31.8.2011 | 09:44
Menntunaröryggi?
Nú þegar fæðuöryggið er tekið að bíta almennilega og veitingastaðir hættir að bjóða upp á annað en djúpfrysta sviðakjamma snúa stjórnvöld sér að því að tryggja landsmönnum menntunaröryggi.
Menntunaröryggi felst í fyrsta lagi í því að tryggja aðgang að innlendri menntun svo þjóðin verði ekki fyrir barðinu á menntunarskorti þegar landið einangrast vegna yfirvofandi styrjaldar innan Evrópusambandsins sem mun vera alveg að bresta á.
Í öðru lagi snýst það um að forðast að óhörðnuð ungmenni smitist af varasömum hugmyndum sem gjarna eru á kreiki í útlendum háskólum, beri þær hingað heim þar sem þær gætu breiðst út í íslenskum háskólum. Slíkt yrði mikill skaði enda erum við í þeirri einstæðu stöðu að hafa hér hundrað bestu háskóla í heimi miðað við höfðatölu og höfum því ekkert til útlanda að sækja í þeim efnum.
Í þriðja lagi forðar menntunaröryggi síðan því að þetta fólk kynnist alminlegu keti í útlöndum og því er menntunaröryggið líka liður í að tryggja betur að þjóðin sætti sig við fæðuöryggið.
Í fjórða lagi dregur svo menntunaröryggið mjög úr hættu á að háskólamenntað fólk ílengist erlendis við störf. Þannig tryggjum við til dæmis að áfram verði nokkrir læknar ranglandi um ganga nýja Landspítalans þegar hann verður búinn að breiða úr sér yfir mestöll Þingholtin.
------------------------------
Annars frétti ég eftir öruggum heimildum að loks væri komið á koppinn stórverkefni sem VG sættir sig við: Múr í kringum landið. Hann verður nefndur Kínamúrinn í höfuðið á vonda Kínverjanum sem fær að snuðra í kringum hann leitandi sér að smugu til að smjúga inn um í því skyni að ná tangarhaldi á siglingaleiðum veraldarinnar með því að hokra á Grímsstöðum á Fjöllum.
Stjórnarandstaðan mun alveg samstíga í þessu enda vita menn þar á bæ ekkert meira spennandi en að skapa atvinnu við að berja grjót - það eykur nebblega svo mikið hagvöxt.
Ekki lánað til nema erlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:17 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held þú hafir misskilið fréttina. Þetta snýst ekki um að lána ekki til náms við erlenda háskóla heldur niðurgreiða ekki lán til erlendra skattgreiðenda sem titla sig Íslendinga á tyllidögum...
Ólafur Gíslason, 31.8.2011 kl. 14:33
Þetta er reglan samkvæmt fréttinni:
"1. Umsækjandi um námslán hafi verið við launuð störf hér á landi:
a. síðustu 12 mánuði fyrir umsóknardag, hið skemmsta og haft samfellda búsetu hér á landi á sama tíma.
b. í skemmri tíma en 12 mánuði og haft búsetu hér á landi í tvö ár samanlagt á samfelldu fimm ára tímabili.“
Hvað er hér að misskilja? Í fyrsta lagi er það svo að nemar fara gjarna beint úr grunnnámi í framhaldsnám og hafa því ekki verið við launuð störf hér síðasta árið áður en þeir hófu nám. Í öðru lagi þýðir þetta að nemi sem hefur verið í ár erlendis á ekki rétt á láni til að halda námi sínu áfram. Ég fæ ekki séð að þetta tengist neitt fólki sem hefur búsetu erlendis að öðru leyti en því að það getur heldur ekki fengið námslán.
Þorsteinn Siglaugsson, 31.8.2011 kl. 15:35
ég er að takast á við kerfið hjá lín í fysta sinn, og ég er búin að vera atvinnulaus síðan nóv 2008. ég sá frétt þar sem segir að framfærslulánin hjá lín hafi verið hækkuð, og miðast fullt lán við 20 framhaldsskóla einingar og á að vera um 133 þús, ég skrái mig í tækniskólann í rafiðn og fæ metið tölvubraut hjá þeim sem virðist ekki vera hægt að fá vinnu út á. svo ég er þá búin með allar almennar greinar sem þarf fyrir rafiðna nám. en það virðist vera að koma í bakið á mér því ég fæ ekki í stundartöflu nægilega margar einingar til að ná fullu láni. og þar að leiðandi mun ég ekki getað lifað meðan ég er í skóla. svo ég sé fram á að þurfa að skrá mig á framfærslu hjá borginni.
svona lítur út fyrir að verði út um tilraun mína til að fara í skóla. skólinn segir að það séu undanfarareglur að áföngum, lín segir að sér komi þetta í raun ekki við og virðist ekkert hægt að taka tilllit til aðstæðna og gefa undanþágu. fyrir mér undirstrikar þetta að það er ekki hægt að mennta sig eftir að maður er fluttur að heiman.
GunniS, 31.8.2011 kl. 19:32
Það vantar ekki að löngum hefur verið erfitt að lifa á þessum námslánum. Einkennilegt að meta ekki nám sem þú hefur þegar lokið án þess að taka námslán.
Þorsteinn Siglaugsson, 31.8.2011 kl. 20:42
fyrra nám var metið. til dæmis er fyrsta ár af rafiðna námi ekki lánshæft. ég hef aldrei heyrt að lín meti fyrra nám sem ég tók ekki lán fyrir. sem inneign , ef þú meinar það.
en þú meinar að það sé hefð fyrir því að þurfa að svelta meðan maður er í námi ? svona hugsun er ekki til að bæta hlutina. á ég að segja við leigusalann að ég geti ekki borgað húsaleiguna því ég fékk ekki nægilega margar einingar í stundartöfluna ?
GunniS, 31.8.2011 kl. 20:50
Það er nú ekki víst að hann taki því vel. En hins vegar væri gaman að vita hvernig námslán hafa þróast, t.d. gagnvart atvinnuleysisbótum. Mér finnst amk. 130 þúsund kall ansi lítið til að lifa á - eru ekki bæturnar þó nokkuð hærri - sérstaklega þegar tekið er með í reikningin að þessi lán eru almennt greidd til baka með vöxtum og verðbótum.
Þorsteinn Siglaugsson, 31.8.2011 kl. 22:00
atvinnuleysisbætur eru ekki mikið hærri, um 150 til 160 svo skattar af því. atvinnuleysisbætur eru tæki sem á að hjálpa fólki að ná yfir það helsta í stuttan tíma, það sem er að gerast er að stjórnvöld ætla fólki að lifa af þessu , mánuðum jafnvel árum saman, og virðist ekkert eiga að gera í að hjálpa þeim sem hafa verið lengst án vinnu, t.d var ég að komast að því að vinnumálastofnun er aðeins einu sinni búin að senda ferilsrká frá mér til vinnuveitanda , eftir nærri 3 ár á bótum. þeir bera við of litlum mannskap, sem er í raun rétt, mér blöskraði samt.
veit ekki hvort þú mannst eftir neysluviðmiðum sem velferðarráðuneytið gaf út, sem var/er tilraun til að finna út hvað þarf til að lifa á íslandi, og var þetta tilraun til að berjast gegn fátækt og ná fram skilgreiningu á , já , bara hvað þarf til að vera til. og má finna reiknivélina hérna, https://www.velferdarraduneyti.is/neysluvidmid/
og svo má spyrja sig, afhverju er ekki gengið í að hækka námslán upp í t.d 200.000 sem er tala sem er mögulegt að lifa af í dag. þú sérð það, að þegar leiga fyrir tveggja herbergja íbúð er komin upp í 90.000 - og ef fólk fengi ekki húsaleigubætur þá færi 90.000 af 130.000 í leigu ? dæmið gengur ekkert upp.
GunniS, 31.8.2011 kl. 22:38
Já, en hvar á að taka peningana? Nú þarf til dæmis að byggja hátæknisjúkrahús og eitthvað kostar það nú.
Þorsteinn Siglaugsson, 31.8.2011 kl. 23:44
ekki var nú spurt svona þegar peningum var dælt inn í banaka. ég næ ekki alveg í hvaða samhengi þú spyrð, eða fyndist þér eðlilegt að þú næðir ekki endum saman og upplifðir það að hafa ekki efni á mat því það á að byggja sjúkrahús ?
GunniS, 1.9.2011 kl. 06:43
GunniS: Er ekki hægt að halda atvinnuleysisbótunum þó maður sé í skóla? Mér skylst að maður haldi bótunum ef maður tekur bara ekki of margar einingar. Um að gera að spila með kerfinu, ekki móti því á meðan ekkert er að gerast.
Grímur Sæmundsson (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 10:07
GunniS, þú verður að taka síðasta kommenti með opnum huga. Ég er aðeins að benda á hvernig forgangsröðunin er í þessu þjóðfélagi.
Þorsteinn Siglaugsson, 1.9.2011 kl. 13:38
ég skil, en því miður heldur maður ekki atvinnuleysisbótarétt lengur en 4 ár, 3 ár ef fólk hefur þurft að sækja bætur af síðasta tímabili, eins og þetta er orðað í reglum. og ég er einn af þeim sem eru að missa rétt til bóta vegna tíma, samt er talað um þennan rétt fólks í stjórnarskránni. þá að allir eigi rétt á aðstoð ef þeir missa vinnu, veikjast eða annað svipað komi upp á í þeirra lífi. svo í raun ætti ekki að vera nein tímamörk.
alþingi þarf bara að vakna og koma framkvæmdum af stað og rífa atvinnulífið af stað. atvinnuleysi fór úr 2000 hér um áramótin 2008 / 2009 og upp í 12.000 og hefur verið á Því róli síðan = ekkert verið gert til að skapa störf.
GunniS, 1.9.2011 kl. 16:35
Ja, hver á að skapa störfin? Hvernig skapast störfin? Sumir halda því fram að ríkið eigi að útvega fólki vinnu við að gera bara eitthvað. Það er vitanlega tóm vitleysa. Störf skapast af því að það er þörf fyrir þau. Hér gæti verið blússandi uppgangur ef ekki væri sífellt verið að hræra í skattkerfinu og hræða þannig fólk frá því að fjárfesta í rekstri, og ef ekki væru hér gjaldeyrishöft sem enginn veit hvenær verða afnumin. Forsendurnar eru nefnilega fyrir hendi. Hér er vel menntað vinnuafl og eftir hrun krónunnar eru laun umtalsvert lægri en í nágrannalöndunum. Ef allt væri eðlilegt værum við á góðri leið með að verða Indland norðursins í upplýsingatækni, svo dæmi sé tekið. En hver þorir að fjárfesta í kommúnistaríki þar sem enginn veit hvað stjórnvöldum dettur í hug á morgun? Hver þorir að skapa hér störf?
Þorsteinn Siglaugsson, 2.9.2011 kl. 11:21
ég veit ekkert um þínar aðstæður, en maður veltir fyrir sér hvernig hljóðið væri í þér ef þú fengir að vera atvinnulaus í lengri tíma. t.d svar við spurningu um hvernig störf skapast, þá hefur verið marg bent á að það að fullvinna fisk, í stað þess að moka honum óunnum í gáma og selja til bretlands, skapar störf og innlend verðmæti. en samt er ekkert gert í þessu, því örfáir hafa hagsmuni af þessu fyrirkomulagi.
skoðaðu hvað danir eru að gera, þeir kaupa hráefni inn til landsins, t.d stál. þeir búa til úr því hluti og selja það aftur á hærra verði, eru íslendingar komnir langt í að skilja svona lagað ? svarið er nei.
GunniS, 3.9.2011 kl. 23:24
Ef það væri hagkvæmara að fullvinna fiskinn innanlands en senda hann úr landi þá væri það væntanlega gert. Ég held að þar snúist málið um að ferskur fiskur selst einfaldlega á hærra verði en frosnir fiskborgarar. Þar held ég að sama eigi við um erlenda neytendur og íslenska, maður vill frekar kaupa fersk ísuflök en frosin stykki í raspi og greiðir fyrir þau hærra verð. Sjávarútvegurinn skapar væntanlega meiri gjaldeyristekjur með því að flytja fiskinn út ferskan en að "skemma" hann með fullvinnslu til þess eins að fá minna fyrir hann.
Varðandi störfin varpar þú einmitt fram rétt spurningunni: Hvers vegna gera ekki Íslendingar það sama og Danir? Kannski vegna þess að við höfum sjávarauðlindina og veiðimennskan hefur dugað okkur, meðan Danir hafa engar auðlindir? Kannski af því að við höfum vanist því að bíða sífellt eftir að einhver annar geri eitthvað fyrir okkur - ríkið byggi virkjun eða jarðgöng eða drottinn gefi góðan afla? Þegar ég sat í tímum hjá Þórólfi Matthísassyni í þjóðhagfræði í gamla daga varpaði hann fram þeirri spurningu hvort auðlindir væru kannski fremur bölvun en blessun og benti á Noreg sem dæmi - þar var blómlegur rafeindaiðnaður áður en olían fannst, en svo var hann horfinn. Danir eiga hins vegar enn sinn rafeindaiðnað.
Þorsteinn Siglaugsson, 5.9.2011 kl. 10:14
er það dugar sjórinn okkur öllum, dugar kannski sumum. hefurðu reynt að fá vinnu í fisk á íslandi, þekkiru stælana sem þú mætir, t.d að eigendur fiskverkunarstöðva vilja ekki þjálfa upp fólk. eða., hefuru prófað að komast á skip í dag ? ég fór á viku slysavarnarnámskeið hjá slysavarnarskóla sjómanna. og hef ekkert haft upp úr því að senda fyrirspurnir um hvort maður komist á skip út á það námskeið.
svo ef þú labbar inn í fiskvinnslust0ðvar í dag, þá er þetta mannað að stórum hluta með útlendingum. og settu þig í spor þeirra sem hafa verið að reyna að fá vinnu á þessu sviði. t.þ því það er ekkert annað að hafa í dag , og horfa upp á erlenda verkamenn taka störfin.
en ég held þú áttir þig ekki á Því, að fiskur sem er seldur ferskur úr landi til englands, heldur uppi stærðarinnar þorpi þar sem fólk vinnur afurðir úr þessum ferska fisk. og þá einmitt fiskborgara og annað eins. og ég giska það verði aldrei neinar framfarir hér á þessu dauðans skeri meðan það er til fólk sem hugsar eins og þú, og neitar að sjá tækifæri í að skapa störf og verðmæti.
GunniS, 6.9.2011 kl. 22:56
Ekki gera mér upp skoðanir, GunniS. Því fer fjarri að ég sé andvígur því að skapa störf og verðmæti. En það er ekki hlutverk ríkisins, hvorki að búa til störf sem engin þörf er á né að hindra fyrirtæki í að hámarka gjaldeyristekjur með fyrirskipunum um hvernig þau eigi að meðhöndla hráefnið eða hver þau megi selja það.
Mér fannst síðasta svarið þitt gott því þar vekur þú máls á spurningunni um hvers vegna iðnaður byggist ekki upp hér. Ein skýringin kynni að vera veiðimannahugsunarhátturinn sem sér ekkert nema auðlindir.
Þorsteinn Siglaugsson, 7.9.2011 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.