Ávallt framtakssamir

Þá hefur fangelsi bæst í hóp allra þjóðþrifaverkanna sem Suðurnesjamenn ætla að standa að. Ef öll þessi verkefni ættu ekki það eitt sameiginlegt að byggjast á stórfelldum fjárveitingum frá ríkinu mætti draga þá ályktun að forystumenn á Suðurnesjum væru einkar áræðnir og framtakssamir menn. (Eina framtakssemin sem enn hefur orðið að veruleika var hins vegar að setja þorpið á hausinn með stæl!)
En nú hefur sumsé fangelsið bæst í þennan fríða hóp. Það er einkar ánægjulegt því þá er hægt að kvarta yfir vöntun á "stuðningi ráðamanna" (les: skattfé) við enn eitt verkefnið.
mbl.is Suðurnesjamenn vilja fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Vala Valgeirsdóttir

Hvað á þessi marklausa gangrýni á Suðurnesjamenn að þýða? Það er bæði sjálfsagt og eðlilegt að sá landshluti fái skattfé til að byggja upp... nema hvað? Það hrikalega atvinnuleysi sem íbúarnir þurfa að þola, er ömurlegt og ósáættanlegt. Leyfið íbúum svæðisins að njóta réttmætis. Komið með lausnir og hættið kaldhæðnu skítkasti. Það hefur enginn efni á því í dag.

Sigrún Vala Valgeirsdóttir, 10.8.2011 kl. 19:51

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hvað þykist þú vesalings hagfræðinur vera.Ef við suðurnesjamenn værum lausir viða afskiptasemi og frekju ykkar þarna innnesjaaumingjanna þá væri hér allt í blóma.Þið hagfræðingarnir í kringum fúlapytt,tjörnina settuð þjóðina á hausinn.Við hér höfum alþjóðaflugvöll,góð fiskimið og virkjunarkosti sem þið bannið okkur að nýta.Þið þykist eiga flugvöllinn svo dæmi sé tekið,en réttast væri að við létum þig og þína líka borga fyrir að fá að stiga upp í flugvél hér.Þið hafið ekkert þarna innfrá nema verslunarhallir sem rikið er búið að yfirtaka. Þið eru bónbjargarmenn.Hér á er fullkomið tukthús sem kaninn byggði.Það er yfirdryfið nógu traust til að geyma þig í.En þú villt halda áfram að eyða peningum þjóðarinnar með því að byggja lúxustúkthús þarna á innnesjunum svo stytra verði fyrir ykkur innnesjamenn að skreppa heim þegar búið verður að stinga ykkur inn fyrir að setja þjóðina á hausinn.

Sigurgeir Jónsson, 10.8.2011 kl. 20:20

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og hér á Suðurnesjum er litið niður á Samfylkingar og Vg aumingja, enda eru orðnir fáir hér.

Sigurgeir Jónsson, 10.8.2011 kl. 20:25

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Einar á Hvalnesi í Lóni sagði 1960 í útvarpið að hagfræðingarnir væru vitlausustu menn á landinu.Og hló. og öll þjóðin hló með honum.Þá voru hagfræðingarnir á Íslandi það fáir að þeir gátu ekki sett landið á hausinn.Síðan fjölgaði hagfræðingunum.Og virleysingunum.Og eftir því sem fleiri vitleysingarkioma saman í hóp þeim mun meiri vitleysu gera þeir.Ríkið er búið að ausa út á síðastliðnu tveimur og hálfu ári um8-900 miljörðum króna í afæturnar á innnesjunum, banka,seðlabanka, trygggingarfélag,bílaumboð og hvað eina.Innesjaaumingjarnir eiga að halda sig niðri í lúkar og ekki að láta sjá sig á dekki, þangað hafa þeir ekkert að gera.Þeirra tími er liðinn, eða því sem næst.

Sigurgeir Jónsson, 10.8.2011 kl. 20:57

5 identicon

vá...

eitthvað þola suðurnesjamenn lítið.... Sannleikurinn sárastur ?

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 22:59

6 identicon

Ertu virkilega menntaður og það hagfræðingur?

Hverjir aftur komu okkur á hausinn??

Valur (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 23:13

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Gaman að fá hressileg viðbrögð. Var alveg búinn að gleyma því hvernig hrepparígurinn blindar menn á stundum.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.8.2011 kl. 11:08

8 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

(Eina framtakssemin sem enn hefur orðið að veruleika var hins vegar að setja þorpið á hausinn með stæl!) segir þú.

Þetta er nú ljóta ands..... bullið. Hvaða þorp var sett á hausinn með stæl að þínu mati? Og hvers vegna kallar þú byggingu nýs fangelsis þjóðþrifaverkefni í háði?

Nýtt fangelsi hefur verið á dagskrá í marga áratugi vegna þess að fyrir það hefur verið fullkomin þörf. Það þýðir að það er þjóðþrifaverkefni. En hagfræðingum af þínum kaliber er það óskiljanlegt, ég veit það svo sem.

Góði láttu það bara ógert að bla-bla eitthvð á móti þessu, því ekki mun ég taka mark á því.

Magnús Óskar Ingvarsson, 12.8.2011 kl. 20:01

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Reykjanesbær fór á hausinn vegna fasteignabrasks og skuldsetningar. Nýtt fangelsi er þjóðþrifaverkefni og ef þú áttar þig ekki á að ég er síður en svo að hæðast að því er ekki við mig að sakast heldur skaparann. Ég veit ekki betur en löngu hafi komið fram að dýrara yrði að reyna að nýta eitthvert yfirgefið húsnæði sem fangelsi en að byggja nýtt - kjánalegar braskarahugdettur á borð við þá sem fréttin snerist um eru því andvana fæddar.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.8.2011 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband