8.3.2011 | 11:05
Hvað er Steinþór að hugsa?
Bankastjóri Landsbankans ætti að hugsa sinn gang. Hvað er hann að gera á þessu skítakaupi? Hann gæti vafalaust fengið helmingi hærri laun hjá einhverju ráðgjafarfyrirtækinu :)
Annars er auðvitað frábært að fá þetta mál upp á yfirborðið nú. Við getum þá rifist vikum saman yfir því hvað eitthvert fólk fær í kaup og gleymt milljarðatugunum eða hundruðunum sem við ætlum að taka á okkur með Icesave skuldbindingunum. Frábært!
Bankastjórarnir mættu ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ofurskatta á ofurlaun!
corvus corax, 8.3.2011 kl. 11:27
Vandinn er bara að skilgreiningin á því hvað eru ofurlaun er yfirleitt röng. Nú vilja pólitíkusar ofurskatta á þá sem hafa milljón á mánuði. En það er bara fjöldinn allur af duglegum iðnaðarmönnum, svo dæmi sé nefnt, sem hafa milljón á mánuði. Ég veit ekki betur en að miðað við nýleg neysluviðmið séu slík laun langt frá því að vera ofurlaun ef fólk er að reka stóra fjölskyldu.
Þorsteinn Siglaugsson, 8.3.2011 kl. 11:34
Ég er ekki hrifinn af hámarkslaunum eða öfgaskatt. Ég vil ekki að ríkið fari í herferð gegn hátekjufólki.
Lausnin með bankana getur verið sú að með ríkisábyrgð fylgi ríkisreglur. Ef banki vill slíka ábyrgð þá megi hann ekki borga hærri laun en forsætisráðherra er að fá.
Geir Jónsson (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 11:52
skoðaðu raunstöðuna vegna Icesave áður en þú nefnir svona tölur - SJS er búinn ásamt öðrum stjórnarsinnum að hamra á allskonar tölum sem eru ekki réttar - Það notar hann til þess að réttlæta ofursköttun á almenning sem og verðhækkanir.
Þetta er gamla Sovétaðferðin.
Laun hrokafullra bankastjóra - sem láta ekki svo lítið að m´ta á fund þingnefndar - ekki yfir milljón og refsa með hýrudrætti ef þeir mæta ekki hjá þingmefndum.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 8.3.2011 kl. 12:02
Ofurskatta á ofurlaun, tek undir það ef ekki er hægt að búa til reglur sem setja þak á laun Bankastjóra.
Ragnhildur Gunnarsdóttir, 8.3.2011 kl. 13:11
Þú skiptir ekki við rétta menn, miljón á mánuði??????
taktu helminginn af,þá ertu kominn að hruni eftir hrun eru iðnaðarmenn bara með 130 þúsund á mánuði,,,,, allt fyrir ofan það eru ofurlaun í dag
Sigurður Helgason, 8.3.2011 kl. 14:54
Það er þá kannski réttast, Sigurður, að leggja nú 70% skatt á öll laun ofan við 130 þúsund. Þá er fyrst hægt að fara að tala saman
Þorsteinn Siglaugsson, 8.3.2011 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.