"Himininn er að hrynja, hæna mamma"

... sagði Ungi litli.

"Af hverju heldurðu það, Ungi litli?"

"Ég sá það með augunum, ég heyrði það með eyrunum og brot úr honum datt á stélið á mér."

"Við skulum hlaupa, við skulum hlaupa og segja kónginum það," sagði hæna mamma.

Það datt sumsé frækorn á stélið á Unga litla. Hann "kallaði eftir tafarlausum aðgerðum á alþjóðavísu". Sagan endar á því að Lágfóta gráfóta býður Unga litla, hænu mömmu og félögum að bíða í greninu sínu meðan hún sæki kónginn. Og eins og segir í sögunni: "Þau komu aldrei út aftur."

Hvernig skyldi nú standa á því að alltaf þegar maður sér svona heimsendapár kemur þessi klassíska saga úr Litlu gulu hænunni upp í hugann? Hmmm...


mbl.is Umhverfisverndarsamtök kalla eftir tafarlausum aðgerðum ríkisstjórna heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er ósköp einfaldlega vegna þess að mannkynið hefur aldrei áður í jarðarsögunni staðið frammi fyrir því að vera í mögulegri útrýmingarhættu. Þessvegna hættir okkur til að útiloka þann möguleika án frekari íhugunar. En þó svo að eitthvað slíkt hafi ekki komið fyrir OKKUR áður, þá er ekki þar með sagt að það geti ekki gerst yfir höfuð, spurðu bara risaeðlurnar.... æi nei það er víst ekki hægt því þær dóu út, þrátt fyrir að hafa verið ríkjandi tegundir á jörðinni á sínum tíma.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.2.2007 kl. 11:38

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð saga þetta, Þorsteinn. Meðan ég las þetta, varð mér reyndar helzt hugsað til evru- og ESB-æðisins, sem rennur hér á visst fólk með jöfnu millibili, án ástæðu og tilgangs -- nema þess eins að láta þá ljótu lágfótu hremma okkur í grenið sitt.

Jón Valur Jensson, 8.2.2007 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband