30.6.2010 | 12:04
Reynt að fresta áhrifum úrskurðar
Rök Seðlabankans fyrir tilmælum um einhliða vaxtahækkun á erlendum bílalánum virðast vera þau, að of dýrt sé fyrir ríkið og fjármálafyrirtækin að hlíta dómi Hæstaréttar. Nú er það auðvitað ekki í verkahring Seðlabankans að mæla fyrir um framkvæmd réttarfars. Hér er því í rauninni fyrst og fremst um að ræða tilraun til að slá á frest réttaráhrifum hæstaréttardómsins. Rökin fyrir því kunna að vera tvenns konar: Í fyrsta lagi veitist þá fjármálafyrirtækjum svigrúm til að undirbúa sig fyrir aðra niðurstöðu varðandi vexti. Í öðru lagi er komið í veg fyrir að lántakendur fái strax fulla lækkun höfuðstóls og endurgreiðslur vaxta og afborgana sem erfitt gæti reynst að ná aftur til baka færi svo að vextir yrðu á endanum hækkaðir með dómsúrskurði.
Tilmælin eru skiljanleg í þessu ljósi. Það er hins vegar afar óheppilegt að hagfræðingar Seðlabankans skuli ekki láta nægja að benda á ofangreindar röksemdir heldur séu jafnframt að tjá frekar illa ígrundaðar skoðanir sínar á lögfræðilegum þáttum þessa máls. Það er ekki í þeirra verkahring.
Vandi lántakenda er að bílalánafyrirtækin eru líkleg til að verða gjaldþrota þurfi þau að standa full skil á ofteknum greiðslum af lánum og taka á sig lækkun höfuðstóls. Kröfur lántakendanna verða þá almennar kröfur í bú þeirra sem væntanlega fást ekki greiddar að fullu. Lántakar ættu því að leita strax eftir endugreiðslum að svo miklu marki sem mögulegt er og leitast síðan við að deponera í stað þess að greiða beint til lánveitenda og eiga þar með á hættu að tapa fé sínu.
![]() |
Engin rök fyrir að vaxtakjör haldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.