7.3.2011 | 16:56
Stöðva???
Ég veit ekki betur en fyrri stjórnendur Kaupþings hafi skammtað sér tugi eða hundruð milljóna í mánaðarlaun. Þessu hefur nú verið gerbreytt og laun nýs bankastjóra aðeins örlítið brot af launum hinna fyrri.
Því má ekki gleyma að Arion banki er einkafyrirtæki. Það er hvorki í verkahring stjórnmálamanna né verkalýðsleiðtoga að segja fyrir um hvað stjórnendur einkafyrirtækja skuli fá í laun. Persónulega finnst mér laun þessa bankastjóra síður en svo óhófleg í samanburði við kollega hans.
Græðgisvæðingin var stöðvuð þótt enn sé verið að vinda ofan af henni. En tók þá öfundarvæðingin við?
Og tók fasisminn við, hið grímulausa vald sem virðir hvorki lög né réttindi fólks, samanber yfirlýsingar forsætisráðherrans um þetta mál og framgöngu í stjórnlagaþingsmálinu eftir úrskurð Hæstaréttar?
Segir að stöðva þurfi græðgisvæðinguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:17 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Auðvitað þarf að stöðva þetta. Og það þarf að stöðva bankabörnin. Það er engin að setja út á góð laun. Það er verið að reyna að stoppa gangstera og ómenni eins og marga bankastjóra, þekkta hagfræðinga og þingmenn sem og aðra sem hafa tryllt þetta þjóðfélag með græðgi sinni, yfirgangi og frekju.
Ég þekki persónulega til svona fólks eins og þessa bankastjóra sem hafa breyst í andlega peningaróna og sem eru orðnir tilfinningaleg flök. Það þarf að hjálpa þeim að sjálfsögðu sem eru að eltast við peninga með sama hugarfari og fíkill við eiturlyf.
Peningar geta nefnilega valdið slæmri fíkn og það er ekkert mál að þekkja þá úr sem eru haldnir henni. Álika og þeir þekkjast auðveldlega sem hafa étið svo mikin mat að þeir eru orðnir afmyndaðir af fitu. Og svo byrja þessir feitubollur garga og góla ef einhver reynir að stoppa þá í að éta sig í hel. Alveg eins og menn sem eru orðnir að fjármálalegum skrýmslum sem á ekki að leyfa að vera innan um venjulegt fólk...
Óskar Arnórsson, 7.3.2011 kl. 17:37
Merkilegt að sá góði maður Warren Buffett er þér víst algerlega ósammála.
En rökin þín voru notuð 2006 og það má ekki gleyma að ákveðin tegund hagfræðinga fylgir þessari röksemdarfræði.
Öfund yfir því að bankastjóri banka sem ætti að láta fórnarlömbin njóta góðs af sýndarhagnaði lætur sjálfan sig og nánustu starfsmenn njóta góðs en ekki fórnarlömbin ? Þú ert skrítinn hagfræðingur en örugglega átt upp á pallborðið með þessa rekstrarráðgjöf.
Og Arion banki er í vörslu skiftastjóra þar til kröfuhafar hafa yfirtekið hann og skiftum búsins er lokið ... eða er skiptum búsins lokið en gleymst að láta menn vita ?
Fasismi ? Stór orð hljóma eins og slagorð ... eins og forsætisráðherrann myndi nota.
Græðigisvæðingin hefur ekki verið stöðvuð né verður stöðvuð ... bara hægt að setja skorður við henni.
En þú fellur örugglega vel í kramið.
Hagfræðingur sem talar um banka sem einkafyrirtæki þó svo þeir hegði sér eins og handrukkarar og séu arfleið einkabanka hvers skuldir lenda beint og óbeint á viðskiftavinunum ... almenning .... sem oftast er kallað þjóðin þín.
Röksemdin þín að þetta sé eðlilegt á grundvelli þess að fyrrum bankastjóra Kaupþings hafi tekið sér hundruðir milljóna svo sjálftaka um tugi sé eðlileg .... er ekki allt í lagi hjá þér annars ?
Hlynur Jörundsson (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 17:38
Sæll ég er algerlega ósamála þér með það að þessir menn ættu að vera með svona há laun! Hámark ætti að vara á þeim því að bankakerfið er ekki þess megnugt að borga svona laun og ekki hægt að réttlæta það með því að fyrrernar hefðu haft mun hærri laun en núverandi stjórnendur við vitum öll hvernig það fór! Skoðaðu málið bankastjórar og skilanefndaformenn eru með til samans 100 milljónir á ári í laun hvernig heldur þú að það endi?
Sigurður Haraldsson, 7.3.2011 kl. 21:12
Merkileg umræða hér, allir fárast út af því að einhverjir útlendingar senda 4,5 millur á mánuði til þess að borga íslendingi laun. Svo greiðir landinn okkur ca 2 millur hvern mánuð til þess að borga kostnaðinn af honum Steingrími stórlygara. Svo fundum við fleiri útlendinga til þess að greiða forstjóra Íslandsbanka til þess að borga há laun hér. Húrra ! Enginn hér að ofan minnist einu orði á stuld Steingríms stórlygara á nærri 20 MILLJÖRÐUM úr okkar sjóðum núna um helgina. Fyrst 11,2 milljarða úr ríkissjóði svo 8,2 milljarði í sjóði sem við áttum í Landsbankanum. Ég held að það sé réttast að taka allt út það og það strax á morgun. Rétti upp hend sem kjósa þennan stjórþjóf í næstu kosningum !
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 22:04
Örn, það er alveg satt að þarna er verið að fremja stórþjófnað og mikið verður Steingrímur orðinn okkur voðalega dýr. Og hann ætlar okkur ICESAVE. Steingrímur, borgaðu sjálfur, þú og Jóhanna og ykkar meðhlauparar í fjárdrættinum.
Elle_, 7.3.2011 kl. 23:00
Lausn stjórnmálamannanna á launamálum bankastjóra er að leggja ofurskatta á alla sem hafa yfir milljón á mánuði. Það þarf ekki mikið til. Duglegur iðnaðarmaður með stóra fjölskyldu sem er að koma sér upp þaki yfir höfuðið getur auðveldlega haft vel yfir milljón í laun. Á að skattleggja hann vegna þess að einhverjum stjórnmálamönnum finnst einhver bankastjóri vera of frekur til fjárins? Þegar stjórnmál eru tekin að snúast um geðþóttaákvarðanir af þessum toga erum við á góðri leið inn í fasískt samfélag. Þar skipta lög og reglur engu, valdið er grímulaust og enginn veit hverju valdhafarnir taka upp á næst.
Í grundvallaratriðum eiga einkafyrirtæki að stjórna því sjálf hvaða laun þau greiða. Ég held að flest skynsamt fólk geri sér grein fyrir því. Það er hins vegar skiljanlegt að margir séu ósáttir við laun bankastjóranna. En ástæðan er ekki að þau eru há heldur að bankastjórar njóta ekki trausts eftir að skattgreiðendur þurftu að greiða fyrir mistök þeirra.
Lausnin er ekki að leggja ofurskatta á duglega smiði. Lausnin er að afnema allar ríkisábyrgðir á starfsemi banka.
Þorsteinn Siglaugsson, 8.3.2011 kl. 10:37
Málið er að í fyrsta lagi er verið að reka banka að óþörfu, "ólöglega" enn óupplýst. Málið er að menn eru að taka lán til að greiða bónusa fyrir "vel unnin" störf. Banki og bankastjóri er orðin aðferð til að ræna fólk um hábjartan dagin, verndum með lögum á Íslandi. Ef banki víðast hvar erlendis v´ri rekin eins og íslenskur, væru fjöldi manna í steininnum. Spillingin á Íslandi er bara hægt að bera saman við versta tímabil Ítalíu þegar Mafían var stór hluti af pólitík landsins. Sem hún er reyndar enn, enn ástandið fer batnadi.
Og það á ekkert við Ísland sérstaklega. Það er að myndast stétt af stórvelgefnum og háskólamenntuðum ábyrgðalausum pelabörnum sem eru og verða aldrei traustsins verðir. Eiginlega ´tti að setja lista á Internet með öllum upplýsingum um þetta fólk. Svo alvarlegt er þetta orðið á Íslandi.
Ég er eiginlega ekkert hissa á því að þú skulir vera að verja þetta mál Þorsteinn. Þú vilt verja draumaheim fjármálaglópa og róna sem étur upp heilu fjölskyldurnar og allt normalt líf hjá fólki. Séu mönnum trúað til að geyma peninga í því magni sem eðlilegt er að banki stjórnar, þá er ekki þar með sagt að menn eigi að afgreiða sig sjálfir úr seðlageymslunum. Enn það finnst þér allt í lagi. Annaðhvort finnst þér það í lagi sem persónu eða menn verða virkilega skaðaðir hugarfarslega af að verða hagfræðingar.
Eins og þú veist á sama hátt og öll þjóðin í dag, þá varð mönnum það á að leggja heilbrigða skynsemi til hliðar og hlusta á hagfræðinga sem t0luðu um hvað það væri frábært að "græða á daginn og grilla á kvöldin". Í dag veit ég um þessa súper vel launuðu menn, allt of marga af þeim sem "stálu löglega á daginn" og "sukkuðu í kókaíni og innfluttum stelpum á kvöldinn".
Bankastórar, þingmenn, bankaeftirlitsmenn, deildarstjórar, kvótaeigendur, stórir fyrirtækjaeigendur og frægir fjárfestar.
Þetta hefur ekkert með fasisma að gera. Þetta hefur með það að gera að reynslan sýnir að af öllum fyrirtækjum þá er banki haldin þeim ósið að þegar illa gengur á almenningur að koma hlaupandi með bleyjur og snuð handa þessum snillingum sem reka þessa banka og fá þessi laun vegna "ábyrgðar" sem eru bara orðin innantóm.
Að banki meigi ekki vera gjaldþrota gerir eigandahugmyndina algjörlega verðlausa. Fólkið í landinu á þessa Íslensku banka með húð á hári þó svo einhverjum bókhalds smiðum hafi tekist að láta það líta út svona.
Þessi bankastjóri sem er talað um í þessari grein er ekkert einsdæmi og ég er ekkert sérstaklega að benda á hann. Enn fjármálalífið á Íslandi er fullt af fólki með sérkenni klassísks "ConGamer" og veður í peningum sem hann á raunverulega ekkert í og hann veit það best sjálfur.
Það ver sig með að staðhæfa að það sé allt löglegt. Málið er að það á eftir að koma í ljós. Ef banki væri alvöru einkafyrirtæki og hlyti sömu lögmálum og önnur fyrirtæki, þá hefði engin rétt á að skipta sér að málinu. Þetta er óverjandi og þú ættir ekki að þurfa hugsa það tvisvar. Svo einfalt er það mál.
Óskar Arnórsson, 8.3.2011 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.