Árið 1998 gaf Landsvirkjun út skýrsluna "Mat á þjóðhagslegum áhrifum stóriðju á Íslandi 1966–1997", eftir dr. Pál Harðarson. Þar kemur fram að arður Landsvirkjunar af virkjunum fyrir stóriðju nemi ríflega 4% á ári á tímabilinu. Þetta virðast margir telja ásættanlegt.
Langt undir eðlilegum kröfum
Markaðurinn krefst þess að fjárfestingar skili í það minnsta sömu ávöxtun og fyrirtæki á markaði skila að meðaltali yfir langt tímabil, að teknu tilliti til áhættustuðuls fjárfestingarinnar sem meta á. Orkusala til stóriðju er jafn áhættusöm og stóriðjan sjálf, því tekjurnar sveiflast með verði framleiðsluvörunnar. Hvað segja svo staðreyndirnar? Að meðaltali hefur bandarískur hlutabréfamarkaður skilað 10–12% árlegri ávöxtun 1966–2006 eftir því hvernig reiknað er, en áhættustuðull málmiðnaðar liggur nærri meðtaltali markaðarins. Á sama tíma hefur "Eignastýring ríkisins" aðeins náð ríflega 4% arðsemi með óbeinni fjárfestingu í stóriðju fyrir lánsfé. Sé litið á nýjustu fjárfestinguna, Kárahnjúkavirkjun, blasir það sama við, og líklega er orkuframleiðsla með jarðhita enn óhagkvæmari en á Kárahnjúkum. Fáir fjárfestar myndu ákveða af fúsum og frjálsum vilja að fela fjármuni sína slíkum aðila, sem ávallt sýnir langtum lakari árangur en aðrir.Tap í skjóli ríkisábyrgðar
Þegar um ríkið er að ræða er hins vegar sjaldgæft að skaðinn af röngum fjárfestingum birtist strax með beinum hætti. Hann kemur fram á lengri tíma og þá í formi lakari lánskjara ríkisins, sem helgast af því að með þátttöku í verkefnum af þessum toga eykst áhættan af lánum til þess. Þetta er sambærilegt við það hvernig vextir íbúðalána hækka eftir því sem veðsetningarhlutfallið eykst. Venjuleg fjölskylda myndi líklega taka þessi áhrif til athugunar ef hún ætlaði að veðsetja íbúðina til að fjárfesta í fyrirtækjarekstri. En það gerir "Eignastýring ríkisins" ekki.Alcan eða Actavis?
Þar að auki valda stórframkvæmdir á þenslutíma neikvæðum ruðningsáhrifum – vegna þess að orkuverð er niðurgreitt kemur óarðbærari starfsemi í stað arðbærari, en ekki öfugt eins og þegar frjáls framþróun veldur jákvæðum ruðningsáhrifum. Sum fyrirtæki hætta jafnvel starfsemi eða flytja úr landi. Kjósa kannski Hafnfirðingar á milli Alcan og Actavis á laugardaginn?Áhætta hverfur ekki með ríkisábyrgð
Orkusala til stóriðju er að öllum líkindum ekki vænlegur fjárfestingarkostur á Íslandi, hvort sem notað er vatnsafl eða jarðhiti. Eina ástæðan fyrir því að hún er stunduð er sú, að ríkið hefur fram til þessa ábyrgst fjárfestingarnar og skaðinn því ekki komið upp á yfirborðið. En áhætta gufar ekki upp þótt veitt sé ríkisábyrgð. Enginn togar sjálfan sig upp á hárinu. Því miður virðist ekki vanþörf á að minna á þetta – jafnvel þótt komið sé árið 2007 og kenningar um ríkisvaldið sem drifkraft efnahagslífsins horfnar af sjónarsviðinu í öðrum vestrænum löndum.Höfundur er hagfræðingur.
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvort er verri dómur yfir þér Þorsteinn, að þú sért vísvitandi að blekkja með þessu tali þínu, eða að þú vitir ekki betur?
Ávöxtunarkrafa á frjálsum markaði með þeirri áhættu sem honum fylgir er að sjálfsögðu hærri en í fjárfestingu af því tagi sem Kárahnjúkavirkjun er. Það að fjárfestingin sé fjármögnuð með ríkistryggðu láni gerir fjárfestinguna ekki verri, heldur aðeins að kostnaður við framkvæmdina er lægri en ef miðað er við einkafyrirtæki sem hefur verra lánshæfismat en Ríkissjóður.
Einungis er hægt að tala um að framkvæmdin sé baggi á Ríkissjóði ef tap verður á fjárfestingunni og að Landsvirkjun geti ekki staðið undir því tapi. Að öðrum kosti er ekki hægt að rökstyðja að þessar framkvæmdir séu niðurgreiddar af almannafé eins og oft heyrist frá andstæðingum virkjana til stóriðju.
Ef fyrirtæki tekur 100 miljarða króna lán og setur fjármagnið í framkvæmd sem gefur 4% raunávöxtun og áhættan er afar lítil miðað við það sem gengur og gerist á mörkuðum, þá er um umtalsverðan hagnað að ræða því höfuðstóllinn er stór.
Auk þess er arðsemi fjárfestingarinnar ekki einungis fólgin í hagnaði fyrirtækisins Landsvirkjunar, heldur er hagnaðurinn einnig fólginn í þjóðhagslegum ávinningi í formi útflutningsverðmæta og afleiddum virðisauka og byggðarsjónarmiðum.
Framkvæmdin skýtur stoðum undir allskonar smáiðnaðar og þjónustufyrirtæki, auk þess sem fólksfjölgun á viðkomandi svæði gerir ýmsa þjónustu s.s. skóla, heilbrigðis, raforku og vegakerfi að hagkvæmari rekstrareiningum.
Fyrirtæki eða einstaklingar sem fjárfesta í “venjulegri” áhættufjárfestingu, gera það yfirleitt fyrir mun minni upphæð en sem nemur kostnaði við Kárahnjúkavirkjun. Reynt er að dreifa áhættunni á nokkrar minni og ólíkar fjárfestingar til þess að lenda síður í áföllum. Svo er það undir skarpskyggni fjárfestanna komið hver heildarniðurstaðan verður.
V-grænir klifa á því að þenslunni í þjóðfélaginu sé framkvæmdunum við Kárahnjúka og í Reyðarfirði sé um að kenna. Staðreyndin er sú að þessar framkvæmdir hleyptu um 250-300 miljörðum króna inn í hagkerfið með afleiddum framkvæmdum, á meðan 90-100% lán á íbúðamarkaði hleyptu um 1.400 miljörðum inn í hagkerfið. Þeim aðgerðum gerði fleira fólki kleyft að fjárfesta á byggingamarkaði en einnig mörgum kleyft að endurfjármagna gömul lán. Ekki var öllum þeim fjármunum varið á skinsamlegan hátt. Stór hluti þess fór í neyslufyllerí.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.3.2007 kl. 03:49
Áhættan er sú sama og í áliðnaði. Því þarf ávöxtunarkrafan að vera sú sama. Ef hún er það ekki er fjárfestingin óhagkvæm. En þetta eiga ýmsir ákaflega erfitt með að skilja, því miður.
Þorsteinn Siglaugsson, 31.3.2007 kl. 09:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning