11.4.2015 | 13:17
Rétt og ekki rétt
Það er rétt hjá Halldóri að misræmi getur verið milli þess hvaða menntun fólk sækir sér og hvers atvinnulífið þarfnast á hverjum tíma. Ýmislegt bendir til að þetta misræmi geti verið kerfisbundið, til dæmis þegar kemur að iðnmenntun. Rótin að því er sú að háskólamenntun þykir fínni en iðnmenntun, þótt oft sé miklu skynsamlegra fyrir fólk að mennta sig í iðngreinum út frá efnahagslegu tilliti. Þetta skýrist að hluta af bóknámsáherslunni sem ríkir í skólakerfinu alveg frá upphafi skólagöngu. Slíkt á að vera hægt að laga og það er sjálfsagt að reyna að gera það.
Hins vegar mótast atvinnulífið af því hvaða menntun fólk sækir sér, ekkert síður en að áherslur í menntun mótist af þörfum atvinnulífsins. Þegar stórir árgangar verk- eða tölvunarfræðinga útskrifast til dæmis á tímum þegar minni þörf er fyrir starfskrafta þeirra verður það til þess að fleiri þeirra stofna fyrirtæki og hefja nýsköpun. Þannig þróast atvinnulífið áfram.
Lítil þörf fyrir hópa menntafólks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Þorsteinn.
Þessir hópar sem þú nefnir í nýsköpunarferlinu, eru þeir hópar sem í raun eiga að fara í háskólanám. Það er margt brotið í móralnum, s.s. eins og þú segir að ein menntun sé fínni en önnur. Þar verðum við sjálf sem uppalendur að líta í eigin barm.
Ein svona í handraðanum; af hverju eiga þeir sem kunna bókina út í eitt að vera á forgangi þegar kemur að menntun í greinum sem krefjast handlægni, útsjónarsemi og skilningi á verkefninu?
Það eru nokkuð margar greinar í háskóla sem í raun geta ekki útskrifað fólk sem eru án þessara eiginleika. Til að þjálfa það upp í því á þrítugs og fertugsaldri, þarf mun meiri peninga en fyrr á lífsleiðinni.
Við erum með ranga menntastefnu. Það er, að mínu mati, alveg borðleggjandi.
Sindri Karl Sigurðsson, 11.4.2015 kl. 16:39
Sammála þér. Bendi á góða úttekt Economist fyrir skemmstu þar sem spurt er hvort stóraukin áhersla á háskólanám, á heimsvísu, skili í raun einhverjum ávinningi?
Þorsteinn Siglaugsson, 11.4.2015 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.