4.5.2010 | 23:47
Hefnir hann sín á samstarfsmönnum?
Það verður nú að segjast eins og er að þessi taugaveiklun varðandi laun æðstu embættismanna er að verða frekar kátleg. Málið á sér þó alvarlegri hlið, enda varasamt í meira lagi þegar stjórnvöld eru tekin að stýra með tilskipunum af þeim toga sem lögin um laun embættismanna hljóta að teljast vera.
En að öðru: Fáir virðast hafa veitt því athygli að í þessari umræðu hefur seðlabankastjórinn ítrekað látið í veðri vaka að verði hans eigin laun ekki hækkuð muni það koma niður á launum samstarfsmanna hans - hann muni sumsé ganga í að lækka þau fái hann ekki sitt fram. Slíkt hefur vart verið ætlunin þegar þessi alræmdu "lög" voru sett, eða hvað?
Tillaga líklega afturkölluð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hann getur auðvitað ekki verið með sömu laun og undirmenn sínir.
Lögin voru vanhugsuð að því leyti að hámarkslaunin voru of lág.
Fékk hann ekki fasta yfirvinnutíma ofan á launin? Það eru svo margar leiðir til að fara framhjá þessum lögum. Það verður áhugavert að sjá Frjálsa Verslun þegar hún birtir laun embættismanna og annara Íslendinga. Þá sjáum við svart á hvítu hvaða laun eru greidd.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 01:31
Ég er reyndar alls ekki sammála því að hann geti ekki verið með lægri laun en undirmennirnir. Forsætisráðherra hafði t.d. til skamms tíma lægri laun en margir undirmenn og í mörgum fyrirtækjum þykir slíkt ekkert tiltökumál að undirmaður hafi hærri laun en yfirmaður, t.d. ef um er að ræða hæfa sérfræðinga, duglega sölumenn eða aðra. Það er gamaldags hugsun að laun yfirmanns verði að vera hærri en allra hinna og á alls ekki við í nútíma viðskiptaumhverfi.
Þorsteinn Siglaugsson, 5.5.2010 kl. 09:31
Ég gleymdi að setja broskarl á eftir fyrstu setningunni. Geri það núna;)
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 11:45
broskall já ... sumir halda að það leysi allt
Þorsteinn Siglaugsson, 10.5.2010 kl. 17:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.