Loksins raunhæf aðgerð!

Það er fagnaðarefni að þetta frumvarp skuli nú vera á leið til þingsins. Það er gríðarlega mikilvægt, bæði fyrir efnahagslífið og eins fyrir einstaklingana sjálfa að þeir sem eru gjaldþrota í raun geti orðið það formlega líka án þess að vera hundeltir af rukkurum alla ævi. Það er svo sannarlega tilefni til að hrósa ríkisstjórninni fyrir þetta framtak.
mbl.is Skuldir fyrnist á tveimur árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Aldrei datt mér í hug að slíkt stjórnarfrumvarp kæmi fram. Verði það samþykkt hef ég heitið að skríða á fjórum fótum til Hafnafjarðar.

Það sem ég er að velta fyrir mér hvað á þessi tveggja ára fyrningartími að þýða?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 19.10.2010 kl. 12:56

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú meinar að hann ætti að vera 0 ár? Það væri í rauninni rökréttast. Þannig er það ef fyrirtæki fer á hausinn. Munurinn er hins vegar að aflahæfi fyrirtækisins hverfur við gjaldþrotið en það gerist ekki hjá einstaklingnum.

En láttu mig endilega vita áður en þú skríður. Kem að fylgjast með :)

Þorsteinn Siglaugsson, 19.10.2010 kl. 13:19

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ætli þetta verði ekki loka aðstoðin við heimilin.  Það er of kostnaðarsamt fyrir ríkið að aðstoða heimilin í gegnum ríkisrekið gjaldþrot a la greiðsluaðlögun og Umboðsmann skuldara. 

Það er betra að láta bankana um þann lögfræðikostnað ef þeir kæra sig um.  Svo verða að vera til kaupendur af öllum þeim fasteignum sem hirtar verða og kannski kaupir fólk þær bara aftur eftir tvö ár.  Eins hefur heyrst af fjármagni sem áhuga hefur á íbúðarhúsnæði á Íslandi sem ætlar að koma upp leigufélögum að "norrænni" fyrirmynd "velferðar". 

Kristján bíddu með að skríða til Hafnarfjarðar. 

Magnús Sigurðsson, 19.10.2010 kl. 13:21

4 Smámynd: Katrín G E

Er þetta ekki bara bóla sem springur svo í andlitið á ríkisstjórninni ??

Katrín G E, 19.10.2010 kl. 13:24

5 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Í Ameríku, landi fjármagnsins er fyrningatíminn fjórir mánuðir eftir að beðið er um gjaldþrot. Á Florida má ekki gera aðför á heimili fólks.

Já ég get beðið með skriðið og býst við að 1. gr. lagana verði: 1. gr. Lög þessi ná aðeins til Búskmanna sem fæddir eru á Íslandi eftir 2090.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 19.10.2010 kl. 13:32

6 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Það er útbreidd lygi og kjaftæði að bankar og fjármálastofnanir "séu á eftir fólki" eftir gjaldþrot. Sá eini sem eltir fólk er Hið Opinbera og eyðir hundruðum þúsunda til að innheimta þúsundkalla.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 19.10.2010 kl. 13:35

7 identicon

Kristján, gjaldþrot hér í henni Ameríku er miklu flóknara heldur en þú lýsir, það byggir á að sé samið um hvað skuli greitt og hvað ekki. Hvort húsið fari með eða ekki og svo framvegis.

Flórída er númer 2 í nauðungarsölum í Bandaríkjunum, þar má selja húsið þitt á nauðungarsölu ef þú greiðir ekki: Skattana þína, af veðláninun, til hverfafélagsins eða húseigendafélagsins og síðan ef þú lætur vinna verk í húsinu og greiðir ekki verktakanum.

Petur Sigurdsson (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 13:47

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Er þetta ekki þannig í USA að ef þú getur ekki greitt af húsinu skilar þú bara lyklunum? Þá er væntanlega eftir litlu að slægjast með því að óska eftir gjaldþroti í ofanálag.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.10.2010 kl. 14:09

9 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Guð gefi að þingmenn átti sig ekki á þýðingu frumvarpsins, og sami Guð gefi almenningi vit til að sjá að bankar og fjármálastofnanir eru ekki að elta fólk í dauðann vegna skulda eftir gjaldþrot. Guð í Jesú nafni gefi að fólk sjái að það er hið opinbera sem eltir fólk í níunda lið vegna skulda. Amen.

Þorsteinn! Í Ameríku er eitthvað til sem heitir neytendasjónamið, á Íslandi dugir máltækið: "Látum skel hæfa kjafti".

Kristján Sigurður Kristjánsson, 19.10.2010 kl. 14:23

10 identicon

Þorteinn.

Þeir sem skila inn lyklum hafa ekki hugsað um afleiðingarnar.  Bankinn verður að klára nauðungarsöluna til þess að fá eignarhald, síðan af því að eigandinn skilaði lyklunum og jók þar með kostnað bankans, þá fer bankinn eftir þér og sækir á þig dóm, þeim dómi er hægt að viðhalda eins og á Íslandi fram á grafarbakkann.

Aftur á móti ef þú ert í vandræðum og eignin er þitt lögheimili, þá eru til lausnir til þess að hjálpa fólki og meira að segja ef þú spilar með kerfinu þá getur þú fengið $3,000 til þess að flytja.

Ef þú er fjárfestir og eignin er ekki þitt lögheimili. Þá bíttu bara í það súra.

Petur Sigurdsson (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband