Siðleysi verkfallsaðgerða

Verkföll eru í eðli sínu siðlaus. Verkfall er ekkert annað en samráð um að kúga viðsemjanda til hlýðni. Þegar fyrirtæki hegða sér með slíkum hætti er það kalla samráð og bannað með lögum.

En siðleysi verkfalla nær lengra. Líkt og Hinrik bendir á er leitast við að valda þriðja aðila sem mestum skaða í þessu verkfalli BHM. Aðgerðunum er markvisst og vísvitandi beint gegn sjúklingum. Hver er þá ábyrgð verkalýðsforingjanna ef verkfallið leiðir til dauða fólks? Væri hægt að ákæra þá? Hver yrði þá ákæran, í ljósi þess að um vísvitandi verknað er að ræða?


mbl.is Segir ríkið nota sjúklingana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var samið um verð fyrir vinnu til viss tíma. Sá tími er liðinn og verkkaupi hefur val um að semja um áframhaldandi vinnu eða ekki. Telji hann sig ekki hafa efni á að kaupa vinnuna á því verði sem hún býðst þá er seljendum ekki skylt að vinna. Launataxtar eru svo lágmörk sem ekki má fara undir, rétt eins og Bónus má ekki selja eggjakílóið á krónu.

Mér þætti gaman að sjá olíufélögin selja þér bensín á sama verði þar til þú samþykkir nýtt verð. Væri það samráð ef öll fyrirtæki neituðu að selja þér vöru á gömlu verði þar til þú hefur samþykkt það nýja? Hvers vegna er það samráð þegar launþegar neita að selja sína vöru á gömlu verði?

**málfars og stafsetningarvillur í boði sparisjóðanna, eimskip og gídeonfélagsins**smile

Jos.T. (IP-tala skráð) 15.4.2015 kl. 13:43

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Munurinn er að olíufélögunum er bannað að taka sig saman um eitt verð.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.4.2015 kl. 13:51

3 identicon

Olíufélögunum er bannað að selja undir vissu verði eins og launþegum er bannað að selja sína vinnu undir taxtaverði. Olíufélögin selja síðan á lágmarksverðinu eða hærra og launþegar vinna á taxtakaupi eða hærra. Það er ekkert samráð meðal launþega um að vera allir á taxtakaupi.

Jós.T. (IP-tala skráð) 15.4.2015 kl. 14:52

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Olíufélögunum er ekkert bannað að selja undir vissu verði. Þeim er bara bannað að hafa samráð um verð.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.4.2015 kl. 15:14

5 Smámynd: Már Elíson

Þorsteinn.....þú segir ; "Verkföll eru í eðli sínu siðlaus. Verkfall er ekkert annað en samráð um að kúga viðsemjanda til hlýðni. Þegar fyrirtæki hegða sér með slíkum hætti er það kalla samráð og bannað með lögum..." - Ert þú á sömu pláhnetu og við hinir..? - Eða ertu hálfur eða allur fyrir innan anddyri Valhallar ? - Það er ekki víst að þú skiljir það, eða vitir, en eins og Jos T segir, þá er samið til ákveðins tíma um kaup og kjör og eftir umsaminn tíma þá gefst kostur til að koma aftur að borði.

Hvað er það sem þú skilur ekki í ofstæki þínu og aðför að hinum almenna launþega ? - Frá hverjum þiggur þú laun ?...Sem þú þarft ekki að semja um (?)

Það skaltu vita að barist verður um laun og réttlæti launþegans að þessu sinni, og græðgisvæðingin, sem borin hefur verið á borð fyrir okkur í alls kyns formi arðgreiðslna, himinhárra stjórnarsetulauna og annarra arðrána (t.d. bankanna), verður látin finna fyrir því.

Már Elíson, 15.4.2015 kl. 18:56

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú ert bersýnilega nokkuð æstur. Hefur þú einhver rök fyrir því sem þú segir? Eða hvað er það annars sem þú ert að reyna að koma á framfæri? Mér finnst það ekki vera mjög skýrt. Ertu viss um að þú vitir það sjálfur?

Þorsteinn Siglaugsson, 15.4.2015 kl. 21:24

7 identicon

Það er rétt hjá þér, olíufélögunum er ekkert bannað að selja undir vissu verði. Nema kosatnaðarverði ef það skaðar samkeppni.

Og verkföll eru í eðli sínu siðlaus, rétturinn til að hætta vinnu þegar enginn er samningur á að vera svo sjálfsagður að hann hafi ekki nafn. Án samninga er siðleysi af löggjafanum að taka málstað vinnuveitenda og banna samningslausum verkamönnum að hætta vinnu nema með mikilli fyrirhöfn. Réttast væri að við lok samnings gengu verkamenn umsvifalaust frá vinnu. Þessar leyfar vistabanda eru tímaskekkja og siðleysi. 

Jós.T. (IP-tala skráð) 15.4.2015 kl. 22:35

8 Smámynd: Elsabet Sigurðardóttir

Eins og alþjóð veit var sett lögbann á verkfall flugsamgangna vegna almannahagsmuna. En björgun mannslífa virðist ekki heyra undir almannahagsmuni

http://esig.blog.is/blog/esig/?offset=10

Elsabet Sigurðardóttir, 16.4.2015 kl. 00:20

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nei, björgun mannslífa fellur sjálfsagt undir einstaklingshagsmuni ;)

Jós.T.: Það er enginn sem bannar manni að hætta í vinnunni. Siðleysið felst í því að menn taki sig saman um það. Eðlilegast væri að hver og einn semdi við vinnuveitandann um sitt eigið kaup og kjör.

Þorsteinn Siglaugsson, 16.4.2015 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband