Af hverju ekki heiðarlegan fréttaflutning?

Er það orðin viðtekin venja að fjölmiðlar forðist að kynna sér mál heldur standi í sífelldri æsifréttamennsku án minnsta tillits til staðreynda máls?

Í þessari frétt er meginuppslátturinn að umrædd íbúð hafi verið slegin á eina milljón. Við uppboð skiptir þetta auðvitað engu máli. Það er verðið sem fæst fyrir íbúðina sem ræður því hvað eigandinn fær í sinn hlut, eða skuldar á endanum.

Það er ábyrgðarhluti þegar fjölmiðill, í þessu tilviki Morgunblaðið, lætur mál í hendur blaðamanns sem bersýnilega hefur ekki minnstu þekkingu á málaflokknum og ekki minnsta áhuga á að kynna sér málavexti.

Ósköp er maður nú að verða þreyttur á þessari endalausu hroðvirkni og óheiðarleika í fréttaflutningi. Er virkilega enginn alvöru fjölmiðill eftir á þessu volaða landi?


mbl.is „Íbúðin var keypt á heila milljón“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þarft að vekja athygli á þessu Þorsteinn.  En það er nú orðið svo að hálfu og heilu fréttirnar eru aðeins endursögn af blog eða Facebook síðum, jafnvel án þess að leita frekari upplýsinga.

Með slíkum vinnubrögðum er oft ekki von á góðu.

G. Tómas Gunnarsson, 3.5.2015 kl. 06:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband