Grafalvarlegt mál

Það er grafalvarlegt þegar þetta verkfallslið er farið að drepa fólk. Það þarf að stöðva.


mbl.is Verkfall verði stöðvað með lagasetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Bíðum nú við, hvar tjáði þessi maður sig um lög á verkföll þegar hans kollegar, læknar voru í verkfalli?

corvus corax, 9.5.2015 kl. 22:05

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Er það lykilatriðið? Hver hafi sagt hvað hvenær? Er það virkilega það eina sem skiptir máli að djöflast í fólki vegna þess hvað það hefur sagt eða ekki sagt, eins og einhver fáráðlingur?

Er ekki lykilatriðið að hindra að ofbeldisaðgerðir verkfallsmanna drepi fólk?

Þorsteinn Siglaugsson, 9.5.2015 kl. 22:41

3 identicon

Að mínu viti (sem er kannski ekki mikið) bregst landlæknir hér hlutverki sínu hrapallega - sem er að gæta hagsmuna almennings gagnvart heilbrigðiskerfinu en ekki síður að gæta hagsmuna heilbrigðiskerfisins gagnvart ríkisvaldinu og öðrum öflum í samfélaginu. Meinið er ekki heilbrigðisstéttirnar og réttmætar kröfur þeirra á hendur ríkis og sveitarfélaga, meinið er ríkisstjórnin og það veiðileyfi sem hún hefur gefið á allar launastéttir landsins frá fyrsta degi með dekri sínu við (stór)atvinnurekendur og fjandskap gagnvart fólkinu á planinu á öllum sviðum. Að mínu mati bregst landlæknir hér hlutverki sínu gersamlega, greinir sjúkdómsmeinið kolrangt og er ekki hæfur til starfs síns. Hann verður að segja af sér. Hvernig eiga heilbrigðisstéttirnar að geta treyst honum eftir þennan barnaskap? 

Ísak Harðarson (IP-tala skráð) 9.5.2015 kl. 23:04

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú fullyrðir að kröfur starfsmannanna séu réttmætar. Þú hefur engar forsendur til þess og auk þess skiptir það engu máli. Málið snýst ekki um hver hefur rétt fyrir sér í kjaradeilunni. Það snýst um að sjúklingar deyja vegna ofbeldisaðgerða. Það er hlutverk landlæknis að gæta hagsmuna sjúklinga gagnvart heilbrigðiskerfinu, ekki að taka þátt í kjaradeilum með heilbrigðisstarfsmönnum, og hann gegnir því með sóma.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.5.2015 kl. 23:39

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Eru verkföll yfirleitt ofbeldisaðgerðir, bara af því að þau standa í ákvðeinn tíma eða eru þau bara ofbeldisaðgeðrir i sjálfu sér? Hvað með ríkisvaldið, ber það enga ábyrgð á því að semja ekki við stéttir í verkfalli? Þetta rugl þitt dæmir sig sjálft.

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.5.2015 kl. 00:47

6 Smámynd: Snorri Hansson

„Ef þú gengur ekki að mínum kröfum þá er það á þína ábyrgð að sjúklingar deyja.“

Hér er verkfallsvopnið notað á alveg nýjan hátt sem hefur ekki verið áður.

 Að maður fái ekki meðferð á heilaæxli er yfirgengilega svívirðilegt.

Hér er mesti fanntaskapur í kjaradeilu sem um getur .

 Það á alls ekki að setja lög á þetta fólk.

 Látum það eiðileggja mannorð sitt og æru.

Snorri Hansson, 10.5.2015 kl. 02:56

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Þorsteinn, var verkfall lækna ofbeldisaðgerð, að þínu mati?

Wilhelm Emilsson, 10.5.2015 kl. 08:30

8 Smámynd: Hvumpinn

Loksins er kominn Landlæknir sem talar tæpitungulaust. Ekki eins og luđran sem var á undan honum. 

Hann á ađ gæta hagsmuna sjúklinga gagnvart heilbrigđiskerfinu og heilbrigđisstarfsmönnum. Hann er EKKI til ađ gæta hagsmuna heilbrigđis-starfsmanna.

Hvumpinn, 10.5.2015 kl. 10:46

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Verkfall lækna var ofbeldisaðgerð ekkert síður en verkföllin sem nú standa yfir. Verkfall er jafn óverjandi siðferðilega og þegar fyrirtæki gera samsæri gegn neytendum með verðsamráði.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.5.2015 kl. 10:50

10 identicon

Núverandi landlæknir var skipaður um áramótin en verkfall lækna hófst í nóvember í fyrra sem er raunar eina læknaverfallið fram til þessa. Verkfalli lækna lauk skömmu eftir að hann tók við embætti en hann hafði haft uppi sömu ummæli bæði áður en hann tók við embætti og eftir.

Íslenska heilbrigðiskerfið er rekið af miklum vanefnum miðað við þau nágranlönd, sem við viljum líkja okkur við. Þetta sést mjög vel á greiningu World Bank á heilbrigðisútgjöldum http://data.worldbank.org/indicator/SH.XPD.PCAP raunar eru útgjöld til öldrunarmála að miklum hluta vafin inn í þetta hjá okkur, smæð fámenni og dreifbýli þýða meiri útgjöld þannig að þessi samanburður er óhagstæður Íslandi þeas við ættum að liggja miklu hærra.
http://data.worldbank.org/indicator/SH.XPD.PCAP/countries/IS-US-NO-DK-CH?display=graph
Við eyddum 3.800 til 4.000$/ári á einstakling frá hruni en þau lönd sem við viljum líkja okkur við greiða frá 6.000 til 10.000$ á einstakling á ári og 1.000 $ eru um það bil 40.000 íslenskir miljarðar. Ergo við notum 80 miljarða minna ef við viljum færast til upp í 6.000$/ári hóp landa sem Íslendingar bera sig við. 
Öll sérmenntun íslenskra lækna (tekur 5-11 ár til viðbótar 6 ára læknanámi og 1 árs kandídatsári) fer fram í löndum (Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Bandaríkjunum, Hollandi, Kanada ofl.) með miklu dýrara heilbrigðiskerfi og gríðarlegum launamun hvað varðar lækna. Afleiðingin var augljóslega að fólk skilaði sér ekki heim að loknu sérnámi og þessari þróun hefur ekki verið snúið við.

Afleiðingin verður hreinlega áframhaldandi og aukinn atgerfisflótti heilbrigðisstarfsmanna. Hin leiðin er að endurskoða útgjöld ríkisins. Td. niðurgreiðslukerfi landbúnaðarins. Gríðarlega yfirbyggingu með margfalt stjórnkerfi td. sveitarstjórnarstigið. Hvaða vit er í því að reka sjúkrahús í 4000 manna sveitarfélaginu Vestmanneyjum með 15 mín þyrluflugi með fólki á stand-by vöktum. Klárlega er þetta hluti af stærra máli þar sem forgangsröðun er lykilatriðið.

Gunnr (IP-tala skráð) 10.5.2015 kl. 14:17

11 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Góð greining. Það kann vel að vera að skynsamlegra væri að öll sérhæfðari meðferð færi fram á sjúkrahúsum erlendis í stað þess að verið sé að reyna að gera allt hér, án þess að til staðar sé aðstaða eða hæfir starfsmenn.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.5.2015 kl. 15:06

12 identicon

Þorsteinn,

Framtíðarsýnin ef stefnan er óbreytt er augljóslega þessi að senda þurfi fleirri sjúklinga erlendis bæði vegna þess að ekki finnst starfsfólk, aðstaða eða tækjakostur. Hrun og og stórfelldur atgerfisflótti mun 
Íslendingar hafa frá "hruni" verið að dragast afturúr nágrannlöndum.
Að mörgu leiti er Ísland hvorki áhugavert hvað varðar starfsumhverfi, launakjör eða starfsframa miðað við nágrannalöndin. Þetta kristallisert í því að ákaflega fáir sérfræðilæknar hafa skilað sér tilbaka frá sérnámi erldis og margir áfram með annan fótinn erlendis. Ég sá einhvers staðar að um 10% íslenskra krabbameinslækna (þeas þeir sem hafa lokið margra ára sérnámi erlendis) starfa á Íslandi og hafa valið sér annan starfsvettvang erlendis. Hrun heilsugæslunnar er í raun að verða staðreynd. Ráðamenn neituðu þessu í áraraðir en núna er í raun að mestu seint að gera neitt. Meðalaldur heilsugæslulækna er orðinn það hár að á næstu 5-7 árum blasir við í raun neyðarástand. Það var ákveðin viðspyrna í síðustu samningum enda var margt lykilfólk í raun að yfirgefa landið og búið að gefast upp. 

Því miður eru einungis 4 lönd sem borga lágmarkslaun um og yfir 300.000 Íkr eða um 2000€ það er Sviss, Noregur, Danmörk og Svíþjóð. Þjóðverjar greiða um 1500€ í lágmarkslaun eða um 225 þúsund Íkr og Luxemburg er mitt á milli flestar þjóðir greiða lægri laun. Framleiðni á tímaeiningu á Íslandi er td. helmingi lægri á Íslandi en í Noregi, Danmörku og Sviss og þegar stafan er tekin á ferðamannaþjónustu erum við að stefna í átt til Portúgals og Grikklands.  Því miður hefur þetta verið svo í áratugi en á síðustu árum hefur Ísland dregist afturúr þeim bestu sem er ekkert annað en ávísun á lág laun og lélegra velferðarkerfi.

Þjóðin er að eldast og tíðni sjúkdóma margfaldast þegar fólk er komið yfir 60 árin og þýðir minnkað vinnuframlag, stóraukinn kostnaður við öldrunarþjónstu og miðað við þetta þarf að 2 falda útgjöld til heilbrigðisþjónustu á næstu 30 árum til að veita sambærilega þjónstu og í dag. Þannig að vandinn er tröllaukinn.


Því miður er það svo að menn féllu frá lögum á læknadeiluna þar sem við lá að heilbrigðiskerfið hefði í raun lamast eftirá af atgerfisflótta. Munum það að það er öskrandi eftirspurn eftir reyndum sérfræðilæknum um allan heim.  Það er enginn sem leggur á sig margra ára nám í íslensku til að fara til Íslands það eru raunar engir sem hafa áhuga á að vinna fyrir verðlausan gjaldmiðil í höftum nema þá fólk sem hefur fjölskyldutengsl við Ísland.  Ísland er í raun afkimi í hugum flestra jarðarbúa hvað sem okkur sjálfum finnst um það.

Gunnr (IP-tala skráð) 10.5.2015 kl. 17:10

13 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk kærlega fyrir svarið, Þorsteinn.

Wilhelm Emilsson, 10.5.2015 kl. 20:24

14 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er svört framtíðarsýn sem þú leggur fram, Gunnr, en því miður mikið til í því sem þú segir. Við ættum hins vegar að geta haft það gott hér, en til þess er nauðsynlegt að vinna saman að því að byggja upp menntun á þeim sviðum sem skila okkur mestu, beina atvinnulífinu að því sem skilar arði og vinna þannig saman að því að byggja upp öflugt og gott efnahagslíf.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.5.2015 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband