13.10.2011 | 13:44
Metnaðarleysi og sjálfsánægja
Íslenskt skólakerfi hefur lengi verið afar slappt og fer versnandi. Lítill vafi virðist á að samhengið milli lengdar kennaranáms og árangurs í skólastarfi er neikvætt.
Fyrir skemmstu kom út skýrsla sem sýndi að fjórðungur fimmtán ára drengja er ólæs. Skýrslan sýndi líka að börnum liði ekki tiltakanlega illa í skólanum.
Viðbrögðin við þessu voru ekki að bæta þyrfti úr. Nei. Þvert á móti töldu talsmenn kennara að þetta sýndi hversu frábært starf væri unnið í skólakerfinu!
Ef metnaðarleysi og sjálfsánægja eru til eru fá betri dæmi um þessa lesti.
Líta á sig sem tapara vegna rangra aðferða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:03 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að þú ert ekki rekstrarráðgjafi skólakerfisins því eitthvað vefst það lestrarskilningurinn fyrir þér. Farðu því aftur og lestu hvað það er sem hrjáir fjórðung 15 ára drengja. Ruglaðu síðan ekki aftur eigin vankunnáttu og meintri vankunnáttu kennara.
Ragnar Kristján Gestsson, 13.10.2011 kl. 19:03
Niðurstaða skýrslunnar er að fjórðungur 15 ára drengja geti ekki lesið sér til gagns. Sá sem ekki getur það er vitanlega ekki læs. Hvers vegna það fer svona í taugarnar á þér að bent skuli á þetta veit ég hins vegar ekki.
Þorsteinn Siglaugsson, 13.10.2011 kl. 22:40
Munurinn á því að vera ólæs og að geta ekki lesið sér til gagns er himinn og haf. Ertu kannski einfaldlega að rugla (viljandi?) saman tveim hugtökum til að fá út niðurstöðu sem er því í hag sem þú vilt koma fram? Sem er kannski betra dæmi um metnaðarleysi og sjálfsánægju en það sem þú stingur uppá.
Ragnar Kristján Gestsson, 14.10.2011 kl. 07:44
Ekki veit ég hvers vegna þú tekur þetta svona til þín. Finnst þér þetta vera þér að kenna eða hvað?
Ég nenni ekki að standa í hártogunum um hvað þarf til svo maður sé læs, en það að vera læs er ekki sama og geta stautað. Stautfær maður er ekki læs.
Þorsteinn Siglaugsson, 14.10.2011 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.