30.9.2010 | 12:17
Hver eru aðalatriðin?
Miklar vangaveltur hafa nú farið af stað um plott þingmanna sem ýmist hafi gengið upp eða ekki. Hvort sem eitthvað slíkt hefur verið reynt eða ekki er meginatriðið að meðan flestallir þingmenn greiddu atkvæði annað hvort með eða á móti ákæru gagnvart öllum voru fáeinir sem virtust líta á það sem hlutverk sitt að kveða upp sýknudóma yfir sumum. Hvers vegna er þetta athugavert?
Eins og Sigurður Líndal benti á í fréttum í gær eru ákæruatriðin mjög svipuð gagnvart öllum sem lagt var til að ákærðir yrðu. Svo lá fyrir að þeir voru allir í ríkisstjórn og gátu því framið hin meintu brot. Ekki var heldur að sjá að neinn munur væri á tilefninu - að einn hefði sterkara tilefni til að fremja brot en einhver annar. Málið var sumsé þannig að það var ómögulegt fyrir einstaka þingmenn að taka einn eða fleiri út fyrir sviga og sleppa því að ákæra þá. Þingmennirnir sem gerðu upp á milli ráðherra (eða yfirboðarar þeirra, sem kannski er líklegra) skutust úr hlutverki ákæranda yfir í hlutverk dómara rétt á meðan þeir kusu. Slíkt er einfaldlega ekki trúverðugt og afleiðingin er einfaldlega sú að málið allt er ónýtt hvernig svo sem það á endanum fer.
![]() |
Ískalt viðmót á þinginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það hafa nokkrir notað þessa samlíkingu ”að skipstjórinn beri ein ábyrð” en svo er það ekki í raun og veru. Fyrsti stýrimaður er með sömu réttindi og er með sama vald ef þurfa þykir, þar að auki leysir han kallinn í brúnni af 12 og 12 tima.
Síðan getur ratar (Seðlabanki) og dýptarmælir (Fjáðarmálaeftirlit) bilað, þá er það ekki afglöp heldur tæknilegur galli. Þar að auki virkar ekki skipið ef styrimaður og vélstjór vinna ekki sín verk (sem sagt Geir eða XD hafði ekki meirihluta á þingi, þá hefði kanski verið hægt að draga XD einan um ábyrgð ef þeir hefðu haft 51%). Ekki það að ég ætli að afsaka Geir eða aðra.
Staðreyndin er bara sú að við vorum rænd og það er mergur málsins. Get ekki ímyndað mér að Geir sé arkitektinn af því og hann svaf ekki einn á verðinum. Hann kanski gerði það auðveldari fyrir þjófarna að vinna í friði með sinni frjálshyggju og reiknaði með heiðalegu fólki. En það er engin sem er siðblindur og gráðugur sem raun ber vitni í óförum Íslands.
Áfram Ísland…Einga fílupokastæla. Reynum heldur að ná í eins mikið og hægt er af stolnu fé..!!Og komast sem fyrst á flot!! ..Með lögum skal land ”byggja” en ekki ”leggja í rúst” eins og verið hefur.
Ingolf (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.