24.10.2011 | 15:32
Útlenskt kjöt stórhættulegt!
Mikið vildi ég að fólk hætti að agnúast út í landbúnaðarráðherrann fyrir að koma í veg fyrir að hingað sé flutt baneitrað útlenskt kjöt af alls kyns útlenskum kvikindum.
Útlenskt kjöt (og reyndar annar útlenskur matur líka) er stórhættulegt. Það sannast á því að margmilljónfalt fleiri útlendingar fá matareitrun en Íslendingar, sérstaklega þó í Evrópusambandinu auðvitað!
Útlenskt kjöt (og reyndar annar útlenskur matur líka) er stórhættulegt. Það sannast á því að margmilljónfalt fleiri útlendingar fá matareitrun en Íslendingar, sérstaklega þó í Evrópusambandinu auðvitað!
Borðuðu smyglað kjöt og veiktust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:38 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er minnst á það í fréttinni að samskonar sýking hafi komið upp á sjúkrahúsi fyrir nokk mörgum árum, og verið rakin til rjómabolla.
Ef minnið í mér virkar rétt, þá var mikið leitað að pöddunni í bollunum, þar sem sýkingin kom upp eftir bolludag.
Ekki er nú mikið um salmonellu í rjóma eða deigi, enda salmonellusmit nánast óþekkt í mjólkurvörum, og venjulegur bakstur nóg til að drepa nelluna. (60 gráður í 6 mínútur dugar venjulega, og mjólk er gerilsneydd við 76 gráður)
Niðurstaðan var innflutt (amerískt) Iceberg salat.
Sel það ekki dýrara en ég man það. En vel man ég eftir þessu....
Jón Logi Þorsteinsson, 24.10.2011 kl. 15:47
Banvænt. Eins og kamfýlóbakterii í íslensku kjúklingunum?
Njörður Helgason, 24.10.2011 kl. 15:53
Já, það var svo sem eftir þessum útlendingum að vera að klastra káli á rjómabollurnar :)
Þorsteinn Siglaugsson, 24.10.2011 kl. 15:57
Mín upphefð kemur að utan!
Það er lítið sport í því að naga af hnútum íslenskra lamba ef maður á kost á útlendu keti.
Jafnvel þótt það kosti soldið vesen á spítala.
Árni Gunnarsson, 24.10.2011 kl. 15:57
Það sannast í þessu tilfelli að það á aldrei að bera á borð hrátt kjöt, skiptir engu máli af hvaða kvikindi það er. Það er algengur misskilningur að eldunin "rear" tákni "hrátt" en svo er ekki. Rear þýðir lítið eldað en allt kjöt verður alltaf að ná a.m.k. 64°C (148°F) kjarnhita sem er viðmiðunarhitastig gerilsneyðingar. Fólk sem heldur að það sé "flott" að borða hrátt kjöt er á villigötum. Maður hefur heyrt jafnvel lærða kokka tala um að meiri eldun en minni á t.d. nautakjöti sé eyðilegging á kjötinu. En því fer víðs fjarri. Eftir því sem kjöt er eldað meira, án öfga þó, verður það bragðmeira og bragðbetra en ella, svo einfalt er það.
corvus corax, 24.10.2011 kl. 16:07
Það var salmonellu sýking í íslenskum kjöti fyrir nokkrum mánuðum.
Þá er Íslenskt kjöt stórhættulegt.
Og samkvæmt þér er útlenskt kjöt stórhættulegt
Sem gera samansem ALLT KJÖT ER STÓRHÆTTULEGT
Sleggjan og Hvellurinn, 24.10.2011 kl. 16:26
corvus corax, þú hefur fullkomlega rangt fyrir þér með nautakjötið. Vel steikt er undantekningarlaust seigt. "medium rear" er frábært, ef kjötið er rétt verkað eins og er í öllum löndum, nema á Íslandi. Mauksteikt lambakjöt og andakjöt er frábært, en mér skilst að hægt sé að kaupa hrátt og fryst kjöt af nánast öllum innfluttum ( dauðum )dýrategundum í matvöruverslunum á Íslandi í dag.
Það hlýtur að vera frábært eftirlit með innflutningnum, þótt ég sé mjög efins. Tek fram að ég hef ekki búið á þrælaeyjunni í 22 ár og hef þetta bara af afspurn.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 16:28
Mikið rosalega langar mig í rjómabollu núna.
Hörður (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 16:38
V.Jóhannsson, þú ert fullkomlega ólæs. Ég skrifaði: eftir því sem kjöt er eldað meira, án öfga þó, verður það bragðmeira og bragðbetra en ella. Ekki minntist ég á hvort kjötið yrði seigt eða ekki. "medium rear" er ekki hrátt, það er eldað en misskilningurinn sem ég minntist á felst í því að sumir halda að rear sé hrátt en það er ekki þótt "rear" sé minnst eldað. Hrátt kjöt etur ekki fólk með fullu viti nema það sé til í að taka áhættu með eigin heilsu og allra síst fuglakjöt eða villibráð.
corvus corax, 24.10.2011 kl. 16:41
Rare er auðvitað ekki alveg hrátt, en það er mjög lítið eldað. Svo er hægt að fá saignant í Frakklandi, það þýðir blóðugt. Það er enn minna eldað, næstum ekki neitt. Í Evrópu fær maður svo carpaccio, sem er hrátt nautakjöt, beuf tartare sem er hrátt nautahakk og ýmsan annan hráan mat. Sashimi og sushi er ekki eldað neitt en þykir hinn best matur. Oftast er það fiskur en ekki alltaf.
Þorsteinn Siglaugsson, 24.10.2011 kl. 16:46
Þætti gaman að vita hvað "rear" kjöt er... er það af afturendanum á skepnunni ?
Annars er þetta þrælfyndin umræða, hef verið búsett erlendis í 15 ár, og er ekki dauð enn !!
Jónína Christensen, 24.10.2011 kl. 18:39
Jón Logi. Svar þitt er rangt.
Sýkingin hafði ekkert með salat að gera heldur var rjóminn í bollunum þeyttur í áhöldum sem höfðu ekki verið þrifin nægjanlega vel eftir baksturinn og því smitaðist salmonella úr íslenskum eggjum yfir í rjómann.
Af þessu hlutust dauðsföll þó reyndar fólkið sem lést hafi verið mikið veikt fyrir og mátti ekki við sýkingu sem slíkri.
Þannig að allir ættu að sjá að íslenskar landbúnaðarafurðir eru stórhættulegar.
Nei auðvitað þarf að gera hlutina rétt. Það er að sjálfsögðu ekki í lagi að smygla kjöti en ef þessi stórkostlega gáfaði kokkur hefði nú athugað að elda fuglakjötið í gegn eins og þumalputta reglan segir þá hefði ekkert gerst.
Annars er fátt jafn gott og íslenskt lambalæri kryddjað með íslenskum jurtum og hvítlauk og vel rautt að innan. ca. 67-8 gráðu kjarnhiti. (til að svara ofureldunarpésunum)
Andri (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 20:24
Rear er auðvitað af raskatinu, Jónína.
Þú hlýtur að vera göldrótt fyrst þú ert enn á lífi eftir öll þessi ár meðal útlendinga ;)
Þorsteinn Siglaugsson, 24.10.2011 kl. 21:03
Augljóst er af fréttinni að hollensku endurnar voru illa matreiddar. Betra hefði verið að þær hefðu verið enn í frystikistunni eða að fúskeldamennskunni hefði verið fleygt.
Góðar stundir!
GJ
Guðjón Sigþór Jensson, 24.10.2011 kl. 23:05
Hefur fólk ekki lært neitt af Dýrunum í hálsaskógi: óheiðarlega fenginn matur er stórvarasamur
maggi220 (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 00:17
http://lmgtfy.com/?q=http%3A%2F%2Flandlaeknir.is%2F%3FPageID%3D776
http://scholar.google.dk/scholar?q=salmonella+in+milk&hl=is&as_sdt=0&oi=scholart
Salmónella finnst í öllum mat. Af hverju haldið þið að mjólk sé gerilssneydd áður en hún fer í verlsanir?
Hér er fjallað um Salmónellu sýkingu í íslensku kúabúi ?!
http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=681806
Runar i Gudjonsson (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 10:21
Andri:
"
Jón Logi. Svar þitt er rangt.
Sýkingin hafði ekkert með salat að gera heldur var rjóminn í bollunum þeyttur í áhöldum sem höfðu ekki verið þrifin nægjanlega vel eftir baksturinn og því smitaðist salmonella úr íslenskum eggjum yfir í rjómann."
Sem þó nokkur kokkur á landi og stundum á sjó, þá þekki ég lítt til salmonellusmits frá mjöli, og þess utan nota ég lítt sömu áhöldin við bakstur og þeytingu, nema þá kannski hrærivél, en í eldhúsi fyrir bara eina bátsáhöfn þá er það ekki lengur sameiginleg græja. Og ekki notar maður spaðann beint úr eggjunum yfir í rjómann, né eru egg með rjómabollum svo best ég þekki.
Ég stend á því að það hafi verið í fjölmiðlum, að uppruni smits hafi komið úr salati eða káli, Amerískt Iceberg minnir mig. Það var leitað að upprunanum í gegn um rjómann, en hann hefur þá bara verið flutningsleið. Það gæti dugað brauðbretti eða hnífur, og sjálfsagt er nýþeyttur rjómi mun kærari staður fyrir örverur heldur en þurrt brauð.
Mér er þetta hugstætt af því að á þeim tíma var ég mjólkurframleiðandi. Þetta hefur verið fyrir 2000 held ég.
Man einhver eftir súru nýmjólkinni árið 1981 eða 1982? Þá var leitað skýringa í framleiðslunni, sem ekki var létt verk, þar sem framleiðendur skiptu hundruðum. Vandamálið reyndist vera á lokastigi, - í pökkun.
Meira um Salmonellu. Hún ku drepast við langvinna frystingu. Og svo þetta ca 60 gráður í 6 mínútur.
Al-harðsoðið egg er sæmilega gerilsneytt. Og íslensk egg bera venjulega ekki salmonellu, né heldur íslenskir kjúklingar, - af þeim sérstöku orsökum er það alltaf hneyksli ef hér kemur upp salmonellusýking úr t.a.m. kjúklingi, á meðan Evrópuþjóðir taka þesu sem eðlilegu.
Nú stendur þetta mér nokkuð nærri, - ég á vinkonu gamla sem er sérfræðingur (dýralæknir) í Salmonellusýkingum, og hún bauð mér í mat eitt sinn úti í Kaupmannahöfn.
Kjúllinn var skorinn á sér bretti (annur matur á öðru, með öðrum hníf), sem svo var soðið, og hún var í latex-hönskum. Ég spurði af hverju, og hún svaraði því til að eðlilegt væri að 50% líkur á salmonellu giltu um viðkomandi kjúkling. Og yfirleitt matfugl. Sama með egg. Það gat ég staðfest, því að áður var ég staddur á Bretlandi og var að gúffa í mig spæleggjum og horfa á fréttirnar, þegar Breski heilbrigðisráðherrann upplýsti það, að 60% breskra eggja á markaði bæru salmonellu.
Ég þarf varla að taka það fram að kjúklingurinn var vel steiktur....
(og eggin hafa sennilega verið í 40% hópnum)
Jón Logi (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 11:59
Tad er merkilegt ad tad eru einhverjir a lifi uti i Evropu og enta merkilegra ad eins frabær og vid erum i øllu sem vid tøkum okkur fyrir hendur,getum vid ekki einusinni selt okkar frabæra lambakjøt a raunvirdi
Þorsteinn J Þorsteinsson, 25.10.2011 kl. 12:33
Já sæll, ég læt nú yfirleitt duga að passa uppá að blóðvökvinn úr hráum kjúkling lendi ekki í öðrum matvælum og vaska svo upp brauðbrettið eftir að það er notað og svo þvo á mér hendurnar áður en ég held matargerðinni áfram og mér finnst ég vera paranoid við eldamennsku á kjúkling...
Jóhannes H. Laxdal, 25.10.2011 kl. 14:22
Ef maður þarf latex hanska til að koma við þetta útlenska ómeti, er þá ekki öruggast að vera með smokk uppi í sér þegar maður étur það?
Þorsteinn Siglaugsson, 25.10.2011 kl. 15:22
Þorsteinn Siglaugsson, það fer eftir því hvað það er sem þú ert setja uppí þig :P
Sævar Einarsson, 25.10.2011 kl. 16:25
Góður - en mundu að þetta er siðsamt blogg :)
Þorsteinn Siglaugsson, 25.10.2011 kl. 16:33
En hvað með öll þessi lyf sem þarf að sprauta í Sauðféð til þess að það geti lifað?? Er það holt fyrir okkur að éta kjötið af þessum Rolluskjátum?Hvað með Fiðufénaðinn ? Kjúkklingar eru látnir éta Korn með hormonum ,er það holt fyrir okkur ??? það eru bráðdrepandi batteríur í öllu kjöti bara meðhöndla það rétt og steikja og sjóða vel og erlent kjöt er ekki verra en okkar............
Vilhjálmur Stefánsson, 25.10.2011 kl. 20:08
Það munar bara einum staf á kjúkling og sjúkling. Hafið þið athugað það?
Þorsteinn Siglaugsson, 25.10.2011 kl. 22:11
Og í dönskunni munar bara einum bókstaf á kylling og killing (kjúkling og kettling) :)
Jónína Christensen, 26.10.2011 kl. 13:03
lasnir hollenskir kettlingar - það var þá það sem fólkið var að smygla - ekki nema von að það yrði líka lasið ;)
Þorsteinn Siglaugsson, 26.10.2011 kl. 14:55
Af hverju eru ekki allar aðrar þjóðir löngu dauðar?
Ég bý í Þýskalandi og margsýð allt saman sem ekki kemur frá Íslandi.
Ég er enn á lífi og vona samt að íslenskar landbúnaðarafurðir komi til aðstoðar!!
Þetta er allt spurning um HACCP en ekki hvaðan afurðirnar koma:))
Ég held að ekki allir hafi skilið kaldhæðnina í blogginu hjá þér:)
Stefán (IP-tala skráð) 27.10.2011 kl. 09:45
Í útlöndum er ekkert hollt
eilíf salmonella
og botniði nú!
Þorsteinn Siglaugsson, 27.10.2011 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.