Sjaldgæft sjónarhorn

Eins og Katrín Fjeldsted bendir á er auðlindafrumvarp Jóns Sigurðssonar marklaust sem innlegg í þær deilur sem nú standa um stóriðju- og virkjanamál. Það er ánægjulegt að heyra þingmann Sjálfstæðisflokksins tjá sig á heiðarlegan hátt um þetta mál og ég er sannfærður um að hér endurspeglar hún skoðanir ansi hreint margra innan flokksins þótt þeir séu fáir sem segja hug sinn.

Merkilegt annars með þennan Jón Sigurðsson. Ef ég man rétt byrjaði hann stjórnarsetu sína á því að lýsa því yfir að engin stóriðjustefna væri til. Ekki virtist skipta máli að ríki og opinberir aðilar ættu öll orkufyrirtækin og niðurgreiddu orkuna, niðurgreiddu mengunarkvóta og veittu beina styrki til orkufreks iðnaðar. Nú heldur hann því fram að með áætlun sem tekur gildi eftir að öllum fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum er lokið sé lagður grunnur að sátt um framkvæmdirnar sem áætlunin tekur ekki til! Önnur útspil hafa svo verið á svipuðum nótum.

Nú veit ég ekki hvort þetta er einhver einkahúmor eða hvort maðurinn heldur virkilega að kjósendur séu svo heimskir að hægt sé að plata þá með svona mótsagnakenndum málflutningi. Ég óttast þó að hið síðarnefnda eigi við.

En aftur að Katrínu Fjeldsted og Sjálfstæðisflokknum: Innan flokksins er stór hópur fólks sem hefur smekk fyrir ósnortnu landi. Þar er líka stór hópur fólks sem er andvígt ríkisafskiptum, merkilegt nokk! Katrín talar fyrir munn fyrri hópsins og af augljósum ástæðum á hún samúð þess síðari. Ég er viss um að ef prófkjör færi fram nú ætti fólk með hennar skoðanir auðvelt uppdráttar. Það er umhugsunarefni.


mbl.is Ekki fleiri virkjanir í bili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 287739

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband