26.1.2012 | 00:28
Siðferði eða grautur
Þingmönnum Samfylkingarinnar var hótað að ef þeir greiddu ekki atkvæði "rétt" í málinu yrði þeim refsað í prófkjörum. Þeir myndu semsagt missa saltið í grautinn sinn.
Í fréttinni er vitnað í þau orð Kjartans Valgarðssonar að flokksmenn, en 90% þeirra munu vilja hengja Geir Haarde fyrir meintar syndir Davíðs Oddssonar, að þeir mætu meira siðferði en salt í grautinn.
Grautargerðin verður nú tæpast magnaðri - með eða án salts.
En mikið óska ég þess að 90% Samfylkingarmanna forðist framvegis að fylgja samvisku sinni.
90% fundarmanna ósátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:29 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað er Davíð að Kenna? Var hann einvaldur á Íslandi? Réði hann yfir Evrópu og heiminum öllum, þar sem eins eða mjög svipað var farið að í stjórnun peningamála og í einkavæðinu banka og annarra ríkisfyrirtækja?
Reyndar stóð ríkisstjórn hans og síðar Geirs sig betur en flestir aðrir varðandi rekstur ríkissjóðs, en skuldir ríkisins voru greiddar niður með fádæma hraða í góðærinu og við værum mun verr sett í dag ef svo hefði ekki verið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.1.2012 kl. 01:13
Nákvæmlega ? Ég fékk aukaslög fyrir hjartað þegar ég las þetta. Hélt að Davíð væri tær og syndlaus maður.
Síðast þegar ég tékkaði ( í Mogganum ) þá hafði Davíð löngu séð hrunið fyrir.
Og sem Seðlabankankastjóri bjargað því sem bjargað var...
Er einhver misskilningur hér á ferð ? Eða ertu ekki örugglega í flokknum Þorsteinn ?
hilmar jónsson, 26.1.2012 kl. 01:28
Vel fór á með þeim Berlúskóni og Davíð hérna um árið þegar ekki barst neitt tilboð í verktöku Kárahnjúkavirkjunar. Nokkrum vikum eftir heimkomu Davíðs úr höllu Berlúskónís barst tilboð frá Imprégíló. Þannig virðast völd Davíðs og áhrif víða hafa teygt sig. Og ekki má gleyma Sjálfstæðisflokknum. Ekki var hann sjálfstæðari en svo að þar var einn foringi, einn vilji, einn flokkur! Minnir það ekki ískyggilega á einræðið?
Jafnan var beðið eftir að Davíð tók ákvörðun. Þá voru allir í Sjálfstæðisflokknum sammála, nema kannski Ólafur F. Magnússon á frægum landsfundi en þá skildu leiðir hans við Sjallanna um tíma. En eftir að þeim tókst að sprengja borgarstjórnarmeirihluta vinstri manna, var hann dubbaður upp sem borgarstjóri um stund uns hann fékk að kenna til tevatnsins.
Megum við ekki þakka guðunum fyrir að lýðræðið sé virkt í einhverjum stjórnmálaflokkum á Íslandi?
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 26.1.2012 kl. 08:19
Lesa textann piltar mínir. Þar stendur "MEINTAR syndir Davíðs Oddssonar".
Þorsteinn Siglaugsson, 26.1.2012 kl. 10:15
Það er hins vegar rétt að Davíð lýsti áhyggjum af stöðunni. En ekki varð samstaða um að taka mark á þeim. Hvort ætli það hafi nú verið flokksbræður hans eða Samfylkingarmenn sem hafi talið minni ástæðu til að hlusta?
Þorsteinn Siglaugsson, 26.1.2012 kl. 10:16
"...vilja hengja Guð blessi Ísland fyrir meintar syndir DO"?
"Reyndar stóð ríkisstjórn hans og síðar Geirs sig betur en flestir aðrir varðandi rekstur ríkissjóðs, en skuldir ríkisins voru greiddar niður með fádæma hraða í góðærinu og við værum mun verr sett í dag ef svo hefði ekki verið."?
Ykkur er ekki viðbjargandi! Þið takið afneitun upp í æðra veldi.
Þið eruð kannski að rembast við að vera "djöfulsins snillingar"?
Jóhann (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.