25.8.2010 | 16:13
Um trúnað
Ýmsir ráðast nú gegn sr. Geir Waage vegna þess að hann hefur lýst þeirri skoðun, að prestar séu ávallt bundnir trúnaði við sóknarbörn sín og óheimilt að upplýsa þriðja aðila um efni trúnaðarsamtala við þau, einnig þótt um brotamann sé að ræða. Grunar mig að þeir sem þessa gagnrýni hafa uppi skilji ekki þann grundvallarmun sem er á trúnaði annars vegar og þöggun samsæri um að hindra að sannleikur máls komi fram hins vegar.
Það segir sig sjálft að séu prestar ekki bundnir trúnaði, mun enginn brotamaður leita til þeirra og viðurkenna brot sitt í trúnaði. Sé trúnaðarskyldan hins vegar ótvíræð, kann brotamaðurinn að leita til prestsins, sem þá getur leiðbeint honum um breytta hegðun, verndað hugsanleg fórnarlömb hans og hvatt hann til að gefa sig fram. Sé þessi öryggisventill úr gildi numinn, getur því afleiðingin orðið sú ein að afbrotum fjölgi og líkur á að upp um þau komist minnki.
Af þessu sést að Alþingi gerði mistök í því, að undanskilja ekki presta tilkynningaskyldu, þegar barnaverndarlög voru samþykkt árið 1992. Og séu lög gölluð á ekki að hanga á þeim eins og hundur á roði, heldur færa til betri vegar. Bersýnilegt er að þessi lög þarf að lagfæra sem fyrst, svo trúnaður presta við skjólstæðinga sína geti áfram gegnt því mikilvæga félagslega hlutverki að fækka afbrotum og auka líkur á að upp um þau komist.
En í trúnaðarskyldu prests felst ekki það eitt að hann þegi um það sem honum er trúað fyrir. Hún felur líka í sér að hann noti sér ekki trúnaðartraust skjólstæðingsins í ósæmilegum tilgangi, eða bregðist honum á annan hátt, þar með talið með því að þagga niður umkvartanir sem skjólstæðingurinn óskar að komi fram. Trúnaður almennt snýst raunar ávallt um þetta tvennt og verður það ekki aðskilið. Í þessu ljósi er athyglivert að bera saman afstöðu sr. Geirs nú gagnvart þagnarskyldunni og svo hins vegar fyrir fimmtán árum, þegar hann var einn fárra presta, sem ekki sættu sig við að hin dapurlegu mál, sem nú hafa skotið upp kollinum á ný, yrðu þögguð niður. Afstaða hans nú er greinilega af sömu rót runnin og þá, grundvölluð á óskoraðri virðingu fyrir trúnaðarskyldunni í heild sinni og djúprættri andstöðu við þau óheilindi sem þöggun grundvallast ávallt á.
Það er því öfugmæli að krefjast þess að sr. Geir verði áminntur vegna skoðana sinna. Er nær að ýmsir aðrir dragi sjálfsagðan lærdóm af réttmætri ábendingu hans.
Morgunblaðið 25. ágúst 2010
Mun hér eftir sem hingað til hlýða tilkynningaskyldu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vönduð og vel skrifuð grein hjá þér, Þorsteinn.
Jón Valur Jensson, 25.8.2010 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.