24.1.2015 | 10:55
Hvað segir blaðamannafélagið?
Nú er fólki auðvitað frjálst að hafa skoðanir á þjónustu fyrirtækja úti í bæ. Fólki sem starfar við blaðamennsku er þetta frjálst rétt eins og öðrum.
En þegar blaðamaður tekur að hringja í eftirlitsaðila til að etja þeim gegn fyrirtækjum sem honum er af einhverjum ástæðum í nöp við, hlýtur sú spurning að vakna hvort tími sé kominn til að setja gæsalappir utan um starfsheiti viðkomandi og skoða hvort herferð hans er í samræmi við siðareglur stéttarinnar. Það hlýtur Blaðamannafélagið nú að skoða.
Ótilgreindir útlendingar sagðir eigendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algjörlega ósammála. Ef eftirlitsaðilar vinna ekki heimavinnuna sína er bara hið besta mál að blaðamenn eða almennir borgarar bendi þeim á það.
Hvumpinn, 24.1.2015 kl. 11:29
Það er ansi bratt til orða tekið að blaðamaður hafi "att" eftirlitsaðila gegn fyrirtæki sem honum sé í "nöp" við, án þess að hafa neitt fyrir sér um það. Sérstaklega þegar flest bendir til þess að um eðlilega rannsóknarvinnu sé að ræða. Við þurfum meira af slíku, ekki minna.
Það er fullkomlega málefnaleg ástæða til að fjalla um þessi tilteknu fyrirtæki, beina erindum vegna þeirra til eftirlitsstofnana, refsa þeim, og á endanum fá þeim lokað. Sú málefnalega ástæða er einfaldlega að um er að ræða ólöglega starfsemi. Það hefur ekkert með "nöp" neins að gera.
Það stjórnast nefninlega ekki allir eingöngu af einkahvötum, heldur eru til fjölmargir einstaklingar, þar á meðal sumir blaðamenn, sem hafa samfélagsvitund og tilfinningu fyrir borgaralegri ábyrgð.
Guðmundur Ásgeirsson, 24.1.2015 kl. 13:57
Hvað sem mönnum kann að finnast um starfsemi fyrirtækjanna sem um ræðir er rangt að sú starfsemi sem þau stunda, að lána lágar upphæðir til skamms tíma gegn háum vöxtum sé ólögleg.
Í grein blaðamanns kemur fram með hvaða hætti hann fór fram í samskiptum við eftirlitsaðilann. Það er ágætt að lesa greinar áður en maður tekur að fullyrða að í þeim standi ekki eitthvað sem þar stendur.
Starf blaðamanns er að miðla upplýsingum til lesenda blaðsins. Þegar hann er tekinn til við að búa til fréttir er hann kominn á grátt svæði.
Þorsteinn Siglaugsson, 24.1.2015 kl. 14:35
Finnst þér eðlilegt að eitthað erlent fyrirtæki sem enginn virðist geta fengið upplýsingar um stjórn eða eigendur eigi fyrirtæki á Neytendalánamarkaði á Íslandi, hvað ef Árvakur væri selt Húmbúkk Finance ltd á Kýpur og enginn vissi um hver ætti það fyrirtæki, fyndist þér það í lagi?
Húmbúkk Finance (IP-tala skráð) 24.1.2015 kl. 16:38
Með fullri virðingu þá virðist gæta misskilnings hér. Það er nefninlega einmitt ólöglegt að lána neytendalán með hærri árlegum kostnaði en sem nemur 50% plús stýrivöxtum seðlabankans. Þannig hefur það verið frá því að ný lög um neytendalán tóku gildi 1. nóvember 2013.
Þessi tilteknu fyrirtæki, reyndar öll hin svokölluðu "smálánafyrirtæki" sem hér starfa, hafa hinsvegar verið staðin að því að brjóta þessi lög. Það liggur nú þegar fyrir úrskurður þess efnis frá Neytendastofu sem er lögbært eftirlitsstjórnvald, og sá úrskurður hefur jafnframt verið staðfestur af áfrýjunarnefnd neytendamála. Smálánafyrirtækin hafa hinsvegar sagst vera ósammála þessum úrskurðum og ætla að leita réttar síns fyrir dómstólum. Þau hafa að sjálfsögðu rétt á því, og þá kemur vonandi dómur í málið, sem leysir úr því með endanlegum hætti. Þangað til frestast hinsvegar ekki réttaráhrif úrskurðanna, en engu að síður hafa þessi fyrirtæki hunsað þá. Það er líka lögbrot í sjálfu sér, að virða ekki þann úrskurð sem þegar liggur fyrir.
Alveg óháð skoðunum fólks á lánafyrirtækjum, þá liggur allavega fyrir að þessi tilteknu fyrirtæki sem hér um ræðir, eru brotleg við lög. Það eru einfaldlega staðreyndir málsins, hvað svo sem manni finnst um þær.
Guðmundur Ásgeirsson, 24.1.2015 kl. 17:15
Þú segir að starfsemi fyrirtækjanna sé ólögleg og í því felst að þú heldur að það sem þau gera sé ólöglegt. En það er rangt hjá þér. Síðan er deilt um hvort gjöld fyrir flýtimeðferð teljist til lántökukostnaðar er óútkljáð. Því er heldur ekki hægt að fullyrða um lögbrot á þeirri forsendu. Reyndin er nefnilega sú að enginn er sekur fyrr en sekt hans er sönnuð. Það er dómstóla að skera úr um það, ekki dómstóls götunnar, hvort sem þú ert einn í honum eða hefur fleiri með þér.
Þorsteinn Siglaugsson, 24.1.2015 kl. 19:18
Nú kemur skýrt fram að það er ólöglegt að skila ársreikningi með þeim skýringum að félagið sé 100 prósent í eigu ótilgreindra útlendinga þannig að það liggur ljóst fyrir að félagið er að brjóta lög. Þegar blaðamaður spyrst fyrir um þennan ólögleglega gjörninga þá bregst Ríkisskattstjóri rétt við og stöðvar lögbrotið!
Eitthvað virðast svo smálánafyrirtækin rög við að láta reyna á flýtigjaldið fyrir dómi samanber neðangreinda frétt.
http://ruv.is/frett/fekk-endurgreitt-fra-smalanafyrirtaeki
Húmbúkk Finance (IP-tala skráð) 24.1.2015 kl. 22:16
Fullyrðing Guðmundar Ásgeirssonar er að starfsemi fyrirtækjanna sé ólögleg. Hún er röng. Upplýsingagjöf í ársreikningum er allt annað mál og kemur lögmæti starfseminnar ekkert við. Fólk sem er fært um skýra hugsun áttar sig strax á því.
Þorsteinn Siglaugsson, 24.1.2015 kl. 23:52
Það kann að vera að starfsemi fyrirtækjanna sé ekki ólögleg, en það á eftir að láta á það reyna fyrir dómi! Hins vegar er ljóst að Neytendalán ehf og fyrirtæki undir þeim hatti bera ekki mikla virðingu fyrir lögunum og það er full ástæða til að benda á það.
Hvernig væri að þú svaraðir spurningunni Þorsteinn Siglaugssson um það hvort þér þyki það eðlilegt að fyrtirtækið sé ranglega sagt í eigu "ótilgreindra erlendra aðila" og Hraðpeningar ehf séu sagt í eigu fyrirtækis á Kýpur sem hvergi finnst neitt um, þetta er klárlega lögbrot. Í viðtali við Kjarnann í byrjun janúar 2014 þóttist Óskar Þorgils Stefánsson ekki hafa hugmynd um hver ætti Hraðpeninga ehf, nú fyrir helgi segist hann hafa keypt það fyrirtæki af Jumdon Finance ltd árið 2013, þetta finnst mér nú gott dæmi um ósvífni og einbeittan brotavilja stjórnenda Neytendalána ehf og Hraðpeninga ehf
Ef þér finnst rangt af blaðamanni að spyrjast fyrir um þessi atriði þá held ég að þú ættir að fá þér hressandi göngutúr og freista þess að hreinsa hugann og fá þá vonandi skýra hugsun.
Húmbúkk Finance (IP-tala skráð) 25.1.2015 kl. 11:30
Þess eru fjölmörg dæmi að skráning á eignarhaldi fyrirtækja sé úrelt. Það er kjánalegt að halda að slíkt réttlæti hatursherferðir gegn þeim, kröfur um lokanir og guð má vita hvað, enda skiptir þessi skráning viðskiptavini í sjálfu sér engu máli. Hvað hlutverk blaðamanna varðar þá trúi ég því nú ekki að það sé svona voðalega erfitt að átta sig á því.
Þorsteinn Siglaugsson, 25.1.2015 kl. 11:57
Það er greinilega verið að gera tilraun til að fela eignarhaldið og það er lögbrot að halda þvi fram að það sé í eigu "ótilgreindra erlendra aðila" hver sem sér ekki neitt athugavert við það er greinilega ekki með skýra hugsun!
Þetta er ekki úrelt skráning þetta er gott dæmi um einbeittan brotavilja harðsvíraðra þrjóta sem eru að fela raunverulegt eignarhald. Það væri gaman að finna út úr því fyrir hverja þú ert að vinna og með því fá aðeins gleggri mynd af því hverjir standa raunverulega á bak við þetta.
Húmbúkk Finance (IP-tala skráð) 25.1.2015 kl. 12:34
Ekki er nóg með að þú ímyndir þér að misræmi í skráningum fyrirtækja lýsi "einbeittum brotavilja harðsvíraðra þrjóta" heldur virðist þú líka halda að ef einhver leyfir sér að vera ósammála vaðlinum í þér hljóti sá hinn sami að hafa einhverra annarlegra hagsmuna að gæta. Ég ætla því ekki að eiga frekari orðastað við þig, enda orðið bersýnilegt að þú ert ósköp einfaldlega fáráðlingur, sem ofan í kaupið þorir ekki að koma fram undir nafni.
Þorsteinn Siglaugsson, 25.1.2015 kl. 15:44
Ég ímynda mér ekki neitt um það. Ég er búinn að lesa það sem er skrifað um þessi fyrirtæki og það blasir við að þetta er einbeittur brotavilji að leyna því hverjir eru hinir raunverulegu eigendur. Það kann að vera að þú sért ekkert tengdur þessum fyrirtækjum. Á hinn bóginn eru skrif þin og rökleysa einkennileg og benda til þess að þú sért tengdur þessarri starfsemi. Þar að auki er ekki fallegt að kalla þá sem eru annarrar skoðunar en þú fáráðlinga. Ekki hef ég kallað þig fáraðling þó þú gefir fullt tilefni til þess!
Húmbúkk Finance (IP-tala skráð) 26.1.2015 kl. 11:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.