18.3.2007 | 00:24
Eitthvað annað - Kaldi
Hafnfirskir, Húsvískir, Reyðfirskir og guð veit hvaðan ölmusuþegar skattgreiðenda glotta ávallt við tönn þegar minnst er á að atvinnulíf geti byggst á einhverju öðru en ríkisstyrkjum. Þetta kom upp í hugann þegar ég smakkaði í fyrsta sinn frábærlega bruggað öl frá Árskógsströnd í Eyjafirði sem ber nafnið Kaldi. Svo sannarlega "eitthvað annað" - engir ríkisstyrkir og fínn árangur! Hvernig væri nú að hætta að væla eftir ölmusu - og gera frekar eitthvað annað?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Oft er það bara góð hugmynd!
Haukur Nikulásson, 18.3.2007 kl. 12:00
Er ekki bara verið að tala um réttlátari skiptingu? Mér finnst hinsvegar ekkert skrýtið að menn velti því fyrir sér hvert peningarnir fara, þegar tekjustofnar sveitarfélaganna, miðað við þau verkefni sem þeim er úthlutað af ríkinu, eru allt naumt skammtaðir!
Jón Þór Bjarnason, 18.3.2007 kl. 22:40
Ég bý á Reyðarfirði og þú kallar Reyðfirðinga ölmusuþega og þú kallar þig hagfræðing. Þú ert auðvitað ekkert annað en dóni og ættir frekar að titla þig sem slíkan.
Skýrsla þín um arðsemi Kárahnjúkavirkjunar fyrir nokkrum árum síðan var flaggað af andstæðingum framkvæmdanna í nokkra daga en var svo hætt fljótlega þegar hún var hrakin sem bull og vitleysa. Enda þurfti ekki lærðan mann í hagfræði til að gera það. Skýrslan full af fyrirfram gefnum forsendum og fabúleringum og svo var reiknað yfir kaffibolla í eldhúsinu einhverjar kvöldstundir og fengnar út líka þessar merkilegu niðurstöður. Þú ert auðvitað ekkert nema hagfræðingastéttinni til skammar. Þeim er vorkunn sem leita ráðgjafar þinnar varðandi rekstur ef þetta eru vinnubrögðin.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.3.2007 kl. 10:43
Og hvar eru ríkisstyrkirnir varðandi Kárahnjúka? Landsvirkjun ákveður að fara í þetta verkefni og tekur lán til þess, ekki frá ríkinu og ekki vegna neinna styrkja. Auðvitað er lán af þessari stærðargráðu með Ríkisábyrgð. En að þetta komi ríkissjóði við á nokkurn hátt annan er vísvitandi lygaáróður af þinni og V-grænna hálfu. Hefur þér dottið í hug að reikna virðisauka til þjóðarbúsins frá því framkvæmdir við Kárahnjúka og Reyðarfirði hófust? Nei ætli það.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.3.2007 kl. 10:53
Jamms, þú ert greinilega dáldið æstur - allt í lagi með það. Hvað sem því líður er ríkisábyrgðin staðreynd - annars hefði aldrei verið farið í verkefnið ... ekki vegna stærðarinnar (Alcoa fékk ekki ríkisábyrgð á álverið t.d.) heldur vegna þess að það stenst ekki arðsemiskröfur. Ég held að allir sem þekkja til séu sammála um það. Éins og Ásgeir Jónsson hjá Kaupþingi hefur bent á felst mögulegur virðisauki aðeins í orkusölunni ... og er enginn, því miður.
Þorsteinn Siglaugsson, 19.3.2007 kl. 20:37
Nei hann verður enginn frá orkusölunni ef við gefum okkur þínar forsendur. En hverjar voru svo þínar forsendur? Þær voru margar all sérkennilegar. Ég ætla að nefna eina hérna.
Landsvirkjun spáir um álverð fram í tímann. Til þess eru notaðar alþjóðleg reiknilíkön sem gera ráð fyrir ýmsum frávikum. Sérfæðingar, útlendir sem innlendir, liggja yfir tölum, hag og rekstrarlíkönum. Margra ára vinna. Niðurstaða Landsvirkjunar var sú að með frekar varfærum spám fengust viðunandi niðurstöður. Niðurstöður bjartsýnnar spár voru sýndar svo og svartsýnna.Gert var ráð fyrir aukinni framleiðslu og aukinni eftirspurn. Raunveruleikinn er að bjartsýnustu spár er mun nær lagi um það sem við blasir.
Þá kemur þú fram á sjónarsviðið:
Álverð hefur farið lækkandi um langa hríð. Á síðastliðnum 12 árum hefur verð á áli lækkað um 1,5% að meðaltali árlega. Er gert ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram og gera sérfræðingar ráð fyrir 1-1,5% verðlækkun árlega. Grundvallast þetta mat á því, að þótt eftirspurn eftir áli fari vaxandi, hefur framboð vaxið enn hraðar, algengt er að úreltar verksmiðjur séu reknar áfram þar sem búið er að afskrifa fjárfestingarkostnað, og fjárfesting í nýjum álbræðslum fer vaxandi. Hér verður Reyðarálsverkefnið hins vegar látið njóta vafans og er gert ráð fyrir að verðlækkun áls endurspeglist í 1% árlegri lækkun orkuverðs, sem merkir um 2,94% árlega lækkun að raungildi m.v. áætlaða verðbólgu í Bandaríkjunum.
Ekki stendur steinn yfir steini yfir þessari sýn þinni. Þú lýsir tímabundnu ástandi í markaðsmálum áls, ekki þurfti sérfræðing til að sjá það, en það voru nefnilega sérfræðingar sem sáu lengra en amatörarnir.
Ekki veit ég hvað þú gerir best, en spámannlega ertu ekki vaxinn. Haltu þig við föndrið þitt en láttu aðra um að spá fyrir þjóðina hvað henni er fyrir bestu.
Með rósemiskveðju....
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.3.2007 kl. 19:59
Það er vissulega erfitt að spá fyrir um þróun álverðs, enda leiðir samanburður á spám sérfræðinga og raunþróun ávallt í ljós að spárnar standast engan veginn. Sama gildir um þær spár sem LV hefur stuðst við. Langtímalækkun álverðs er það eina sem hægt er að styðjast við, en sveiflur frá henni geta verið verulegar og langvinnar eins og þróun síðustu ára sýnir. Þetta breytir ekki því, að meginvillan í útreikningum LV er sú, að ekkert tillit er tekið til áhættunnar heldur er arðsemiskrafan lögð að jöfnu við ríkistryggða vexti. Það er rangt, því áhættan hverfur ekki þótt ríkið taki ábyrgð á lánunum. Þú myndir væntanlega gera hærri arðsemiskröfu til bréfa í Decode en til ríkisskuldabréfa. Ef Decode væri á Reyðarfirði, þætti þér þá sjálfsagt að aðrir landsmenn fjárfestu í því og gerðu sömu arðsemiskröfu og til ríkisskuldabréfa?
Þorsteinn Siglaugsson, 21.3.2007 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.