Trúverðugleiki RÚV endanlega horfinn

Eftir útreið þá sem Ögmundur veitti froðusnakknum Helga Seljan, gerði RÚV það að fyrstu frétt (já, fyrstu frétt!) í kvöldfréttatíma daginn eftir að Ögmundur hefði sagt ósatt, þegar staðreynd málsins var að hann sagði alveg satt. Ekki þarf að leita lengra en í fyrirsögn fréttarinnar ("Ögmundur sagði já við sjóðabraski") til að sjá að þar er sagt ósatt.

Það fáránlega fréttamat og það virðingarleysi fyrir sannleikanum sem fréttastofa RÚV varð hér uppvís að veldur því að trúverðugleiki þeirrar stofnunar er nú endanlega horfinn.

Ljóst er að markmið RÚV er ekki að vandaður fréttaflutningur heldur ráða persónulegir hagsmunir starfsmannanna vali frétta og því hvort sagt er satt eða logið.


mbl.is Ögmundur: Ég náði þér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Fréttamenn sögðu satt.

Það er bara þannig.

Ögmundur er bara í einhverri örvæntignarfylltri leið til þess að klóra í bakkann.

En þetta er búið spil.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.2.2012 kl. 11:14

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það þarf nú að teygja sig ansi langt til að halda því fram að fréttamennirnir hafi sagt satt - en þú ert bersýnilega tilbúinn til þess

Þorsteinn Siglaugsson, 14.2.2012 kl. 11:27

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

http://www.ruv.is/frett/ogmundur-sagdi-ja-vid-sjodabraski

mæli með að þú horfir á myndskeiðið.

þessar tölur koma frá althingi.is

Sleggjan og Hvellurinn, 14.2.2012 kl. 11:32

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þvílík della er þetta. Ögmundur sagði í kastljósviðtalinu að hann hefði andmælt þessu tiltekna ákvæði og ekki greitt því atkvæði sitt. Rúv gefur í skyn að hann hafi sagt ósatt og gerir það að stórfrétt. En engin innistæða er fyrir þessum aðdróttunum. Það er ömurlegt að sjá hvað sumir virðast tilbúnir að hagræða sannleikanum til þess eins að bakka upp eitthvert pakk sem þeir hafa í heimsku sinni tekið ákvörðun um að bakka upp hvernig sem allt veltist.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.2.2012 kl. 11:37

5 identicon

Heill og sæll Þorsteinn fornvinur; sem og aðrir gestir, þínir !

Þorsteinn minn !

Þú ferð; villur vegar, í þessum aumkunarverðu tilraunum þínum, til þess að réttlæta framgöngu þessa Andskotans fúskara - og lýðskrumara, sem Ögmundur Jónasson hefir reynst vera, ALLA TÍÐ.

Hins vegar er það rétt; að Helgi Seljan (yngri), hefði mátt vera 1/2 aðgangs harðari, gagnvart þessum kóna, á dögunum.

Að þessu sinni; hafa Sleggju / Hvellirnir, all nokkuð, til síns máls, blessaðir.

Með beztu kveðjum; sem ávallt, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 11:53

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þorsteinn.

Staðreyndirnar tala sínu máli... það er betra fyrir þig að bakka út núna og viðurkenna að þú hefur haft rangt fyrir þér. Og biðjast afsökunnar.

 Annars fer þetta að verða dálítið vandræðalegt hjá þér.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.2.2012 kl. 12:03

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef þú segir mér um hvað Ögmundur sagði ósatt þá skal ég viðurkenna að hafa haft rangt fyrir mér. Staðreynd málsins er nefnilega sú að hann sagði ekki ósatt um neitt, en RÚV gaf það í skyn, ranglega.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.2.2012 kl. 12:14

8 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Þorsteinn, Ögmundur greiddi atkvæði með lögunum á Alþingi.  Það er staðreynd sem Ögmundur er að reyna að neita.

Einnig virðist Ögmundur ekki skilja að orðalagið er það sama og notað er í Modern Portfolio Theory, að ávaxta eignir með tilliti til áhættu.  Það þýðir að vextir eigi að fara eftir áhættu eignasafnsins og tryggingafræðilegri ávöxtunarkröfu.

Ef Ögmundur er að mótmæla því að það eigi að ná hæstu mögulega ávöxtun á hverjum tíma þá hlýtur hann að vera að vísa í tryggingafræðilega ávöxtunarkröfu upp á 3,5% en ekki orðalag laganna um ávöxtun miðað við áhættu.

Lúðvík Júlíusson, 14.2.2012 kl. 12:24

9 identicon

Tek undir með þér Þorsteinn.

Það er ömurlegt að sjá útvarp allra landsmanna leggjast svona lágt til þess með öllum brögðum að koma höggi á einn af okkar heiðarlegustu alþingismönnum.

Alveg eins og Ögmundur beri einn ábyrgð á öllu tapi lífeyrissjóðakerfisins, þó svo að hann hafi um tíma verið einn af 7 stjórnarmönnum í lífeyrissjóði starfsmanna Ríkisins, þar sem hann var alltaf mjög gagnrýninn.

En það er alveg vitað afhverju RÚV og fleiri fjölmiðlar og þessir bloggarar sem hér fara hamförum láta svona. Það liggur alveg í augum uppi. Af því að Ögmundur er gallharður ESB andstæðingur og ætlar ekki að láta valta yfir sig í þeim málum, þá hefur verið gefið út sérstakt veiðileyfi á hann og fleiri. Það er hægt að nefna fjölmörg dæmi um svona svipað einelti af hendi RÚV og þessum sömu aðilum gagnvart ESB andstæðingum.

Gunnlaugur I (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 12:58

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Lúðvík: Ég hef hvergi séð að Ögmundur hafi neitað því að hafa greitt atkvæði með lögunum. Hann sagðist hafa andmælt ákvæðinu, þ.e. breytingartillögunni og ekki greitt henni atkvæði sitt.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.2.2012 kl. 13:06

11 Smámynd: hilmar  jónsson

Og hvað ? Af hverju fylgdi Ögmundur ekki sannfæringu sinni eftir og sagði sig úr stjórn sjóðsins og þannig að leggja skýrari og ákveðnari áherslu á varnaðarorð sín, í stað áframhaldandi þátttöku í ruglinu ?

hilmar jónsson, 14.2.2012 kl. 13:34

12 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Gunnlaugur I !

Hefir þér; hlotnast höfuðhögg nýverið, ágæti drengur ?

Ögmundur Jónasson; er Lyga- Mörður, af fyrstu ° - og Drullusokkur síngírni og blaðurs, út í 1 - vesalingur; sem komist hefir upp með, að ljúga og svíkja, ár og síð.

Hann ætti; að vera sá allra fyrsti, sem skúbbað frá frá Lífeyrissjóða braskinu, þó svo lítil líkindi séu til, að íslendingar hafi þann manndóm til að bera, að svæla út, stjóra safn Líufeyrissjóðanna, svo sem.

Löngu tímabært; að slökkva á þessu viðrini, Gunnlaugur minn !

Með; ekki síðri kveðjum - en þeim öðrum, og fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 13:35

13 identicon

Íslendingar og Lífeyrissjóðanna; átti að standa þar. Afsakið; fljótfærni nokkra, á mínu lúna lyklaborði, piltar.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 13:37

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hann sat hjá. Sagði ekki NEI.
Svo sagði hann JÁ við allt heila klabbinu nokkru síðar.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.2.2012 kl. 13:41

15 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Hægan hægan strákar!! Er ekki RÚV nú þegar orðið frægt fyrir einmitt svona fréttaflutning og ekki síst viðtals tækni sína sem er hætt var að nota á norðurlöndum fyrir 20 árum síðan. Svo er annað mál hvað er rétt í þessu og hvað ekki, það læt ég fjúka burt með með prumpulyktinni að þesskonar fréttamennsku. Hægt er að snúa öllu í andhverfu sína með "vissum" aðferðum. Og hana nú!

Eyjólfur Jónsson, 14.2.2012 kl. 13:56

16 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Já Eyjólfur. Við skulum prumpa á staðreyndir. Þær skipta engu.

Það er hið nýja ísland.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.2.2012 kl. 14:02

17 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sat hjá, já. Andmælti ákvæðinu, já. Þetta er líka það sem hann gerði grein fyrir í viðtalinu. Málið snýst um að RÚV reyndi að láta líta út fyrir að þar hefði hann sagt ósatt. En það var ekki svo. Og ég fæ nú ekki séð að einhverju breyti hér að hann hafi ekki sagt sig úr stjórn sjóðsins. Gerir það óheiðarleika RÚV eitthvað minni? Það held ég ekki.

Það er gott, Hilmar, að halda sig við efnið sem til umræðu er, sé maður á annað borð fær um það.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.2.2012 kl. 14:06

18 Smámynd: hilmar  jónsson

Bíddu, slæddist ekki staða Ögmundar í LSR málinu inn í umræðuna ? Eða er síðuhafi svona low life hrokagikkur sem telur sig þess umkominn að censora ?

Eigðu þinn hrokahátt..Mun ekki ónáða þig frekar..

hilmar jónsson, 14.2.2012 kl. 14:12

19 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ögmundur er að beita blekkingum í þessu máli. Það er nú bara þannig.

Hann á að segja af sér.

Þá sérstaklega fyrir lífeyrissjóðssukkið. Hann var stjórnarformaður.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.2.2012 kl. 14:13

20 identicon

Nú voru þessi lög sett.

Lífeyrissjóðir áttu að hámarka ávöxtun miðað við áhættu.

Ég held að við vitum alveg hvað það merkir. Eftir því sem áhættan er meiri á ávöxtunin að vera hærri, er það ekki?

Er það þá þannig að krafan er gerð að lífeyrissjóðir ávaxti í dag í grískum ríkisskuldabréfum, svo portúgölskum og írskum, þ.e. af því fjármagni sem þeir eiga enn erlendis?

https://www.maxblue.de/de/maerkte-anleihe.html?isin=GR0124021552

Ávöxtun á þessum skuldabréfum eru á ársgrundvelli tæp 220%.

Sama hvað lög segja um hámarkskröfu um ávöxtun, eiga lög ekki að gefa afslátt af áhættugreiningu, kommon sense og siðferðilegrar skyldu einstaklinga við ákvarðanatöku.

Stefán (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 14:18

21 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hverjar eru blekkingarnar? Ég hef spurt þig að því áður en engin svör fengið? Hverjar eru blekkingarnar? Hver eru ósannindin?

Þorsteinn Siglaugsson, 14.2.2012 kl. 14:35

22 identicon

Sælir; sem fyrr !

Hilmar Jónsson !

Svo vel; þekki ég til Þorsteins síðuhafa, fornvinar míns, að um flest má hann saka, en hrokahátt, ágæti drengur.

Þeirra hluta vegna; getur þú alveg látið þinn landlausa vinstri huga reika Hilmar minn - þó ykkur; sem trúðuð á félagshyggju blaðrið, sé brugðið illilega, að vita það, að sú hyggja var - og er; hjóm eitt.

Næsta verkefni er; að ÚTRÝMA frjálshyggju andskotanum, Hilmar minn !

Með Falangista kveðjum (Francós Ríkismarskálks og Gemayel feðga í Líbanon); úr Árnesþingi / sem fyrr 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 14:36

23 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvernig getur Ögmundur fullyrt að hann hafi mótmælt umræddri braskgrein? Hann er ekki einu sinni á mælendaskrá í þingumræðunni um málið.

Ef hann meinar að hann hafi mótmælt þessu við kvöldverðarboðið heima hjá sér, getur vel verið að hann sé að segja satt. En ef hann er að meina að hann hafi mótmælt þessu á Alþingi, er hann greinilega að ljúga því líka, til viðbótar við allt hitt.

Theódór Norðkvist, 15.2.2012 kl. 00:26

24 Smámynd: Theódór Norðkvist

...kvöldverðarborðið...

Theódór Norðkvist, 15.2.2012 kl. 00:28

25 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ögmudnur er bara að ljúga að þjóðinni til að bjarga rassgatinu á sjálfum sér.

HAnn á að segja af sér.

Sleggjan og Hvellurinn, 15.2.2012 kl. 08:06

26 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er nú að verða frekar hjákátlegt hjá þér góurinn. Ég er tvisvar búinn að biðja þig að benda á í hverju þessar meintu lygar eru fólgnar, en þú virðist allsendis ófær um það. Heldur bara áfram að endurtaka sömu upphrópanirnar.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.2.2012 kl. 09:12

27 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 15.2.2012 kl. 09:45

28 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sjá hvað í ósköpunum, væni minn? Hverjir greiddu atkvæði með heildarlögunum? Ögmundur hefur aldrei neitað því að hafa gert það, það er búið að koma svo oft fram að það þarf ólæsan mann til að vita það ekki.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.2.2012 kl. 12:04

29 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Heildarlögin eru þau sem skipta máli.

Sleggjan og Hvellurinn, 15.2.2012 kl. 12:22

30 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvað með það? Ég spurði þig í hverju ósannindin væru fólgin. Þú hefur ekki svarað því, enda getur þú það ekki.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.2.2012 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 287740

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband