16.3.2011 | 23:29
Óvissa og rangar upplýsingar skaða málið
Sjálfur er ég einn þeirra sem ekki eru alveg vissir um hvort skynsamlegt sé að samþykkja þetta frumvarp eða ekki. Ég viðurkenni að ég hef ekki getað gefið mér tíma til að setja mig almennilega inn í málið. Ég hef þó séð, að varasamt er að byggja á þeim upplýsingum sem málsvarar samningsins hafa sett fram. Hér eru helstu atriðin:
- Yfirlýsingar um væntanlegar endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans eru lítt rökstuddar og alveg ógagnsæjar. Vísbendingar hafa komið fram um að einstakar eignir séu verulega ofmetnar.
- Fyrir liggur um hvaða vexti er samið næstu fimm árin, en þegar hinir breytilegu vextir sem þá taka við eru áætlaðir er byggt á breytilegum vöxtum nú, sem eins og allir vita eru í sögulegu lágmarki. Slíkt er erfitt að kalla annað en blekkingar.
- Eins og allir vita er skráð gengi krónunnar í Seðlabanka ekki raunverulegt gengi hennar. Það liggur einhvers staðar á milli opinbera gengisins og aflandsgengisins. Samt byggja málsvarar samningsins niðurstöður sínar á enn hærra gengi en hinu niðurgreidda Seðlabankagengi. Það er afar ótrúverðugt. Mér finnst það því eiginlega liggja í augum uppi að jafnvel þótt fullar endurheimtur náist úr þrotabúinu muni samningurinn tæpast kosta okkur minna en 100 milljarða króna.
Væri nú ekki skynsamlegra að segja bara einfaldlega satt, jafnvel þótt sannleikurinn sé ekki endilega auðveldur að kyngja? Ég myndi í það minnsta miklu fremur kjósa með málinu ef ég hefði ekki stöðugt á tilfinningunni að verið væri að reyna að plata mig.
Mjótt á mununum um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:36 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
-I used to be indecisive. Now I'm not sure.
Reyndar er ég ákveðnari með hverjum deginum sem líður, að segja "Nei" við Icesave ánauðinni
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.3.2011 kl. 03:39
Laumuáróður Seðlabankastjóra fellur í grýttan jarðveg.
Axel Guðmundsson, 17.3.2011 kl. 08:03
Ég tek m.a. mark á þessum manni: http://lipietz.net/spip.php?article2518
Eins finnur maður mikinn sannleik á www.kjosum.is
Eins og fólk sem hugsar skýrt segir: "Siðmenntað fólk fer með svona mál fyrir dóm, svo að hægt sé að finna sökudólginn.
Ég segi NEI!!!
anna ragnhildur kvaran (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.