17.1.2012 | 09:04
Stórmannlegt og rökrétt
Það er stórmannlegt af Ögmundi að viðurkenna að mistök hafi verið gerð, ekki aðeins með því að ákæra Geir einan heldur einnig með því að ætla yfirleitt að draga fáeina stjórnmálamenn fyrir dóm vegna atburða sem augljóst er að þeir báru alls ekki ábyrgð á einir og líklega aðeins að afar litlu leyti.
Eins og Ögmundur útskýrir átti aðdragandi efnahagshrunsins ekki síst rætur í hjarðhegðun þar sem hver apaði eftir öðrum og allir forðuðust að hlusta á gagnrýnisraddir. Sá hefndarhugur sem málshöfðunin byggir á átti sér ekki ólíkar sálfræðilegar rætur. Það ber vott um stórmennsku og skýra hugsun að viðurkenna þetta.
Eins og Ögmundur útskýrir átti aðdragandi efnahagshrunsins ekki síst rætur í hjarðhegðun þar sem hver apaði eftir öðrum og allir forðuðust að hlusta á gagnrýnisraddir. Sá hefndarhugur sem málshöfðunin byggir á átti sér ekki ólíkar sálfræðilegar rætur. Það ber vott um stórmennsku og skýra hugsun að viðurkenna þetta.
Rangt að ákæra Geir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:21 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég held að það sé nauðsynlegt að skoða þátt stjórnvalda í þessu hruni og þetta dómsmál er hluti af því. Ef Geir ber enga ábyrgð þá verður málinu vísað frá dómi eða hann einfaldlega fundinn saklaus. Þarf saklaus maður að óttast íslenskt dómskerfi?
Lúðvík Júlíusson, 17.1.2012 kl. 09:50
Á sínum tíma stóð til að ákæra fjóra ráðherra. Á endanum var tekin pólitísk ákvörðun um að ákæra aðeins einn því tilteknir þingmenn Samfylkingarinnar ákváðu að forða eigin ráðherrum undan ákæru (hvort sem þeir tóku það upp hjá sjálfum sér eða það var undirbúið).
Öllum bærilega skynsömum mönnum er auk þess ljóst að þáttur ríkisstjórnarinnar sem sat rétt fyrir hrunið er smávægilegur. Nær er að skoða rætur þess sem hér átti sér stað en að reyna bara að hengja næsta mann sem finnst í næsta ljósastaur og halda að í því felist eitthvert uppgjör.
Það er vitanlega nauðsynlegt að skoða þátt stjórnvalda í hruninu, en það verður ekki gert af neinu viti með þessum hætti. Líklegra er að þegar Geir hefur verið sýknaður (enda er nokkuð augljóst að málið fer þannig) telji menn að þar með sé búið að skoða þátt stjórnvalda. En eins og Ögmundur bendir á fer því auðvitað víðsfjarri.
Þorsteinn Siglaugsson, 17.1.2012 kl. 10:16
Algjörlega sammála þér, Þorsteinn
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.1.2012 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.