Eftir 20 ár?

Væntanlega líður ekki á löngu þar til takmarka þarf ágang erlendra ferðamanna á hálendi Íslands. Verður það gert með úthlutun kvóta til ferðaskrifstofa með svipuðum hætti og gert var við fiskimiðin, eða verður það gert með því að afhenda almenningi heimildirnar eða bjóða þær upp líkt og þeir myndu kjósa sem styðja "hægristefnu og frjálst markaðshagkerfi"?

Fari á fyrri veginn gæti SUS ályktað svona eftir 20 ár: 

"Ungir sjálfstæðismenn lýsa yfir andstöðu við nýlegt frumvarp Péturs Blöndal, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um stjórn ferðaþjónustu. Í því er gert ráð fyrir að allar heimildir til ferðalaga um hálendið verði þjóðnýttar og þeim svo endurúthlutað til almennings. Ungir sjálfstæðismenn telja að hugmyndir um þjóðnýtingu eigi ekki heima í flokkum sem vilja kenna sig við hægristefnu og frjálst markaðshagkerfi. Þjóðnýting stenst að sjálfsögðu ekki eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Í ályktun frá SUS segir að þegar ferðakvótakerfi var komið á var ferðaheimildum úthlutað til þeirra ferðaskrifstofa sem höfðu sýnt áræði með því að fjárfesta í greininni. Rúmlega 90% ferðaheimilda hafa skipt um eigendur frá þeim tíma. „Ungir sjálfstæðismenn vilja standa vörð um rétt þeirra sem sýnt hafa áræði til að fjárfesta í ferðaheimildum, tækjum og þekkingu og skapað þannig ómældar skatt- og gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið. Séreignarréttur er besta leiðin til að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar til framtíðar og til að tryggja að hún skili sem mestum arði til samfélagsins til langs tíma.“


mbl.is Hafna frumvarpi Péturs Blöndal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er merkilegt að það skuli vera ungir Sjálfstæðismenn sem eru andvígir fullnaðareinkavæðingu veiðiheimilda.

Þeir misskilja líka hugtakið þjóðnýting, það er ekki hægt að þjóðnýta annað en það sem er varið eignarrétti, en svo á ekki við um veiðiheimildir.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.2.2012 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband