Við hverju býst fólk?

Þeir sem þarna eru að verki hafa ráðið sig í starf sem, þegar til kastanna kemur, snýst um að drepa fólk. Yfirleitt ræður áhugi talsverðu um starfsval. Er þá við öðru að búast en hermenn hafi áhuga á að drepa fólk og grípi tækifærið til þess telji þeir sig komast upp með það?
mbl.is Bandaríski herinn tjáir sig um myndbandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einhver Ágúst

Point being? Yppta bara öxlum og finnast þetta eðlilegt og heilbrigt að ísland styðji svona lagað?

Einhver Ágúst, 6.4.2010 kl. 09:46

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Punkturinn er vitanlega sá að hernaður snýst um manndráp og einungis kjánar ímynda sér að hermenn hafi ekki ánægju af að drepa fólk.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.4.2010 kl. 10:46

3 Smámynd: Einhver Ágúst

Já, vissulega en hvað þetta tilfelli og þetta stríða varðar snýst punkturinn um hvort við Íslendinga viljum styðja slíkt einsog við gerðum í Írak?

Einhver Ágúst, 6.4.2010 kl. 11:23

4 identicon

Íslendingar skjóta ísbirni sem hafa jafn mikin tilverurétt til að lifa og fréttamaðurinn frá Reuters og við gortum okkur af því með því að taka ljósmynd með riffilinn og hræið í bakgrunn

Sé ekki að við séum neitt skárri

Einar (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 13:51

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Spurningin um lífsrétt manna og dýra er alltaf áhugaverð ... en snerist ekki ísbjarnardrápið um að hindra að bangsi æti fólk? Ég veit hins vegar ekki til þess að fréttamenn hjá Reuters séu mikið gefnir fyrir mannaket (þótt það geti auðvitað svosem vel verið).

Þorsteinn Siglaugsson, 6.4.2010 kl. 14:40

6 identicon

haha einar eigum við öll að vera grænmetisætur bara því dýr hafa tilverurétt? efast um að rándýrin hugsi sig tvisvar um áður en þau drepa sér til matar.

og Þorsteinn eg held þú þurfir að kynna þér hernað og skoða skýrslur og viðtöl af fyrrverandi hermönnum aðeins betur áður en þú heldur því fram að allir hermenn hafi ánægju af því að drepa. Margir af þessum mönnum geta varla sofið á nóttunni og koma aldrei samir úr stríði, enda margir af þeim sem svifta sig lífi á endanum. 

jonni (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 15:17

7 Smámynd: Zaraþústra

Það er frekar ólíklegt þó svo það eigi vissulega við um einhverja fáa einstaklinga.  Ef þú hins vegar skoðar hvað flestir þessir einstaklingar eiga sameiginlegt, þá eru það frekar fjárhagsleg vandamál, skortur á menntun og heilbrigðistryggingum (áður en þeir gengu í herinn) frekar en blóðþorsti.  Hins vegar getur fólk hegðað sér einkennilega við einkennilegar aðstæður, sbr. það sem kallað er Lúsífer-áhrifin.

Zaraþústra, 6.4.2010 kl. 17:20

8 identicon

jonni:

vertu ekki svona stupid.... af hverju skjótum við ekki fólk og seljum mannakjöt í Bónus?

Kannski því það tíðkast ekki.... lömbum hefur verið slátrað í mörg ár og við borðum lambakjöt

Það hefur ekki tíðkast að skjóta ketti og éta kattarkjöt

Og það tíðkast ekki að skjóta fólk að tilefnislausu og ekki heldur ísbirni

Ef þú réttlætir að skjóta eigi ísbirni þá geturu alveg eins skotið köttinn þinn

Einar (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 19:50

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ísbjörn Einars gæti líka jetið kött Jonna. Yrðu þá ekki allir sáttir?

Þorsteinn Siglaugsson, 7.4.2010 kl. 15:49

10 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Mér finnst ég verða að koma einu atriði að. „Þeir sem þarna eru að verki hafa ráðið sig í starf sem, þegar til kastanna kemur, snýst um að drepa fólk.“ segir þú, en það er alls ekki rétt. Hér er ekki um það að ræða að menn sæki um að fá að komast til Íraks til að drepa þar fólk eins og að sækja um hverja aðra vinnu. Þeir sem þarna eru að verki eru ungir strákar, sem eru skikkaðir í það hlutverk að jafnvel drepa fólk eftir skipunum, hvort sem þeim líkar það betur eða ver, að viðlögðum mjög alvarlegum refsingum og jafnvel lífláti ef þeir ekki hlýða í fullkominni blindni. Þeirra fyrsta og eina markmið, þegar öllu er á botninn hvolft, er að komast einhvern tímann lifandi heim.

Þetta verða menn að hafa í huga við umfjöllun um þennan hörmulega atburð. Að öllu öðru leyti er framkoman algjörlega óverjandi og viðbrögð hersins frá fyrstu tíð alveg fyrirlitleg.

Magnús Óskar Ingvarsson, 8.4.2010 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband