Kemur ekki á óvart

Það segir sig vitanlega sjálft að þurfi fyrirtæki sem fengið hafa hráefni sitt ókeypis að fara að greiða fyrir það hefur slíkt neikvæð áhrif á afkomu þeirra. Það þarf engum að koma á óvart.
Sama á við um fyrirtæki sem fénýta réttindi sem tilheyra öðrum, án þess að bætur komi fyrir. Afkoma þeirra hlýtur að versna verði þeim gert að greiða fyrir nýtinguna.
mbl.is Neikvæð áhrif upp á 320 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Skil ég þig rétt, Þorsteinn, að útgerðarfyrirtæki hafi fengið hráefni sitt ókeypis? Það er nýtt innlegg í umræðuna.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.10.2011 kl. 17:40

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Útgerðarfyrirtæki fengu nýtingarréttinn á fiskistofnunum ókeypis. Það er sambærilegt við að framleiðslufyrirtæki fái hráefni sitt ókeypis.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.10.2011 kl. 21:22

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Útgerðarfyrirtæki fær úthlutað kvóta, sendir skip á veiðar og kemur með afla á land og selur.

Framleiðslufyrirtæki kaupir hráefni og vinnur úr því og selur.

Að hluta til er þetta sambærilegt en þó vantar eitt atriði inn í hjá framleiðslufyrirtækinu sem útgerðin þarf með lögum að hafa.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.10.2011 kl. 21:35

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er ekki vitlaust að setja þetta í annað samhengi. Hugsum okkur að það endi með því að takmarka verði aðgang ferðamanna að hálendinu. Það gæti reyndar alveg gerst fyrr en síðar. Hvort væri þá eðlilegra að bjóða út "ferðamannakvóta" eða afhenda hann ókeypis ferðaskrifstofum og rútufyrirtækjum sem vill svo til að hafa verið að flytja ferðamenn upp á hálendið síðustu þrjú árin og banna öðrum aðgang? Væri stjórnvöldum heimilt að gera slíkt og afnema þannig með einu pennastriki þann rétt sem almenningur hefur haft til að þvælast um hálendið, með ferðamenn eða án þeirra, frá landnámi?

Þorsteinn Siglaugsson, 27.10.2011 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband