9.12.2011 | 11:37
Einstaklingshyggja Ayn Rand
Fyrir rúmlega 20 árum þýddi ég skáldsögu rússnesk-bandaríska rithöfundarins og heimspekingsins Ayn Rand, The Fountainhead, sem gefin var út af Fjölsýn forlagi 1991.
Nú nýverið kom bókin út í endurskoðaðri þýðingu á vegum Almenna bókafélagsins, undir heitinu Uppsprettan.
Aðalsöguhetja Uppsprettunnar er arkitektinn Howard Roark, módernisti og hugsjónamaður sem neitar að gera málamiðlanir gagnvart list sinni. Sagan er grípandi og söguhetjurnar margar hverjar stórbrotnar.
Ayn Rand fæddist í Rússlandi árið 1905. Hún nam sögu og heimspeki í St. Pétursborg, en flúði til Bandaríkjanna rúmlega tvítug, árið 1926, og bjó þar síðan. Hún varð þar vinsæll rithöfundur og áhrifamikill heimspekingur og stjórnmálahugsuður.
Uppsprettan var fyrsta skáldsaga Rand sem náði verulegum vinsældum. Bókin kom út í miðri heimsstyrjöldinni, 1943 eftir að 12 útgefendur höfðu áður hafnað henni. Hún hlaut litla markaðssetningu og blendnar viðtökur gagnrýnenda. Öllum að óvörum varð Uppsprettan þó metsölubók sem enn rennur út í bílförmum og hefur verið þýdd á fjölda tungumála.
Ekki er vafi á að það er ekki aðeins grípandi söguþráður sem veldur vinsældum þessarar bókar heldur sá heimspekilegi undirtónn sem þar er að finna. Í Uppsprettunni tekur Rand til kostanna siðfræðihugmyndir sínar, sem um margt eru nýstárlegar, og prófar þær í þeim söguheimi sem hún skapar.
Í stuttu máli snýst heimspeki Rand um mjög róttæka einstaklingshyggju sem grundvallast á frumsetningum heimspekikerfis hennar, objektivismans, sem þýða mætti sem hluthyggju á íslensku. Forsenda siðferðisins, samkvæmt Rand, er að maðurinn þarf að viðhalda eigin lífi. Af þessu leiðir hún að öll siðferðisgildi hljóti að miða að þessu marki. Því sé ósiðlegt að einstaklingurinn fórni sér fyrir aðra og einnig ósiðlegt að hann geri kröfu um að aðrir fórni sér fyrir hann. Rand endurskilgreinir egoismann, eða sjálfselskuna, og telur hina sönnu sjálfselsku, sem sé grunnur alls siðferðis, vera að lifa og starfa sem sjálfstæð hugsandi vera, forðast að nota aðra og forðast að láta aðra nota sig. Egoisti Rand er þannig maður sem lifir aðeins sjálfum sér. Hann sækist ekki eftir völdum yfir öðru fólki, ekki eftir peningum peninganna vegna, heldur aðeins því að lifa eins heilsteyptu, heiðarlegu og skapandi lífi og honum er unnt.
Ayn Rand varð kannski þekktust fyrir stjórnmálaheimspeki sína, en hún grundvallast á siðfræðikenningu hennar. Rand áleit kapítalismann vera eina stjórnskipulagið sem væri siðferðilega réttlætanlegt því það væri það eina sem gerði manninum kleift að breyta siðlega. Hún áleit hins vegar að sá hreini kapítalismi sem hún aðhylltist hefði hvergi verið til og raunar óvíst að hann yrði nokkurn tíma til. Hún er að þessu leyti ólík hefðbundnum hægrimönnum sem gjarna álíta kapítalismann gallaðan en þó illskástan þess sem í boði er, enda gagnrýndi Rand gjarna bandaríska hægrimenn og frjálshyggjumenn, sem þó vilja margir tengja hugmyndafræði sína kenningum hennar. Enn meira fór þó fyrir gagnrýni hennar á samhyggju og alræðisstefnur á borð við kommúnisma, fasisma og nasisma, enda gengju slíkar stefnur þvert gegn möguleika mannsins til siðlegs lífs.
Heimspeki Ayn Rand vakti litla athygli í fræðaheiminum lengi framan af, kannski meðal annars vegna stjórnmálaskoðana hennar, en einnig vegna þess hve brotakennt höfundarverk hennar er og erfitt að staðsetja hana innan meginstrauma heimspekinnar. Á síðustu árum hefur áhugi á kenningum hennar hin vegar farið vaxandi og hafa nokkrar áhugaverðar bækur komið út um Rand undanfarið. Það er vel, enda er Ayn Rand afar áhugaverður heimspekingur og mikið verk óunnið í rannsóknum á kenningum hennar og tengslum við aðrar heimspekistefnur. Meðal annars má benda á "Ayn Rand, the Russian Radical" eftir Chris Matthew Sciabarra, sem kom út 1995 ef ég man rétt og gefur afar glögga mynd af heimspeki Rand og tengslum við stefnur og strauma á 19. og 20. öld.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bækur, Heimspeki, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:48 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ábyggilega er mikið í höfund þessarar bókar spunnið sem elst upp í því upplausnarástandi sem fyrri heimstyrjöldin var og byltingin mikla í Rússlandi sem át börnin sín.
Auðvitað er þessi bók komin á lestrarlistann minn.
Þakka þér Þorsteinn fyrir ábendinguna!
Kv.
Guðjón Sigþór Jensson, 9.12.2011 kl. 16:14
Það sama hér :-)
Sumarliði Einar Daðason, 9.12.2011 kl. 20:37
Heill og sæll Þorsteinn fornvinur æfinlega - og sælir, aðrir gestir þínir !
Þakka þér fyrir; þessa athyglisverðu og þörfu ábendingu, til þessarrar merku konu, Þorsteinn.
Aldrei; of mikið pláss í hillum, fyrir áhugaverðar hugrenningar á Heimspeki sviðinu.
Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 14:12
Kærar þakkir fyrir viðbrögðin.
Þorsteinn Siglaugsson, 12.12.2011 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.