13.4.2010 | 10:47
Athygliverður dómur
Þetta er athygliverður dómur vegna þess að hér er hnykkt á því grundvallaratriði að eignarréttindi verða ekki skert eftir á með lagabreytingum. Þetta þurfa stjórnmálamenn að hafa í huga t.d. ef þeir ætla að breyta skilmálum bílalána eftir á.
Maður veltir því hins vegar fyrir sér í þessu máli hvort ábyrgðarmennirnir eigi ekki aðra leið til að losna undan ábyrgðinni. Samkvæmt reglum um ábyrgðarmenn og dómum á grunni þeirra er gerð sterk krafa til banka um að greiðslugeta skuldara sé skoðuð áður en lán er veitt. Greiðslumat er t.d. forsenda þess að ábyrgð haldi sé lán milljón eða hærra. Hafi það ekki verið framkvæmt er ábyrgðin ógild.
Lög afnámu ekki sjálfskuldarábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
skjaldorgin í hnotskurn
maggi (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 10:52
Er ekki ljóst að lög um greiðsluaðlögun ef þetta fer á sama veg í Hæstarétti eru ónýt. Það er bara verið að færa ábyrgð á skuldbindingum frá skuldara til ábyrgðamanna. Þessi niðurstaða hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir ríkisstjórnina og félagsmálaráðherra sérstaklega í ljósi þess að hann er að undirbúa lagasetningu á fjármögnunarfyrirtækin.
Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 11:14
Forsendan fyrir því að fólk fari í greiðsluaðlögun er greinilega brostin! Ef bankar snúa sér hvort sem er að ábyrgðamönnum þá hvet ég fólk sem ætlar sér í greiðsluaðlögun að spara sér peningin og fyrirhöfnina og fara beint á hausinn.. Skila inn lyklum og gefa svo skít í þetta lið.
Það er verið að gefa forsendur fyrir dómínó áhrifum út í samfélagið!
Tökum dæmi:
Hjón sem hafa bæði misst vinnuna eða annar maki. Þau ná ekki að borga af stökkbreyttum lánum sínum og eru komin með skuldahala. Þau fengu vin/vandamann til að ábyrgjast lífeyrislán sem þau tóku en geta ekki borgað lengur af. Þau fara í greiðsluaðlögun. Lífeyrirsjóðurinn snýr sér að ábyrgðamanni á láninu. Sá aðili er líka í vandræðum og hefur ekki fjármagn til að standa straum af frekari skuldum og fer í greiðsluaðlögun. Þessi sami aðili átti lán sem var með ábyrgðamann og blablablabla
Hvar endar þetta eiginlega?
Þröstur (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 11:22
Góðir punktar. Það kæmi nefnilega ekki á óvart þótt margt af því sem stjórnmálamenn hafa verið að bardúsa við síðustu misserin stæðist ekki lög og stjórnarskrá þegar til kastanna kemur. Stundum er eins og þingmenn og ríkisstjórn haldi að hægt sé að komast upp með hvað sem er í nafni, oft misskilinna, réttlætishugmynda. Þá gleymist að dómsvaldið er sjálfstætt og leitast við að fylgja lögum hvernig sem allt veltist í pólitíkinni. Við eigum auðvitað að geta gert þá kröfu að stjórnmálamenn íhugi mál í þaula áður en þeir hlaupa fram með panentlausnir sem oft, eins og í þessu tilfelli, valda meiri skaða en ávinningi hjá þeim sem eiga að njóta þeirra.
Þorsteinn Siglaugsson, 13.4.2010 kl. 11:40
Þessi dómur virðist hafa komið mjög á óvart, ekki síst vegna þess að "ráðgjafar" höfðu talið trú um að með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um algjöra eftirgjöf samningskrafna kæmi ekki til mála að ábyrgðarmenn þyrftu að borga.
Verður þessum dómi áfrýjað?
JM (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 16:25
Mér þætti forvitnilegt að vita hvort það sé gengið ábyrgðir/eignir þeirra fjöldan allan af mönnum og konum sem fá miljónir ofan á miljónir niðurfelldar ?? Það er skrítið, að því meira sem fólk skuldar - því auðveldara virðist það vera að fella niður skuldir þeirra. Í þessu tilfelli var það ekki umdeilanlegt að viðkomandi skuldari fékk sínar niðurfellingar, fór í gengum mjög svo niðurlægjandi og ömurlegt tímabil. Sem betur fer var hægt að hjálpa viðkomandi með því, EN ekki betur en svo að hún stendur í nákvæmlega sömu sporum og áður, nema núna skuldar hún ekki bankanum heldur ættingjunum. Og á ekki nokkra einustu leið til að afla sér auka tekna og að sjálfsögðu ekki í þeirri stöðu að geta aflað sér láns til að endurgreiða þeim þetta. Tek undir með öðrum bloggara varðandi þetta mál. "Sparisjóðurinn" hlýtur að vera stoltur að láta ellilífeyrisþega greiða fyrir það sem öryrkinn gat ekki greitt.
Krulla (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 08:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.