Vísnakeppni um herradómana!

Fyrst Spaugstofunni hefur nú verið fórnað á altari húmorsleysisins verðum við að finna aðrar leiðir til að hæðast að ráðamönnum. Legg til vísnakeppni og fyrsta framlagið er hér:

Sorgarkvæði um umboðsmann, skuldugan

Runki fór í réttirnar,
ríðandi á honum Brúnka.
Fljótt hann komst í fréttirnar,
fékk í poll að súnka.

Upp úr skreiddist óbrotinn,
en ataður saur og leðju.
Flaugst svo á við færleikinn,
fékk þann skrýddan eðju.

Í réttinni var rýrt hans kið,
réttast því að gleyma:
Úti var um embættið;
nú átti hann hvergi heima.

Fyrr var oft með kónum kátt,
kræfir léku saman.
Nú er að Runka hlegið hátt,
hent að Brúnka gaman.

 


mbl.is Engin Spaugstofa í vetur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Sigurður Einarsson

Ekki vera að elta svona hann Runa

áður var til ærðu og skjóls

umboðsmaður skuldasjóðs

þetta ættu elstu menn að muna. 

Örn Sigurður Einarsson, 11.8.2010 kl. 00:29

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Gott svar. Svo er bara hvað verður næst fyrir. Gylfaginning kannski?

Þorsteinn Siglaugsson, 11.8.2010 kl. 10:07

3 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Mér líst vel á Gylfaginningu, en er ekki nægilega hagorður. Vonast eftir að sjá framlög annarra fljótlega!

Magnús Óskar Ingvarsson, 12.8.2010 kl. 06:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband