7.3.2015 | 19:57
Sniðugasta nefndin
Yfirleitt glottir maður nú yfir því sem Mannanafnanefnd lætur frá sér. Og ekki fær maður varist brosi þegar nefndin mælir svo eindregið gegn eigin andláti. Ekki síst þegar ógninni frá Gula hanskanum voðalega er mætt af jafn eindregnu hugrekki og aðdáunarverðri veruleikafirringu, ekkert gefið eftir heldur stríðshanskanum kastað og heimtað enn meira af sérfræðiálitum, nefndum og ráðum til að sjá um að fólk heiti nú örugglega ekki eitthvað asnalegt.
Eins og megnið af nefndum er Mannanafnanefnd er auðvitað alveg tilgangslaus og kjánaleg nefnd. Hvers vegna er ekki bara hægt að treysta prestum og öðrum trúarleiðtogum til að koma í veg fyrir að fólk sé að skíra börnin sín einhverjum ónefnum - ef þess þarf þá yfirleitt?
En Mannanafnanefnd er sniðug. Maður getur hlegið að henni. Það eru eiginlega engar aðrar nefndir sniðugar. Þess vegna vil ég ekki láta leggja hana niður fyrr en búið er að stúta öllum hinum nefndunum sem eru ekki sniðugar.
Tökum upp hanskann fyrir Mannanafnanefnd og verjumst atlögu Gula hanskans!
Telur frumvarpið ekki vera til bóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.3.2015 kl. 13:28 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 287740
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Prestar gegna ekki því hlutverki að stoppa fólk við undarlegar nafngiftir, enda koma þeir ekki nálægt nafngiftinni.
Presturinn spyr foreldrana hvað barnið á að heita, því foreldrar gefa börnum sínum nöfn.
Presturinn sér aðeins um trúarlega athöfn, sem er í raun ekkert annað en skráning í það trúfélag sem athöfnin er haldið innan.
Auk þess hefur það færst meir í aukana á undanförnum árum, að fólk sé ekkert að skíra börn sín.
Það væri mikið nær að barnaverndarnefnd skærist í leikinn, ef þess þyrfti almennt, ef foreldrar væru í einhverjum annarlegum nafngiftarhugleiðingum.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 8.3.2015 kl. 02:24
Nú skírum við dætur okkar Mannanafnanefnd til varnar Mannanafnanefnd. Ef Mannanafnanefnd leggst gegn þessu nafni, þá er hún ekkert skemmtileg.
jón (IP-tala skráð) 8.3.2015 kl. 08:27
Áður en Mannanafnanefnd kom til sögunnar þurftu prestar að samþykkja nöfn.
Mannanafnanefnd er mjög gott kvenmannsnafn. Ég myndi þó hafa með því sniðugt millinafn, t.d. Mannanafnanefnd Blær Erlu og Flóvenzdóttir.
Þorsteinn Siglaugsson, 8.3.2015 kl. 11:24
Held bara að það sé engu skárra að leyfi fyrir nafni sé háð geðþótta eins prests.
Lýst þó vel á þessa tillögu ykkar með Mannanafnanefnd. Íhuga þetta mögulega ef að næsta barn verður stúlka.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 8.3.2015 kl. 11:38
Þú verður að bjóða okkur Jóni í skírnina ;)
Þorsteinn Siglaugsson, 8.3.2015 kl. 12:02
Yrði bara að senda ykkur mynd af pappírum frá Þjóðskrá.
Ekkert barna minna eru skírð í trúfélög.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 8.3.2015 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.