Hvað í ósköpunum er "snjóstormur"?

Ef það er átt við það veður þegar stormur og snjór fer saman á heitir það bylur, eða hríð, eða hríðarbylur á íslensku.


mbl.is Kindur og snjóstormur til Cannes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

" Hríðarbylur"er orð við þekkjum ekki sem ólumst upp í Fljótunum . Hvar fannstu þetta orð? Það var talað um muggu þegar logn var og ofankoma, él hét það þegar lítið hriðaði, Slydda eða bleituhríð var ofankoma þar sem rigningin var smám saman að breytast í snjókomu ( hitastig rétt undir núllinu), hríð hét það þegar ofankoma var tiltölulega lítil ( heitir stórhríð hér á Reykjavíkursvæðinuembarassed), og svo snjókoma eða stórhríð þegar hríðaði mikið og bætti stöðugt í.Og það má reyndar tína fleira til: Blindbylur en þá sá ekki út úr augun, og skafrenningur en þá var enginn ofankoma en vindur feykti lausamjöllinni ofan af harðfenninu.Þetta er nú svona það sem ég man eftir úr flórunni yfir orð sem tengjast vetrarverðum úr Fljótunum. "Snjóstormur" er sennilega nýyrði sem gæti þýtt hríð með miklum vindi eða einfaldlega skafrenningur. Ekki gott að segja.

Jósef Smári Ásmundsson, 17.5.2015 kl. 11:08

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Svona er þetta nú í Þorraþrælnum eftir Kristján fjallaskáld:

"Yfir laxalóni

liggur klakaþil

hlær við hríðarbyl

hamraþil"

En takk fyrir hin orðin. "Snjóstormur" grunar mig að verði þegar lattelepjandi blaðamaður í 101 lendir í muggu (stórhríð) og er einmitt þá að myndast við að þýða enska orðið "snowstorm".

Þorsteinn Siglaugsson, 17.5.2015 kl. 13:48

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Nú þá höfum við það. Þá er þetta örugglega til í málinu ef fjallaskáldið ( sem er nú reyndar aðeins notað um Kristján Jónsson), hefur ekki bara tekið sér skáldaleifi og búið til orðið til að ríma við klakaþil, sem var líka nýyrði á þessum tíma. 

Jósef Smári Ásmundsson, 17.5.2015 kl. 16:19

4 identicon

Er þetta ekki einhver nýmóðins útgáfa af byl ef  menn vilja vera flottir á því svipað og nú heyrist oft að kindur eða  önnur   dýr borði. En myndin trúi ég að sé góð og það mun ekki hafa verið leiðinlegt  á tökustöðunum.      

Olgeir Engilbertsson (IP-tala skráð) 17.5.2015 kl. 16:19

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er kannski staðlaður bylur frá ESB barasta :)

Þorsteinn Siglaugsson, 17.5.2015 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband