Mengunarkvóti er takmörkuð auðlind

Það er vitanlega ekki heppilegt ef verksmiðjan ræður ekki við að greiða fyrir kolefniskvótann, í það minnsta til skemmri tíma litið. Störf tapast og áhrif á viðskiptajöfnuð eru væntanlega neikvæð.
Á móti kemur að þessi verksmiðja greiðir afar lágt orkuverð ef ég man það rétt. Eftirspurn eftir orku virðist umtalsvert meiri en framboðið um þessar mundir og verði þessari verksmiðju lokað verður væntanlega hægt að selja orkuna á hærra verði til annarra aðila.

Meginatriði málsins er þó að kolefniskvóti er takmörkuð auðlind sem fara þarf vel með. Við höfum vissar mengunarheimildir og miklu skiptir að þær séu nýttar á sem hagkvæmastan hátt. Það verða vafalaust nógir um hituna að kaupa upp kolefniskvóta járnblendiverksmiðjunnar án þess að það ríði rekstri þeirra að fullu. Störfin sem tapast eru því líkleg til að skapast annars staðar, í arðbærari rekstri, en auðvitað gerist það ekki strax.


mbl.is Loka ef skattur verður lagður á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Nú þegar er fyrirtækið þarna, sem og önnur fyrirtæki, búið að leggja í miklar og dýrar fjárfestingar í síum og öðrum græjum sem gera það að verkum að útblásturinn standist reglugerðir um innihald og þéttleika ýmissa efna. Þetta er kostnaður sem féll á fyrirtækið, ríkinu að fyrirhafnarlausu. Getur fyrirtækið selt hinar dýru síunargræjur núna ef kolefnisskatturinn bætist við útgjöld þess? Eða þarf fyrirtækið að standa undir bæði kostnaði vegna reglugerða, og hinum nýja skatti?

Geir Ágústsson, 23.11.2011 kl. 09:36

2 identicon

Gallinn er hinsvegar sá að aðrir kaupendur orkunnar eru ekki komnir og koma ekki ef af þessari skattlagningu verður. Nú þegar hafa viðræður og fyrirhuguð útboð fyrir kísilverksmiðju á suðurnesjum verið slegið á frest vegna þessa máls. Svipað er að gerst fyrir norðan. Og þetta var kornið sem stöðvaði sementframleiðslu og brátt þarf að flytja allt sement inn. Fleiri munu síðan loka, draga úr starfsemi eða fresta fyrirhuguðum stækkunum og við sitjum uppi með aukið atvinnuleysi, óseljanlega orku, hærri skatta og aukinn landflótta. Bara tillagan og umræðan hefur nú þegar fælt frá og valdið skaða. Sé ekki samningum við ríkið treystandi er til lítils að gera áætlanir og semja. Þetta hefur þar að auki ekki bara að gera með kolefniskvótann. Þetta er skattur á aðföng, hráefni sem að hluta fer í framleiðsluna. Nokkuð fáránlegt að borga mengunarskatt af kolefni sem blandað er samanvið járn.

Svo má bæta því við að kolefnisskatturinn á bensín og diesel hækkar um 20% með tilheyrandi vísitöluhækkunum og minni hagvexti.

NonnoV (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 13:26

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Tvísköttun á vissulega ekki að eiga sér stað, það er alveg rétt. Og samninga eiga menn að standa við. Eðlilegast væri að mengunarkvótar yrðu boðnir upp í stað þess að beita skattlagningu. Þá væri hagkvæmni best tryggð.

Þorsteinn Siglaugsson, 25.11.2011 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband