Frábært framtak

Framtak Sævars og félaga í Stjörnuskoðunarfélaginu var frábært og sannarlega til fyrirmyndar. Óeigingjarnt starf eins og þeir stjörnuskoðunarmenn hafa staðið að árum saman er mikils virði fyrir okkur öll. Fyrir það eigum við að vera þakklát. Því er ömurlegt til þess að vita að starfsmenn barnaheimila skuli hafa vaðið fram með þá frekju og yfirgang sem Sævar lýsir. Framferði Reykjavíkurborgar er líka sér kapítuli. Þessar reglur sem skólunum hafa verið settar um gjafir og móttöku þeirra bera því vitni að því miður hefur borgin verið hertekin af öfgafullu fólki sem virðist eiga mestan andlegan skyldleika við ofsatrúarsöfnuði eins og þeir gerast verstir.

Vonandi verða þessi leiðinlegu viðbrögð frekjuhunda og öfgafólks ekki til þess að letja duglegt fólk til að láta gott af sér leiða í framtíðinni.


mbl.is Hystería í aðdraganda sólmyrkvans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Sammála þér um Stjörnuskoðunarfélagið og skammarlega hegðun leikskólafólks en þú mátt lesa bloggið mitt um sömu frétt. Það skýrir sumt ekki allt. 

Marta Gunnarsdóttir, 23.3.2015 kl. 21:11

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Dittó.  Alveg ótrúleg frekja og tilætlunarsemi í sumu fólki.

Guðmundur Pétursson, 23.3.2015 kl. 21:12

3 identicon

Sæl,

Það kom fram í fréttinni, að enginn, nema Hótel Rangá, vildi koma að því að fjármagna þetta.  Við höfum um árabil verið að safna fyrir stjörnuskoðunaraðstöðu sem reisa á fyrir utan  þéttbýlið, og stærstur hluti þeirra peninga fór í þetta verkefni.  Það fé er tilkomið vegna námskeiða sem við höfum haldið, og sinnt í sjálfboðavinnu.  Einnig koma þarna til félgasgjöld.  Við erum nærri núllpunkti, en það er aukaatriði, því það, að gera öllum grunnskólabörnum á landinu kleyft að fylgjast með þessu sjónarspili, var vel peninganna virði.  

Kveðja,

Óskar Torfi

Gjaldkeri Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness

Óskar Torfi (IP-tala skráð) 23.3.2015 kl. 23:04

4 identicon

Þetta var klárlega stjórnarskrárbrot. Klárlega. 

Alveg klárlega..

jon (IP-tala skráð) 23.3.2015 kl. 23:27

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Jamm, brot þá á nýju, eða gömlu stjskr.?

Þorsteinn Siglaugsson, 23.3.2015 kl. 23:32

6 identicon

ég veit það ekki, en ég finn það bara á mér að þetta var klárt brot. Á stjórnarskrár-,jafnréttis- og mannréttindakafla Sameinuðu þjóðanna. Umferðarlagabrot jafnvel líka.

Og brot á lögum um stjórn fiskveiða. Lög um happdrætti og allskonar..

jon (IP-tala skráð) 24.3.2015 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband