30.4.2010 | 10:00
Fersk og áræðin nálgun
Hugmyndin um þjóðstjórn í borginni er góð af ýmsum ástæðum:
- Í fyrsta lagi myndi þá tími borgarfulltrúa nýtast til að vinna borgarbúum gagn í stað þess að fara í karp á flokkslegum forsendum.
- Í öðru lagi væri fyrirfram ljóst að skipting valda og bitlinga yrði í samræmi við fulltrúafjölda flokkanna og valdaplott að loknum kosningum yrðu því væntanlega úr sögunni, en þau hafa valdið borginni miklum skaða á yfirstandandi kjörtímabili.
- Í þriðja lagi er líklegt að borgarfulltrúar ættu auðveldara með að fylgja sannfæringu sinni en þyrftu síður að fylgja flokkslínum í öllum málum til að viðhalda meirihlutasamstarfi. Þannig væri betur tryggt að nauðsynleg sjónarmið og röksemdir kæmu fram í mikilvægum málum.
Hönnu Birnu hefur tekist ágætlega að eiga gott samstarf við minnihlutann í borginni og hugmyndin sprettur vafalaust af þeirri reynslu. Henni hefur tekist vel til við borgarstjórnina og stendur því styrkum fótum í aðdraganda kosninga. Því tekur hún ákveðna áhættu með þessu útspili og ekki er vafi á að gömlum flokkshestum lítist ekki á blikuna. Ég vona þó að slík sjónarmið verði ekki ofan á. Við þurfum á stjórnmálamönnum að halda sem þora að fara nýjar leiðir og hafa sjónar á hagsmunum fólksins en ekki aðeins flokksins. Þetta útspil Hönnu Birnu finnst mér sýna að hún hefur kjark til þess.
Miðað við fyrstu fréttir taka forsvarsmenn annara framboða hugmyndinni vel. Áskorunin nú hlýtur að vera að ná samstöðu sem heldur svo ekki verði hlaupið frá öllu saman eftir kosningar.
Útiloka ekki „þjóðstjórn“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:05 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 287740
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.